Vikan


Vikan - 14.11.1991, Side 10

Vikan - 14.11.1991, Side 10
VIKAN RÆÐIR VIÐ TV/íR MÆÐUR SEM MISST HAFA BÖRN SÍN AF VÖLDUM VÖGGUDAUÐA HEF REYNT AÐ LÍTAÁJÁKVÆÐU HLIÐARNAR Frh. af bls. 8 eins og skuggi yfir lífi fólks, þótt svo virðist ekki vera á yfirborðinu. Öll fjölskyldan verður fyrir áhrifum - systkini sem afar og ömmur. Oft verða foreldrarnir, sem hafa mátt horfa á eftir börnum sínum, að hughreysta hina í fjölskyld- unni. Margir leita hjálpar hjá sérfróðum aðilum til að reyna að öðlast andlegan styrk. Afstaða fólks til trúarinnar breytist gjarnan við reynslu af þessu tagi, sumir styrkjast og leita enn frek- ar á náðir hennar - aðrir veiklast að þessu leyti og efast enn meir. Ástríður var spurð að því hvernig þetta sneri að henni. „Ég get svarað því fyrir okkur öll hér á heim- ilinu nema kannski yngsta soninn, sem er átta ára, að við leituðum meira í trúna eftir að hafa orðið fyrir þessu. Sonurinn varð mjög reiður og bitur og fannst máttarvöldin vera einkar ósann- gjörn. Við gengum líka í sorgarfélagið Bjarma. Þai kemur saman fólk sem orðið hefur fyrir sorg af völdum ástvinamissis og hefur gengið í gegn- um sorgarferli. Fundirnir byggjast upp á fyrir- lestrum geðlækna, sálfræðinga og annarra sérfræðinga. Að fyrirlestri loknum er fundar- mönnum boðið að bera fram fyrirspurnir. Mað- urinn minn fór á tvo fundi en ég hélt þessu svo áfram. Mér fannst það galli á þessum annars ágæta félagsskap aö fólk skyldi ekki vera látið tala meira - tjá hug sinn og skiptast á skoðun- um. En fólk er auðvitað afar mismunandi og svo er víst um marga að þeir eiga ekki gott með að tala út um viðkvæma hluti af þessu tagi, sem ganga þeim inn að kviku." GÁTU EKKI MÆTT OKKUR Á GÖTU Að lokum var Ástríður spurð að því hvort vinir þeirra hjóna og vandamenn hefðu átt erfitt með að umgangast þau fyrst á eftir. „Viðbrögð minnar fjölskyldu voru ekki þau sömu og fjölskyldunnar hans. Systir mín, fjögurra ára gömul, dó þegar ég var sex ára og því hafði fólkið mitt gengið í gegnum svipaða reynslu áður. Reyndar hafði systir hans fætt andvana barn en það er eins og það sé fyrst og fremst mál móðurinnar í tilvikum af því tagi - fjölskyldan tengist því ekki á sama hátt. Við reyndum að taka þessu með eins miklu jafnað- argeði og okkur var frekast kostur og það sama er að segja um fjölskyldur okkar. Auðvit- að á fólk erfitt með að ræða um þetta við mann og gerir þaö því aldrei að fyrra bragði. Margir verða hissa ef maður fer að tala við þá um missi sinn, þeir reyna jafnvel að skipta um umræðuefni. Barnsmissir er vissulega ekki eitthvað sem fólki er gjarnt að tala um. Svo erf- itt áttu sumir kunningjar okkar með aö horfast í augu við okkur skömmu eftir að sonur okkar dó aö þeir gátu ekki mætt okkur á götu - flýttu sér heldur yfir á gangstéttina hinum megin. Fólk verður vandræðalegt og veit ekki hvernig það á að koma fram gagnvart manni. Ég fór að vinna aftur fljótlega eftir að þetta gerðist. Það fannst mér afar mikilvægt enda hjálpaði vinnan mér að drífa mig upp úr þess- um öldudal. Vinnufélagar mínir tóku þessu af mikilli skynsemi og reyndust mér mjög vel, létu jafnvel eins og ekkert hefði ískorist. Það hjálp- aði mér að bægja þessari hugsun frá um sinn. Það vantar svo mikið þegar yngsta barnið er allt í einu farið. Margir hvöttu mig til þess að verða ófrísk á nýjan leik - svo ég gæti fengið barn í staðinn fyrir það sem ég missti. Ég hafði engan áhuga á því fyrsta árið en brátt kom að því að þetta varð ósk okkar beggja. Það er heldur ekki gott aö bíða of lengi, þá gæti kjark- urinn farið og maður færi að mikla þetta fyrir sér á þeirri forsendu aö maöur vilji ekki verða fyrir þessari sömu reynslu á nýjan leik.“ □ BYRJAÐI AÐ GANGA KVÖLDIÐ ÁÐUR EN HANN DÓ Frh af bls. 7 með dótturina á dagheimili dagana á milli jóla og nýárs, þegar sorgin var sem mest. ENGIN SVÖR Eftir fjórar vikur eða svo fór ég að vinna. Mér fannst ástæða til að taka mig á og reyna að koma mér upp úr þessum djúpa dal. Ég fann strax hvað þetta hressti mig. Þegar þessir at- burðir gerðust hafði ég kynnst unnusta mínum. Hann bjó syðra og við búum hér saman núna. Hann kom vestur strax og hann gat. Við vorum mjög ástfangin og auðvitað hjálpaði það mér mikið. Ég fór síðan á eftir honum suður enda ekki gott til frambúðar að búa í sitt hvorum landshlutanum. Hann átti íbúð í Reykjavík og var í góðri vinnu. Mér fannst erfitt fyrstu mán- uðina að vera komin í sambúð. Ég ímyndaði mér að hann byggi með mér af hreinni vor- kunnsemi - eins og ég hélt reyndar um alla aðra. Ég hafði jafnvel á tilfinningunni að ég hefði fengið vinnu af þessari sömu ástæðu. Ég var í mikilli vörn og því missti ég samband við marga kunningja mína eftir að hafa orðið fyrir þessari reynslu. Mér fannst ég hafa breyst mikið. Ég talaði viö Jóhann Heiðar Jóhannsson lækni um reynslu mína. Mér hafði verið sagt að það væri ekkert upp úr læknum að hafa um vöggudauða, samkvæmt reynslu þeirra sem í þessu hefðu lent, og því væri til lítils að tala við hann-enda vissu menn lítið um fyrirbærið. Ég skrifaði niðurfjölmargar spurningar áður en ég fór á fund hans og sumar þeirra voru kannski fáránlegar. Hann kippti sér samt ekkert upp við þær og reyndi eftir fremsta megni að gefa mér svör sem ég gæti sætt mig við. Það er ekki til nein skýring á vöggudauöa nema sú aö um sé að ræða skyndilega stöðv- un á önduninni, hver sem ástæðan er. Sonur minn lá ekki á maganum í svefni fremur en á bakinu eöa hliðinni. Hann var mikið á ferðinni í rúminu og stundum fann ég hann til fóta þegar hann vaknaði eða þversum með fæturna á milli rimlanna og þar fram eftir götunum. Það mun vera afar sjaldgæft að börn, sem náð hafa eins árs aldri, deyi vöggudauða. Sumir foreldrar fullyrða jafnvel aö þeir hafi bjargað börnunum sínum frá vöggudauða á síðustu stundu - þaö hafi orðið öndunarstopp og þeir hafi bankað í þau og öndun hafi þá haf- ist á ný. Ég held að þetta sé ekki það sama því þetta kom oft fyrir dóttur mína þegar hún var minni. Ég hélt jafnvel á henni þegar hún hætti allt í einu að anda. Þá hristi ég hana bara til og hún hóf að anda á nýjan leik eins og ekkert hefði ískorist. Ég hafði aldrei sérstakar áhyggj- ur af henni því þetta gerðist svo oft. Ég hafði þó alltaf andvara á mér, hef það jafnvel enn i dag og kíki inn til hennar sérstaklega á hverju einasta kvöldi áður en ég fer að sofa, þó hún sé orðin þriggja ára. ALDREI HRESSARI EN TVÆR SÍÐUSTU VIKURNAR Sonur minn hafði ekki verið alltof heilsuhraust- ur. Hann var mjög oft með kvef og eyrnabólg- ur. f nóvemberfór ég með hann til Reykjavíkur til þess að láta taka úr honum nefkirtlana. Það hafði gengið brösulega að finna rétta tímann til þess því hann var alltaf svo kvefaður - eins og reyndar þegar ég fór loks með hann. Honum var alveg sama og var hress og kátur allan tímann. Ég þurfti að sitja með hann uppi á hót- elherbergi því ég mátti ekki fara með hann út. Hann var furðu rólegur og þetta tókst vonum framar hjá okkur. Tveimur vikum áður en hann dó varð hann allt í einu eldhress. Það sást ekki lengur hor framan í honum og ég hafði aldrei séð hann svona vel á sig kominn. Kvöldið áður en hann dó byrjaði hann aö ganga. Það var eins og hann hefði fundið þetta á sér allan tímann. Ég er ólétt núna og ég veit auðvitað ekki hvernig þetta verður næst. Jóhann Heiðar læknir fullyrti að foreldrar, sem hefðu misst barn úr vöggudauða, þyrfu ekki að gera ráð fyrir því aftur frekar en aðrir foreldrar. Mig lang- aði fljótlega mjög mikið að verða ólétt á nýjan leik - og samt ekki því ég hafði hug á því að fara i skóla. En ég er samt ákaflega hamingju- söm. VILL STOFNA STUÐNINGSHÓP FORELDRA Mér finnst allt of lítið fjallað um þetta málefni. Ég auglýsti í dálkinum „Notað og nýtt" í Tímanum eftir að komast i samband við fólk sem hefði orðið fyrir svipaðri reynslu. Aðeins ein kona hringdi í mig. Mérfannstfyrstsvolítið einkennilegt að tala við hana um mín hjartans mál en það hafði mikil og góð áhrif á mig. Það er gott að finna til samkenndar því þetta er svo sérstakt fyrirbæri. Það er líklega auðveldara að missa barniö sitt úr alvarlegum sjúkdómi, þegar aðdragandi dauðans er svolítill. Vöggu- dauðinn kemur hins vegar öllum að óvörum eins og skyndilegt slys. Því hef ég áhuga á að foreldrar, sem misst hafa börn sín af völdum vöggudauða, slyss eða á annan skyndilegan hátt, komi sér saman og myndi stuðningshóp. Þar gæti fólk miðlað hvert öðru af reynslu sinni. [ því felst mikil hjálp." 10 VIKAN 23.TBL. 1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.