Vikan


Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 8

Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 8
TEXTl OG MYND: HJALTI JÓN SVEINSSON SKYNDIDAUÐI UNGBARNA - FYRIRB/ERI SEM ENGINN GETUR SKÝRT HEF REYNT AÐ LÍTA Á JÁKVÆÐU HLIÐARNAR Ástriður með nýfæddan son sinn á fæðingardeild sjúkrahússins í Keflavík, - viku eftir að viðtalið var tekið. Mk stríður Sigþórsdóttir heitir ung kona #\ í Keflavík. Hún á tvö börn, átta ára #^\ son og fjórtán ára dóttur. Hún varð fyrir því að missa fjögurra mánaða # m gamlan son sinn af völdum vöggudauða í febrúar 1989. „Það var ekki búið að skíra hann því við ætl- uðum að gera það hjá foreldrum mínum sem búa austur í Mýrdal - það hafði verið svo leiðinleg tíð. Ég var að vísu búin að tala við þrestinn eystra og í raun var allt ákveðið, við biðum aðeins færis. Við nefndum hann Ástþór. Hann var jarðaður sérstaklega, ekki látinn í kistu með öðrum. Hann hvílir í nýja kirkjugarð- inum hér í Keflavík en hjá honum létum við taka frá reit handa okkur svo hann þurfi ekki að eilífu að liggja þarna einn. Þetta gerðist að nóttu til, á milli klukkan þrjú og fjögur. Hann fór að sofa um ellefuleytið um kvöldið. Þá var hann hress og sþrækur eins og hann hafði verið alla tíð frá fæðingu. Um morg- uninn fór maðurinn minn á fætur á undan mér. Þá gekk hann að rúmi drengsins eins og venju- lega og sá þá hvernig komið var, hann var dáinn. Hann var orðinn blár í framan og bar þessi köfnunareinkenni, eins og algengast er með börn sem látast á þennan hátt. Það voru líka hvítir flekkir í andliti hans, sem benti líkatil vöggudauða. FYRIRFRAM ÁKVEÐIÐ? Það var nú svo skrítið að á meðan ég gekk með hann rakst ég af tilviljun bæði á grein um vöggudauða og sá þátt um sama efni í sjón- varpinu. Fram að því vissi ég ekki einu sinni að þetta væri til. Það var eins og máttarvöldin hefðu verið að búa mig undir það sem koma skyldi. Það versta viö vöggudauðann er að fólk veit í raun ekkert hvaö þetta er. Þeir sem verða fyrir þessu leita óhjákvæmilega að skýringu á fyrirbærinu en við þessu fást engin svör. Ég hef þá trú að máttarvöldin hafi komið hlutunum fyrir á þennan hátt, að þetta hafi ver- ið fyrirfram ákveðið. Það er eins og þetta sé reynsla sem maður á að ganga í gegnum." / Astríður átti aðeins rúma viku eftir af með- göngu þegar blaðamaður sótti hana heim. Hún var greinilega mjög hamingjusöm og full til- hlökkunar að taka við þeim verkefnum sem lít- ið barn kæmi óhjákvæmilega með inn á heimil- ið. Hún sagði að hin börnin tvö biðu líka full til- hlökkunar eftir að lítið systkin kæmi í heiminn. Ástríður sagði að litli drengurinn hefði verið afar heilbrigður og í alla staði eðlilegur - hann hefði verið farinn að brosa. „Hann var ekkert frábrugðinn systkinum sínum, eins og þau voru fyrstu mánuðina, nema þá að hann var fljótari að stækka og þroskast. Hann gerði meiri kröfur um brjóstamjólkina, hann var bók- staflega alltaf að - samt fæddist hann mánuði fyrir tímann." ÁRANGURSLAUS LEIT AÐ ORSÖKUM Ástríður var spurð að því hvernig henni hefði orðið við þegar Ijóst var að drengurinn væri dáinn. Hún kvaðst ekki hafa vitað sitt rjúkandi ráð og veröldin hefði hrunið - henni hefði augnablik fundist lífið vera búið - hún hefði verið öllu láni og hamingju firrt um stund. „Ég var bara eins og frosin fyrst á eftir. Maður leitar strax aö einhverjum orsökum en án árangurs. Ég talaði mikið við Jóhann Heiðar Jóhannsson lækni, sem kryfur öll vöggudauðabörn, og síð- an starfsfólkið á sjúkrahúsinu hér í Keflavík. Eftir því sem ég talaði meira við fagfólk því vissari varð ég í þeim efnum að enga skýringu væri að finna og ekkert þýddi aö leita að orsök- um hjá sjálfum sér. Ég hef reynt að líta á jákvæðu hliðarnar, þó kaldhæðnislegt sé. Ég hugsaði til dæmis sem svo að sorg mín hefði orðið ennþá meiri ef drengurinn hefði fæðst andvana. Þá hefði ég ekki fengið að kynnast honum og hefði engar fallegar minningar um hann, engar myndir - ekki neitt. Það er líka af hinu góða, úr því aö honum var ekki ætlað að lifa, að hann skyldi ekki verða eldri - þá hefði missirinn orðið enn meiri. Maður lítur óneitanlega öðrum augum á lífið eftir að hafa orðið fyrir reynslu af þessu tagi - hættir að taka alla hluti sem gefna og sjálf- sagða. Það voru ýmsir sem aðstoðuðu okkur við aö fá svör við ýmsum spurningum sem vöknuðu eftir dauða drengsins og hjálpa okkur aö kom- ast yfir erfiðasta hjallann. Má til dæmis nefna prestinn hér í Keflavík, sem jarðsetti hann, Ólaf Odd Jónsson, svo og prestinn austur í Vík sem ætlaði að skíra piltinn, Harald Krist- jánsson, einnig Jóhann Heiðar lækni." LEITUÐU MEIRA í TRÚNA Barnsmissir er atburður sem setur svip sinn á alla fjölskylduna lengi á eftir og oft hvílir hann Frh. á næstu opnu 8 VIKAN 23. TBL.1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.