Vikan


Vikan - 19.09.1991, Qupperneq 58

Vikan - 19.09.1991, Qupperneq 58
ANNAR FEBRÚAR - eftir Sigrúnu Það er annar febrúar, | laugardagskvöld, " útborgunardagur. Það er kalt. í miðbænum skjálfa krakkar af kulda. Þau eru að skemmta sér. Fyrir utan Smárétti eru tveir strákar að slást. Stelpa liggur grátandi á götunni. Þau eru að skemmta sér. Tveir lögregluþjónar með allar heimsins áhyggjur á herðunum koma þrammandi. Ég og vinkona mín göngum út Austurstrætið. Inn á Hressó. Ég er merkileg með mig þegar ég lít framan í dyravörðinn. Víst get ég verið tvítug. Ég er Sigurðardóttur bara sextán. Ég kemst inn. Ég lít í kringum mig. Þarna er samansafn af öllum manngerðum þjóðfélags- ins. Mest þó háskóla- og menntaskólakrakkar. En inn á milli leynast gamlir listamenn, hafnarverka- menn og þriggja barna mæður sem eru þreyttar á lífinu og eiginmanninum sem vinnur óþarfa yfirvinnu á skrifstofunni. Inn á klósett. Ég halla mér upp að vegg á meðan ég bíð eftir að röðin komi að mér. Ljóshærð hávaxin stelpa horfir fljótandi augum á spegilmynd sína. Hún skvettir vatni framan í sig. Málningin lekur niður vangana. „Er ég sjúskuð?" spyr hún og lagar á sér blússuna. Ég segi að hún líti ágætlega út. „Ég er svo ógeðslega full,“ segir hún og fer fram. Kannski fer hún á barinn og lætur bjóða sér í glas. Kannski sest hún út í horn og sofnar. Kannski fer hún bara heim ... eða í partí. Hvað veit ég? Röðin er komin að mér. Ég geng að barnum og bið um glas af Santa Christina. Afgreiðslustúlk- an slengir því ólundarlega á borðið. Ég borga og sest. Ein og sér og sjálf. Þannig vil ég hafa það. Ég lít á fólkið í kringum mig. Þarna er strákurinn með brúnu augun sem sagðist einu sinni elska mig. Þess vegna verð ég bæld og læt sem ég sjái hann ekki. Ég elska hann. Ég loka augunum og hlusta á tónlistina. And sometimes we would spend the night just rolling about on a floor and I remember even though it felt soft at the time I always used to wake up sore Þetta er Cure. Ég opna augun og lít í sorgmætt andlit. Hann hallar sér upp að dyrastafnum. Tóm augun horfa ofan í glasið sem hann heldur á. Jakkafötin eru hrein og ókrumpuð. Skyrtan nýstraujuð og slaufan bein. Hann er í Emm err. Tómt andlit. Tómur haus. Hann horfir tómt út í loftið þangað til stelpa í svörtum stuttum kjól svífur að honum. „Gummi elskan.“ Hann brosir út í annað, stingur sígarettustubb í munninn og er bara rólegur. Stelpan er stærri en hann. Mér finnst það asnalegt. Hún dregur Gumma elskuna með sér inn í hóp af stelpum í stuttum kjólum. Hann sest án þess að missa ímyndina. Við næsta borð við mig sitja tvær stelpur. Þær eru öðruvísi. Þær eru töff. Algjör andstæða við Emm erringinn. Fötin hefðu hneykslað marga en ekki mig. Ég er hlutlaus í kvöld. Sit bara og horfi á fólkið. Reyni að skilja það. Ég hneykslast ekki. Ég er hlutlaus. Þarna er strákurinn sem hefur það á samviskunni að ég ligg stundum undir sæng og öskra af vonleysi. Hann er með brún augu. Á barnum situr strákur í leðurjakka með Harley Davidson mótorhjálm. Við hlið hans situr þreytt kona. Andstæður. Harley Davidson býður henni í glas og reytir af sér brandarana. Þreytt andlit konunnar verður smám saman fullt. Hún er búin að gleyma hversu erfitt það er að vera einstæð móðir. Hún flissar og horfir tælandi á Harley Davidson sem flissar með henni. Ég lít út um gluggann. Það er byrjað að snjóa. Mjúk snjókornin teppa- leggja jörðina. Strákarnir sem voru að slást og stelpan sem lá grátandi á götunni eru farin. Pylsusalinn er að tína upp rusl. Einhver tekur um höndina á mér. Ég horfi í brún augu. Orð eru óþörf. Við leiðumst út í nóttina. 58 VIKAN 19. TBL. 1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.