Vikan


Vikan - 14.11.1991, Side 18

Vikan - 14.11.1991, Side 18
enn til sem aka utan vega og eyðileggja landið. En gæslan hérna er mjög góð og við náum sem betur fer oft mynd- um af þeim sem eru hér á ferð, höfum stundum velt því fyrir okkur hvort við ættum ekki að birta myndir af þeim,“ segir Sigurður. - Þið farið frá einu menn- ingarsetri til annars, eins og forverar ykkar hér á staðnum, séra Heimir og Dóra kona hans. Eru þetta einhverörlög? „Ég held að Skálholt sé frábær staður til fjölbreytilegr- ar þjálfunar," segir Sigurður. „í Skálholt koma tugir þúsunda ferðamanna og gesta og í Skálholtsskóla koma um fjög- ur þúsund manns á námskeið og ráðstefnur á ári. Þar hafa stjórnendur skólans þurft að A „Mig dreymdi um að fá hana, því þetta er sannkölluð drauma- staða fyrir mig vegna áhuga míns á sögu, ís- lenskri menningu og náttúr- unni, en ég var búin að búa mig undir að fá hana ekki.“ taka á móti erlendum og inn- lendum hópum, sinnt starfs- mannastjórn, rekstri, áætlana- gerð, fyrirlestrahaldi og fleiru. Slík starfsreynsla er hagnýtur undirbúningur fyrir starf á Þingvöllum. Heimir og Dóra nutu slíks undirbúnings og blómstruðu hér. Það hefur eflaust skipt máli þegar Þing- vallanefnd varö sammála um að ráða yngsta umsækjand- ann, konu, til starfsins." - Kom þessi stöðuveiting þér á óvart, Hanna María? „Mig dreymdi um að fá hana því þetta er sannkölluð draumastaða fyrir mig vegna áhuga míns á sögu, íslenskri menningu og náttúrunni, en ég var búin að búa mig undir að fá hana ekki.“ Þau Hanna María og Sig- urður Árni kynntust í guðfræði- deildinni. „Að námi loknu fór Sigurður í framhaldsnám til Bandaríkjanna en ég gerðist prestur í Ásaprestakalli í Skaftafellssýslu og var þar í fjögur ár. Við giftum okkur reyndar í Meðallandi, í Lang- holtskirkju. Ég gleymi ekki svipnum á sóknarbörnunum þegar presturinn lét gifta sig milli pistils og guðspjalls! Dr. Einar Sigurbjörnsson messaði en tilgangurinn með veru hans þarna var þó að gifta prestinn! Eftir það lá leið okkar svo í Þingeyjarsýsluna og vorum við með sitt hvort brauðið þar. Það forðaði okkur frá því að verða aðstoðarprestar hvors annars sem ég held að hefði gengið illa. Það var mikil samvinna hjá okkur í sambandi við guðs- þjónustur og barnastarf. Prestaköllin liggja saman og það var mikil samvinna milli þeirra á mörgum sviðum. Við hjónin urðum samferða í vinn- una, fórum á tveimur bílum og svo skildu leiðir við vegamótin, við veifuðum hvort ööru og fór- um í sitt hvora áttina. Það var voða sætt! Ég var í Hálsprestakalli í tvö ár en Sigurður Árni var í tæpt ár í Staðarfellsprestakalli eða þar til hann fékk stöðu rektors í Skálholti. Þar höfum við svo verið undanfarin fimm ár. Ég hlakka til að takast á við þetta starf hérna, ég hef ekki þjónað sem sóknarprestur í fimm ár en hef starfað við Skálholts- skóla og lesið þjóðfræði í tvö ár. í Þingvallasókn er einn af minnstu söfnuðum landsins, hér eru aðeins um fimmtíu manns. Hér er öll hefðbundin prestsþjónusta en allt minna f sniðum en annars staðar. Það er þó töluvert um að hingað komi fólk utan sóknar til að láta gifta sig og skíra börn sín. Ég skil það vel því staðurinn er einstakur og kirkjan mjög falleg.“ - Hvað varð til þess að þú ákvaðst að verða prestur? Fékkstu köllun? „Nei, ég myndi segja að þetta hefði verið mjög góð handleiðsla. Þegar ég hóf nám í guðfræðideildinni voru að- eins fimm konur þar meðal stúdentanna. Ég ákvað að fara í guðfræðideildina þar sem ég hafði mikinn áhuga á bókmenntum, fornbókmennt- um og hafði áhuga á að kynn- ast kristnum átrúnaði sem vestræn menning byggir á, auk þess sem mig langaði að kynnast öðrum trúarbrögðum. Þetta er víðfeðm húmanistísk menntun og ég tók ekki ákvörðun um að taka vígslu fyrr en sumarið eftir að ég út- skrifaðist. Guðfræðinámið er skemmtilegt nám, fjölbreytt og verður skemmtilegra með hverju árinu. Það gerir miklar persónulegar kröfur til fólks og er allt annars eðlis og gengur meira á einstaklinginn en nám í raunvísindum, þar sem per- sónuleg túlkun skiptir miklu máli. Fjöldi kvenna hefur farið ört vaxandi innan prestastétt- arinnar síðan við séra Agnes tókum vígslu. Fram að þeim tíma höfðu aðeins tvær konur tekið vígslu, séra Auður Eir og dóttir hennar, séra Dalla. Kon- ur í prestastétt dreifast nú um land allt og margar eru í sér- þjónustu, þannig er ein prestur heyrnleysingja og önnur í öldr- unarþjónustu." 1 8 VIKAN 23. TBL. 1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.