Vikan


Vikan - 14.11.1991, Síða 20

Vikan - 14.11.1991, Síða 20
TEXTI OG MYND: HJALTIJÓN SVEINSSON N Ý BREIÐSKÍFA KOMIN ÚT MEÐ GÍSLA HELGASYNI Gísli við störf sín í hljóöbókagerðinni, sem hefur afar sérstöku hlutverki að gegna. Gísli Helgason hefur verið önnum kafinn að undanförnu eins og endranær. Hann starfar sem forstöðumaður hljóðbókagerðar Blindrafélagsins, þar sem fram- leidd eru hljóðtímarit og hljóðbækur fyrir almenn- an markað. Þegar hefðbundnum vinnutíma lýkur tekur svo tónlistin við. Síðustu misserin hefur hann gert víðreist með hljómsveit sinni, Island- icu, en ásamt honum skipa hana eiginkona hans, Herdís Hallvarðsdóttir, Ingi Gunnar Jóhannsson og Eggert Pálsson, sem kemur I stað Guðmund- ar Benediktssonar sem er I leyfi. Nýverið lagði Gísli hins vegar lokahönd á aðra hljómplötu sína sem nefnist Heimur handa þér og kom út þann 11. nóvember. Blokkflautan hefur verið aðalsmerki Gísla í tæp þrjátíu ár en þá hóf hann að leika á þetta skemmtilega hljóðfæri úti í Vestmannaeyjum. Nú er svo komið að vart kemur lengur út hljómplata með íslenskri, þjóðlegri tónlist nema hljómurinn úr blokkflautunni hans heyrist einhvers staðar á meðal annarra hljóðfæra í undirleiknum, nú síð- ast á plötunni íslandslög. Undanfarin fjögur ár hefur Gísli fyrst og fremst leikið með hljómsveitinni Islandicu, sem hefur getið sér gott orð fyrir að kynna íslenska alþýðu- tónlist víða um lönd og hefur hljómplatan þeirra, Rammíslensk, selst í stóru upplagi. Á þessum fjórum árum hefur hljómsveitin komið fram á um áttatíu tónleikum erlendis. Þegar tíðindamaöur Vikunnar náði tali af Gísla var hljómsveitin ný- komin heim frá Finnlandi þar sem hún lék á nor- rænum tónlistardögum. „Við höfum óhjákvæmilega þurft að vera mikið á ferðinni því í langflestum tilvikum hafa tón- leikarnir verið erlendis. Þess má geta að í vor komum við fram á tónlistarhátíð í Álaborg í Dan- mörku og í sumar komum við Herdís fram á ráð- stefnu um umhverfismál sem haldin var í Norr- köbing í Svíðþjóð. Þar hittum við meðal annarra Sinikku Langeland kanteleleikara, - en það er finnsk harpa. Það varð til þess að hún kom hing- að til lands í septembermánuði, lék með í einu lagi á plötunni minni auk þess sem hún hélt tón- leika í Norræna húsinu." „RAMMÍSLENSK" GEFIN ÚT í ÞÝSKALANDI Gísli var spurður að því hvort þau væru eingöngu með íslensk þjóðlög og aðra íslenska alþýðutón- list á efnisskrá sinni. Hann sagði að þó svo að tónlist af þvi tagi væri fyrirferðarmest léku þau einnig eigin lög með í bland. „Við höfum lagtokk- ur fram um að flytja góð og skemmtileg íslensk lög, sem við köllum gjarnan alþýðuperlur. Gömlu hefðinni höfum við líka reynt aö sýna sóma. Með- al annars höfum við grafist fyrir um það hvernig fimmundarsöngurinn var sunginn og leitast við að fara rétt með hann. Hið þjóðlega yfirbragð hef- ur átt sinn þátt í því að platan okkar, sem kom út á síðasta ári, hefur selst mjög vel og kemur út í Þýskalandi í lok þessa árs. Við vorum hvött til þess að hafa samband við erlenda útgefendur. Ingi Gunnar fór á milli fyrirtækja í Þýskalandi og hafnaði loks á einu sem sérhæfir sig í tónlist af þessu tagi. Það gefur plötuna út þar í landi undir sínu merki. Þetta fyrirtæki teygir arma sína út um allan heim. Þess vegna vonum við að platan eigi eftir að ná nokkurri útbreiðslu erlendis og verði okkur til framdráttar fremur en hitt.“ ALLTAF SAFNAÐ f SARPINN Gísli hefur ávallt haft gaman af að leika tónlist. En hann hefur ekki síður ánægju af að útsetja hana og stjórna flóknum upptökum. Við laga- smíðar hefur hann líka fengist og nokkur laga hans hafa náð umtalsverðum vinsældum, eins og Kvöldsigling til dæmis. Hann var beðinn um að gera grein fyrir hinni nýju hljómplötu sinni sem hefur að geyma frumsamin lög hans aö mestu leyti. „Lögin eru frá ýmsum tímum og hafa aðeins tvö þeirra komið áður út á plötu. Ég hef ætlað mér að gera þetta í mörg ár en ekki haft nægan tíma til ráðstöfunar. Þetta efni mitt hefur ekki komist að fyrir öðru sem ég hef verið að spila og vasast í undanfarin ár - en ég hef safnað í sarp- inn allan tímann. Þegar ég hitti Þóri Baldursson á félagsfundi hjá FTT í vor, Félagi tónskálda og textahöfunda, kviknaði sú hugmynd að hann sæi um útsetningar á lögunum mínum og stjórnaði síðan upptöku á fyrirhugaöri plötu. Mér þykir honum hafa tekist afar vel upp og að mínu mati útsetti hann lögin mjög smekklega. Gömlu lögin, sem þarna eru og komið hafa út á plötum, eru annars vegar Kvöldsigling og hins vegar lagið Lennon. Þau hafa bæði verið útsett upp á nýtt og má geta þess að hið fyrrtalda, sem áður var sungið, ernú „instrumental", aðeins leikið. Þarna eru einnig lög sem heyrst hafa áður þó þau hafi ekki fyrr komið út á plötu eins og Ég er að leita þín, sem komst í 6. sæti Eurovision-keppninnar hér á landi í fyrra. Það er við texta eftir Ásgeir heitinn Ingvarsson og sungið af Eyjólfi Kristjáns- syni. Alls eru lögin fjórtán á plötunni og þar af tíu eftir mig.“ SAMKÓR KOLBEINSEYJAR Sagt hefur verið um Gísla að hann hafi óvenju næmt tóneyra enda hefur hann alla tíð spilað eftir eyranu. Hann skrifar heldur ekki nótur en engu að síður hefur hann útsett bæði eigin lög og ann- arra fyrir fjölmörg hljóðfæri og söngraddir. Hann segir að á einhvern hátt fari tónlistin að hljóma í höfði hans í öllu sínu veldi. Hann hefur því mikla ánægju af því að fá ýmsa góða hljóðfæraleikara til liðs við sig - eins og í Ijós kemur á nýju breið- skífunni hans. „Þegar ég hafði skrifað skrána yfir flytjendurna komst ég að því mér til mikillar hrellingar að við reyndumst vera þrettán, sem er óhappatalan mín. Ég varð svolítið órólegur yfir þessu og bætti tveimur við. Þannig var að við Þórir og Eyjólfur höfðum sungið raddir í einu laginu. Okkur til full- tingis notuðum við hljóðgervil af Roland-gerð með gervi-kvenröddum. Við kölluðum þær Ro- land-systur. Okkur saman, það er að segja okkur Þóri og Eyjólf ásamt þeim systrum - kölluðum við síðan Samkór Kolbeinseyjar. Þar með voru flytj- endur orðnir fimmtán talsins og síðan hef ég get- að sofið rólegur." Gísli er ekki sestur í helgan stein þó svo að platan hans sé nú komin út. „Við ætlum að stofna hljómsveit til þess að fylgja plötunni eftir. Hvað Is- landicu varðar mun hún halda áfram störfum og höfum við meðal annars fengið nokkur boð er- lendis frá um að koma fram á tónleikum á næsta ári. Ný hljómplata er einnig í bígerð hjá okkur. Annars er hljómsveitin í fríi um stundarsakir þar eð við erum öll að gera eitthvað annað. Herdís er að undirbúa útgáfu Ijóðabókar, Ingi Gunnar er að vinna að eigin plötu og ég mun á næstunni leggja aðaláherslu á að kynna nýju plötuna mína.“ 20 VIKAN 23. TBL, 1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.