Vikan


Vikan - 14.11.1991, Síða 12

Vikan - 14.11.1991, Síða 12
TEXTI OG MYNDIR: HULDA LILJA JENSDÓTTIR Faðir Sigurðar Wopnfjörð var Vopnfirðingur, en Sigurður fæddist í Minnesóta 1904 og hefur verið búsettur í Kanada alla daga síðan. Hann talar íslensku þó óaðfinnanlega og gæti maður þess vegna verið staddur á rammíslensku heimili, en ekki í Winnipeg. „Ég er fæddur árið 1904 í Minnesota í Bandaríkjunum en þangað höfðu foreldrar mínir flust frá íslandi tveimurárum áður,“ segir Sigurður. „Faðir minn var Vopnfirðingur en móðir mín kom frá Hornafirði. Þau dóu bæði ung, móðir mín úr tæringu árið 1911 og faðir minn fórst í járnbrautarslysi tveimur árum síðar. Þá fluttum við systkinin fjögur með ömmum okkar til Kanada og ólumst upp hjá þeim eftir það. Ömmur mínar lærðu aldrei ensku að heitið geti og íslenska var alltaf töluð á heimilinu. Ég kunni enga ensku þegar ég byrjaði í barna- skóla og þannig var um flest íslensk börn. Kennslan fór öll fram á ensku og fyrstu mánuð- ir skólagöngunnar voru því erfiðir. En börn eru fljót að tileinka sér ný tungumál og við, ís- lensku börnin, vorum fljót að læra enskuna." Skólagöngu Sigurðar lauk þegar hann var 14 ára gamall og næstu tíu árin vann hann við veiðar á Winnipegvatni. „Á vetrum veiddum við í gegnum ís, oft við erfiðar aöstæður og mikinn kulda," segir Sigurður. „Fiskurinn var veiddur í gegnum ferkantaöa holu á ísnum og netið síðan dregið undir íshelluna með svo- kölluðu færi. Aflinn fraus fljótlega eftir að hon- um var landað vegna þess hve kalt var í veðri og þannig var hann fluttur í kaupstaðina." Sigurður gerðist bóndi að Framnesi árið 1937 og stundaði þar kúabúskap og kornrækt í aldarfjórðung. Kona hans, Helga Sigurðar- dóttir, lést fyrir þremur árum en þau eignuöust fjögur börn. HREPPSTJÓRI í RÚM 30 ÁR Þeim þúsundum fslendinga, sem fluttust bú- ferlum til Vesturheims á seinni hluta síöustu aldar, var mikið í mun að glata ekki tungu sinni og menningu. Þeir töldu því mikilvægt að koma á fót, innan Kanada, séríslensku ríki með eigin lögum og stjórnarskrá. í því skyni stofnuðu þeir Nýja-fsland árið 1877. Það lá meðfram vesturströnd Winnipegvatns en á því svæði voru Islendingabyggðirnar einkum. Seinna var Nýja-íslandi skipt niður í smærri einingar og hreppstjórnir tóku við stjórn hvers svæðis. Framnes, þar sem Sigurður bjó ásamt fjöl- skyldu sinni, var einn af mörgum bæjum nyrsta hreppsins, Bifrastarhrepps. Sigurður kom mik- ið við sögu í stjórn hreppsins og var lengi for- maður skólaráðs en lengst átti hann sæti í hreppstjórn. Frh. á næstu opnu Skrúðganga á Islendingadeginum, en það er mesta og best sótta hátíð Vestur-lslendinga vestra. Viðtal við Sigurð Wopnfjörð, 87 ára gamlan Vestur-íslending sem hefur ellefu sinnum sótt ísland heim Betelstaður er skjól aldins fólks af ís- lenskum ættum í Winnipeg í Kanada. Þar býr Sigurður Wopnfjörð í lítilli en smekklegri íbúð. íslenskar bækur fylla hillur, veggina prýða myndir af ís- lenskri náttúru og Sigurður talar ís- lensku sem sæma mundi hverjum Frónbúa. Maður gæti því sem best verið staddur á rammíslensku heimili ef ekki glitti í háhýsi Winnipegborgar út um gluggana. ÞJOÐERNISKENND ÍBLÓÐBORIN 12 VIKAN 23. TBL.1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.