Vikan


Vikan - 19.09.1991, Síða 57

Vikan - 19.09.1991, Síða 57
Guðsgræn nóAtúran líka góð á bragðið Frh. af bls. 34 höfum við einnig þegið margar ábendingar frá áhugasömum gestum og gegnum símann og sömuleiðis gefið góð ráð aðspurðir. Það var nú samt aldrei ætlunin að halda úti einhverri þjón- ustumiðstöð í þessum efnum enda er Argentína veitingahús sem byggir á ströngum alþjóðlegum staðli. Uppskriftirnar okkar frá því í sumar er því ekki að finna á matseðlinum nema að takmörk- uðu leyti. Hér er kolagrillað nautakjöt okkar aðalsmerki en eins og sést á uppskriftunum okkar er hráefn- ið ekki bundið við það. Það eru annars gömul sannindi og ný í allri matargerð að ef hráefnið er ekki gott tekst manni aldrei að búa til góða máltíð," segir Óskar og bendir á kjötmetið í búr- inu inn af eldhúsinu í Argentínu. ILLGRESI ER EKKI TIL Á undanförnum árum hefur orðið mikil viðhorfs- breyting í allri matargerð. Samfara áhuga fólks á hollu fæði, fersku hráefni og grænmeti er víðar leitað fanga nú en áöur var gert. „Fólk er meira leitandi og hefur gaman af til- breytingu. Það er í frásögur færandi að hafa smakkað eitthvað nýtt eða bara breytt eilítið um vinnsluaðferð á „venjulega matnum". Það má því í aðra röndina segja að almennur áhugi á mat- argerðarlist hafi félagslegt gildi nú á tímum og kryddi tilveruna, gefi henni bragð. Það sem áður var talið sérvitringafæði eða jafnvel villimanns- legt er nú álitið herramannsmatur. Hundasúran hefur þrátt fyrir vinsældir hjá krökkum ekki verið hátt skrifuð eða virðingarverð í jurtaríkinu, heldur ekki túnfífill sem hefur helst verið að þvælast fyrir mönnum við bústaði þeirra. Það má reyndar skjóta því að hér að túnfífillinn hefur um langan aldur verið ræktaður sem matjurt í Frakklandi en hér á landi eins og hundasúran talist mun fremur illgresi en hitt. Báðar þessar jurtir má nota við matargerð, það höfum við reynt. Það er í raun ekkert til sem heitir illgresi því þetta eru einfald- lega plöntur sem þrífast vel þar sem við mennirn- ir viljum ekki hafa þær.“ Nú láta þeir félagar dæl- una ganga enda komnir inn á mitt áhugasviðið. „Það er ekki langt síðan menn álitu sveppi arg- asta eitur, hættulegar gorkúlur sem maður átti helst að sparka í og splundra. Nú eru þeir bornir á borð meðal kræsinga og þykja ómissandi lost- æti hvort sem er með fiski eða kjöti. Viðhorfið er gjörbreytt. Ætli merking orðanna „að vera algjör sveppur" hafi ekki líka snúist við, það mætti segja mér það. Það er annars ekki með öllu vandalaust að tína sveppi. Það er betra að kynna sér málin vel áður en maður leggur sér þá til munns en betra meðlæti er samt vart að finna í náttúrunni en einmitt sveppi. Það gildir með þá eins og annað sem maður lætur upp í sig og borðar, það er betra að vita hvaðan það er aettað," segir Ingvar og glottir. ÓNUMIÐ LAND (slenska sumarið er stutt en þetta árið var það hlýtt og gróðurfarið gróskumikið. Það er því um auðugan garð að gresja þegar við höfum upp- skriftir þeirra matreiðslumeistara í huga. Berja- spretta mikil og víða má ennþá nálgast nýja sprota í gróðrinum til að nota í dýrindis máltíð. Það er bara að bera sig eftir því og læra svolítið á náttúruna. „Það má endalaust finna nýtt bragð með því að nota íslenskar jurtir við matargerð, nota það sem nærtækt er og vex villt. Þótt margt sé þekkt úr íslensku jurtaríki og notað í matargerð eigum við að mörgu leyti ónumið land hvað þetta snertir. Eftir því sem maður lærir meira í þessum efnum veit maður í raun minna. Það er tilfinningin sem maður fær eftir nokkurra ára grúsk og verklegt nám í starfi. Það verður enginn fullnuma í þessu sem betur fer og þess vegna er þetta spennandi viðfangsefni. Þeir sem fengist hafa við þessi fræði, leitað bragöbætis úti í náttúrunni, þekkja það, hvort sem það eru kokkar eins og við eða leikmenn með þetta víðfeðma áhugasvið,“ segir Óskar Finnsson matreiðslumeistari. Ingvar Sig- urðsson hefur þegar tekið fram nokkra dæmi- gerða rétti, íslenskt kjöt, íslenskan fisk með margvíslegum íslenskum jurtum og hagræðir þeim fyrir framan Ijósmyndavélina. Allir viðstaddir fá vatn í munninn. □ i9. m. i99i VIKAN 57

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.