Vikan


Vikan - 14.11.1991, Page 4

Vikan - 14.11.1991, Page 4
„ÉG VIL ALVEG POnÞÉn EKKI SKIPTA Á ÍSLANDI OG SVÍÞJÓÐ" segir Ásdís Jónsdóttir, óttundi þótttakandinn í forsíðustúlkukeppninni Ásdís er áttunda og síðasta stúlkan f SAM-keppninni um titiiinn forsíðustúlka ársins 1991. Hún og Rakel Anna, sem Vikan kynnti i sfðasta tölublaði, verða svo kynntar f desemberhefti Samúels. Og svo má ekki gleyma þvf að allar verða stúlkurnar átta kynntar á sérstöku kynnignarkvöldi á Hótel Islandi fimmtudaginn 21. nóvember. Asdís Jónsdóttir er átt- undi keppandinn í forsíöustúlkukeppni SAM-útgáfunnar. Ásdís er 19 ára, fædd í Reykjavík 30. janúar 1972. „Ég velti mér mikið upp úr stjörnumerkjum áöur fyrr en er hætt því núna,“ segir vatns- berinn Ásdís. Aðspurð segist hún vera búin að lifa algjöru flökkulífi. Fljótlega eftir að hún fæddist fluttist fjölskylda henn- ar til Grundarfjarðar og bjó þar í sex ár. Þá lá leiðin aftur til Reykjavíkur, þaðan til Sví- þjóðar og því næst til Hafnar- fjarðar og Reykjavíkur. Þegar Ásdis var fjórtán ára var aftur flutt búferlum til Sviþjóðar. Ásdísi leiddist svo mikið að hún kom ein aftur til íslands, bjó hjá ömmu sinni og sótti ní- unda bekk hér heima. „Ég vil pottþétt ekki skipta á íslandi og Svíþjóð," segir Ás- dís af sannfæringu. Mennta- skólanám sitt hóf hún engu að síður í Svíþjóð en nú er fjöl- skyldan aftur komin heim og Ásdís stundar nám við Ár- múlaskólann. „Ég er á félagsfræðibraut, sálfræðivali," segir hún. „Ég ætla í Háskólann og fara í hjúkrunarfræði, Ijósmóðurnám eða fæðingarlækningar." ( sumar vann hún á Land- spítalanum sem gangastúlka. Reyndar langaði hana að að- stoða við fæðingar en það er svo eftirsótt að hún komst ekki að. Áður hefur hún unnið við aðhlynningu gamla fólksins á Hrafnistu svo það er greinilegt hvar áhugi hennar liggur. Með skólanum vinnur Ásdís hins vegar á Pizza Hut. Hver eru svo áhugamálin? „Þau geta nú verið furðuleg. Ég fer úr einu í annað og finnst eiginlega allt skemmtilegt. Áður en til þessarar keppni kom var ég að fara að æfa hundrað metra hlaup og ég hef bæði verið í djassballett og fimleikum. Einu sinni ætlaði ég að fara að æfa fallhlífarstökk en var stoppuð af. Mér finnst meiri háttar að vera úti í nátt- úrunni bæði á sumrin og vet- urna og svo hef ég gaman af dýrum; hef alltaf átt ketti. Bróð- ir minn og ég tókum að okkur villiketti þegar við vorum lítil og nú eigum við tvær kisur." Hvað vill Ásdís svo að fram- tíðin beri í skauti sér? „Fyrir utan að læra eitthvað af því þrennu sem ég nefndi langar mig að ferðast, helst um allt. Hvort það getur orðið fer svo eftir efnahag. Þegar hef ég komið til Englands, Hollands, Belgíu, Þýskalands, Spánar, Portúgals og Dan- merkur, auk Svíþjóðar. Seinna langar mig að eignast yndis- legan mann, tvö börn og svo barnabörn." Ásdís á einn sextán ára bróður og þykir greinilega heilmikið til hans koma þvi hún upplýsir að áður fyrr hafi hún einungis hugsað sér að eignast eitt barn en hafi svo gert sér grein fyrir því að hún vildi ekki að barnið sitt færi á mis við að eiga systkini, henni finnst sjálfri svo gott að eiga bróður. Þegar Ásdís fer út að skemmta sér fylgir hún straumnum, að eigin sögn. Núna segist hún helst fara í Tunglið eða Casablanca en í sumar var Hótel Borg helsti staðurinn. Hún á ekki kærasta, einfaldlega af því að það heill- ar hana enginn þessa stund- ina. „Ég hef gaman af að fara í bíó, sérstaklega ef mikið er að læra heima,“ segir Ásdís og skellihlær. „Ég hef sóttsvolítið í myndirnar á kvikmyndahátíð- inni í Regnboganum og hef sérstaklega gaman af evr- ópskum, erótískum myndum." Ásdís segist hafa gaman af að taka þátt í þessari keppni og kannski auðveldar hún henni leiðina í sýningarstörf sem hún hefur mikinn áhuga á að reyna sig í. Reyndar fékk hún nasasjón af fyrirsætustörf- um er hún sat fyrir á mynd sem prýðir umslagið á plötu Greifanna. „Ég geri mér ekki of stórar hugmyndir í þessari keppni og þá verð ég heldur ekki fyrir eins miklum vonbrigðum," segir hún. Hvernig litist Ásdísi á að keppa í fegurðarsamkeppni í útlöndum, ef svo færi að hún ynni þessa keppni? „Er hætta á því?“ svarar Ásdfs og hlær. „Þá myndi ég hoppa hæð mína og taka því.“ TEXTI: HELGA MÖLLER / LJÓSM.; BRAGI P. JÓSEFSSON 4 VIKAN 23. TBL. 1991 HÁR: EYVI I HÁRÞINGI MEÐ JOICO OG MATRIX HARSNYRTIVÖRUM. FÖRÐUN: kristIn stefAnsdóttir með no name cosmetics
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.