Vikan


Vikan - 19.09.1991, Side 44

Vikan - 19.09.1991, Side 44
TOPPMANN Frh. af bls. 43 Dreymandi augun hvörfluðu af toppnum á spegilinn fyrir framan hann. Það var eins og hver fruma í líkama hans frysi. Var þetta virki- lega hann? Þráinn hreyfði höfuðið örlítið til hliðar, það gerði gamli maðurinn í speglinum líka. Það var ekki um að villast. Gilli var búinn að raka hvert stingandi strá af höfði hans. Var þetta nauðsynlegt? spurði Þráinn eyðilagður. Já, já, þetta var alveg nauðsynlegt, vinur minn. Þú svitnar svo hrikalega að ég er ekki einu sinni viss um að nokkurt lím geti haldið toppn- um á þér. Ég hef bara aldrei séð mann svitna annað eins af engu. Það verður eitthvað þegar ég er búinn að teppaleggja - ahaa. Þráinn fann að Gilli var ekki eins stimamjúk- ur og í upphafi. Nú hafði höndlarinn tekið við af góðlega rakaranum. Toppurinn varð Þráni sem fíkniefni, hann var fallinn fyrir skærum höndlar- ans. Nú varð ekki aftur snúið, það vissi sá sem allt veit. Einhvern tíma hefði Þráinn staðið upp og rétt svona karli einn fimm hundruð punda beint á trýnið. Sköllóttur átti hann sér engrar uppreisnar von. Gilli teygði sig í bómullarhnoðra og vætti hann í spritti. Hann þvoði skallann vel og vand- lega með hnoðranum og dansaði hreinlega í kringum þetta nýja fórnarlamb. Hann tók topp- inn undan hárþurrkunni og setti einhvers konar teppalímband hér og þar á botninn á honum. Á örskotsstundu var hann búinn að leggja hann snyrtilega á höfuðið á Þráni. Æfðar hendur hans léku fimlega með skærin um nýja hárið. Á fáeinum mínútum breyttist ásjóna öldungsins í speglinum í vel útlítandi ungan og hárprúðan mann. Þráni leið eins og hann hefði fengið skammtinn sinn. Hann hugsaði Gilla ekki leng- ur þegjandi þörfina - nú var Gilli rakari skapar- inn sjálfur. Þráinn dýrkaði hann þessa stund- ina. Jæja, vinur! Rödd Gilla var aftur orðin rödd meistarans. Þekkir þú nokkuð gaurinn þarna í speglinum? Þráinn stundi af þakklæti. Ég hefði aldrei trúað að svona vel tækist til. Þá er þessu lokið hvað þetta snertir. Við skulum fá okkur sæti hérna við skrifborðið mitt og ég ætla að fræða þig svolítið um nýja hárið. Þráinn stóð upp úr rakarastólnum en hafði ekki augun af spegilmynd hins nýskapaða manns. Hann sneri sér í bak og fyrir og átti erfitt með að slíta sig frá speglinum. Það er rétt hjá þér, vinur minn, um að gera að skoða og skoða oft svo þú kynnist þessum nýja manni. Það er engin skömm að því að gerast svolítið hrifinn af sjálf- um sér. Það er eiginlega innifalið í verðinu. Þráinn settist við skrifborðið andspænis Gilla rakara. Það er sitthvað sem ég þarf að ræða við þig um. Eins og þú hefur kannski lesið í bæklingunum, sem ég lét þig hafa, er því rétti- lega haldið fram að ekkert sé því til fyrirstöðu að fara í sund, sturtu og því um líkt. Ég veit ekki hvort þú hefur lesið smáa letrið, það er að segja ... Gilli nuddaði hökuna íbygginn. Þar er talað um að það eigi kannski ekki við alla. Ég held því miður að þú tilheyrir þeim hópi, Þráinn minn. Það er einn og einn sem hefur svona tilhneigingu til að svitna eins og þú. Gilli rétti Þráni bréfþurrku. Þráinn tók við henni eins og f leiðslu og bar hana upp að enninu. Það er nefnilega smávandamál hjá framleiðandanum að finna lím sem getur talist öruggt fyrir svona tilfelli. Þráni var ekkert farið að lítast á vankant- ana sem nú voru að koma í Ijós. Hvað um rign- ingu? spurði hann þvoglumæltur. Ég var ekki kominn að því, svaraði Gilli rakari snöggt. Ég myndi ráða þér frá að standa í rigningu með óvarið hárið. Þá gæti límið farið aö renna, skil- urðu? Þráinn tók upp veskið sitt. Hann ætlaði ekki að sitja lengur undir þessu, vildi ekki að Gilli rakari tíundaði vankantana frekar. Þetta var orðið alveg nóg. Ég verð fljótur að læra á þetta allt saman. Hann reyndi að sýnast glaður þó töluvert væri farið að síga í hann. Það er best að gera upp við meistarann. Þetta vissi hann að myndi snúa Gilla á aðrar brautir. Hann reiddi fram peningana fyrir toppinn. Já, Þráinn minn, þetta lærist nú allt saman. Þetta er eins og kynnast nýrri konu, maöur smám saman lærir að umgangast þær og kynnast þeirra góðu og svo auðvitað slæmu hliðum. Gilli rak- ari teygði sig í peningana og taldi eins og bankamaður. Þetta er nú allt gott og blessað. Hann stakk peningunum niður í skúffu. Svo er það eitt og annað sem þú þarft að hafa með þessu til að allt fari vel. Gilli sneri sér hálfhring í stólnum og tók að tína ýmiss konar dót niður úr hillu. Hér er til dæmis hárnæring, sjampó og djúpnæring, hár- spíri, hreinsispritt og límband. Þér veitir víst ekki af að taka tvennt af hvoru. Gilli sneri sér við með fangið fullt af vörum og skellti þeim sigri hrósandi á borðið. Þetta ætti að nægja þér fyrstu vikurnar. Þráinn leit fast á Gilla en sá hvorki augu né andlit. Allt í einu var eins og höfuð meistarans væri búðarkassi, i gluggun- um sá Þráinn margra stafa tölur. Úr skúffunni heyrði hann rödd sem nefndi upphæð sem samsvaraði fjórðungi af verði toppsins. Þetta var farið að verða svolítiö skuggalegt, þótti Þráni. Hann, Þráinn Sveinsson, hárprúöastur allra hér á árum áður, var orðinn gullskalli. Það var eins gott að þetta yrði þess virði. Þráinn gekk fremur vonsvikinn ungur maður út frá Gilla rakara, klyfjaður alls konar drasli sem Gilla hafði tekist að pranga inn á hann. Hvað tekur nú við? hugsaði hann dapur í bragði. Vrði hann að athlægi meðal félag- anna? Hann horfði dökkum augum á framtíð- ina, gat engan veginn fyrirgefið sjálfum sér þá heimsku að hafa anað út í þetta hártoppaves- en. Rýjurnar höfðu þó ekki dottið af honum á einu bretti. Óbeint hafði Gilli sagt honum að hann tilheyrði þeim hópi sem átti hvenær sem var á hættu að missa toppstykkið út í veður og vind. Þráinn Sveinsson kom við í áfengisverslun- inni á leiðinni heim. Hann keypti sér ekki eina flösku og ekki tvær. Kjarkurinn hafði beðið svo mikinn hnekki hjá Gilla rakara að flöskurnar urðu fjórar. Hann tók tappann úr þeirri fyrstu strax og heim kom og drakk hvert glasið á fæt- ur öðru. Fljótlega fór hann að líta lífið öðrum augum, blekking vimunnar færði honum aftur væntingar unga mannsins sem hann hafði dregið upp mynd af. Enn á ný stillti hann sér upp fyrir framan spegilinn og skoðaði sig í bak og fyrir, sannfærður um að hann hefði keypt útliti sínu nýja æsku. Þetta nýja útlit var hann nú tilbúinn að nota til veiða. Engin stúlka gæti staðist Þráin Sveinsson. Þá sannfæringu hafði hann að vísu oft áður keypt sér í vínbúðinni en nú var þetta toppurinn á tilverunni. Hann var ákveðinn í að fara á mannamót strax um kvöldið og láta reyna á aðdráttaraflið. Þegar biðin var loks á enda og barir borgar- innar voru opnaðir var Þráinn orðinn slompfull- ur og ánægðari með lífið en nokkru sinni fyrr. Hann mætti manna fyrstur á hverfisbarinn sem hann að öllu jöfnu stundaði ekki. Dyravörður- inn, sem fyrir löngu hafði kynnst Þráni lítillega, hvessti á hann augun og varð eitt spurningar- merki. Hvar í ósköpunum hef ég séð þennan gemling áður? hugsaði hann. Það er kannski rétt að fylgjast með honum. Þráinn sá að dyra- vörðurinn leit rannsakandi á hann. Ætli hann haldi að ég sé ekki orðinn nógu gamall? Hann seildist í vasa sinn eftir veskinu. Viltu nafn- skírteini? Þráinn átti ávallt erfitt um mál þegar hann var drukkinn, ekki síst ef hann reyndi aö leyna því hversu drukkinn hann var. Dyravörð- urinn hristi höfuðið og hleypti honum inn. Hann fór rakleiðis að barborðinu og tyllti sér á einn stólinn. Einn gráan, félagi! kallaði hann til þjónsins sem var önnum kafinn við að gera klárt fyrir kvöldið en gaf sér þó tíma til að skenkja honum í glas. Þráni leið ákaflega vel. Ferskt loftið á barnum og kaldur drykkurinn héldu líkamshita hans í lágmarki. Toppurinn sat vel á höfðinu þannig að úr þessu gat vart nokkuð klikkað. Hann hafði ekki lokið við fyrsta glasið þegar mild ilmvatnslykt kitlaði vit hans. Góða kvöldið! Þráinn sneri sér við í stólnum. Ung og falleg stúlka hafði kastað til hans kveðju. Hormónastarfsemin fór á fulla ferð. Þarna er skútan sem mun sökkva í dýnuna mína í nótt, hugsaði hann, sökkva meö manni og mús. Góða kvöldið! Ég var farinn að halda að ég yröi einn á svæðinu í kvöld. Rödd Þráins var tilgerðarleg. Má ekki bjóöa dömunni í glas? Jú, þakka þér fyrir. Hvað vill hið fagra fljóð drekka? Bara það sama og þú, svaraði stúlkan feimnislega. Drykk fyrir dömuna! kallaði Þráinn hátt og skýrt, og fylltu mitt í leiðinni. Þráinn hvolfdi í sig restinni úr glasinu og rétti þjónin- um það. Þjónninn fyllti glösin og Þráinn bar þau inn á bás innarlega í salnum. Stúlkan fylgdi honum eftir og þau settust. Hvaða himnasending er það að hitta svona fallega stúlku á stað sem þessum? Hvaða gaur er það sem sleppir hönd af slíkri gæs ... ég meina, fyrirgefðu. Þráinn átti erfitt með tunguna. Slíkri rjómagellu vildi ég sagt hafa. Stúlkan hló lítillega eins og mis- mæli sem þessi væru ekkert til að gera veður út af. Ég er nýskilin. Hún horfði ofan í glasið. Sá drullusokkur er ekkert nema kjötið, ekki heil sella í honum. Ég má vera þakklát fyrir að losna við hann. Þráinn beit saman jöxlunum og setti í brýrnar. Það væri nú ekkert geðslegt að lenda í einhverju kjötfjalli en þetta slyppi senni- lega ef hann tjaldaöi bara til einnar nætur. Kláraðu úr glasinu, vina mín, sagði hann fullur samúðar. Ég ætla að ná í meira. Stúlkan rétti honum glasið. Þráinn beið ekki boðanna og var kominn aftur með glösin eftir örskotsstund. Slangur af fólki var nú komið í salinn. Loftið á litla barnum var tekið að mettast og Þráinn fann að örl ítils svita var farið að gæta á enninu. Skrattinn, hugsaði hann. Það er eins gott að fylla þetta stúlkutetur sem allra fyrst og sigla henni hraðbyri heim. Hún virtist bara þola svo mikið að Þráinn var á stöðugum þönum til að sækja í glösin. Það sótti að honum værð og hálfgert áhugaleysi fyrir dömunni sem hann var búinn að vera að reyna að fylla. Hann var varla orðinn maður til að sækja í glösin. Einn sjúss enn, það gerir útslagið. Hann stóð upp og gerði sig líklegan til að skjögra enn eina Frh. á næstu opnu 44 VIKAN 19. TBL 1991

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.