Vikan


Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 22

Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 22
 JiBai.. fWBJi !■ raKjil;s: s/ og eru samskipti þeirra við krakkana oft á tíðum mjög skemmtileg. Þar takast á ólík viðhorf og er gaman að sjá hve misjöfnum augum þetta róttæka unga fólk er litið. Auk þess að varpa Ijósi á tíðarandann sem ríkti á þess- um árum spilar Víetnamstríðið stórt hlutverk. Það virðist hafa snert hvern og einn á ólíkan hátt og þótt leikritið sé ekki skrifað sem ádeila á stríðið er ekki laust við að fordómar gegn því og tilgangsleysi þess geri vart við sig. Leikritið fjallar á skemmti- legan hátt um stríð og frið, líf og dauða og ást og vináttu. Þrátt fyrir að aðstæðurnar séu oft á tíðum háalvarlegar tekst Weller að setja þær fram á skemmtilegan og fyndinn hátt. Börn mánans er fyrst og fremst gamanleikrit en jafnframt mjög áhrifamikið og eftirminnilegt. Leikhópurinn „Allt milli him- ins og jarðar“ setur sýninguna upp. Leikararnir eru allir nem- endur í Verzlunarskólanum og TVEIR DUXAR FUÐRA UPP" GLEÐILEIKURINN BÖRN MÁNANS SÝNDUR í VERZLUNARSKÓLANUM LU CD Q u_ co o Q o; < co OC O co Arið er 1968. Hippatísk- an er í algleymingi og i mótmæli gegn Víet- namstríðinu standa sem hæst. Blómabörn sjöunda áratugar- ins totta pípurnar og njóta lífsins. Mitt í hringiöu þessara atburða búa sjö ungmenni. Dick, Mike, Cootie, Bob, Kathy, Ruth og Norman leigja saman íbúð og fjallar leikritið í stuttu máli um samskipti þeirra. Norman er elstur þeirra og sá eini sem stundar nám í há- skóla. Hann er hálfgerður furðufugl og á litla samleið með hinum krökkunum. Dag einn ákveður hann þó að fara með þeim í mótmælagöngu gegn Víetnamstríðinu. Þar hittir hann Shelly. Shelly er ákafur friðarsinni. Ást, friður og frelsi er það eina sem kemst að í huga hennar. Shelly er ekki lengi að smita Norman af hugmyndum sínum og breyta lífssýn hans. Nor- man hættir í stærðfræðinám- inu og eyðir öllum sínum kröft- um í þágu friðarhreyfingarinn- ar. Shelly og Norman fá þá hugmynd að kveikja í sér í mótmælaskyni við stríðið. Mike og Cootie grípa þessa hugmynd á lofti. Þeir eru sam- taka um alla hluti og eiga erfitt með að taka hlutina alvarlega. Þeir slá alltaf öllu upp í grín og þegar þeir ákveða að kveikja í sér með Norman og Shelly sjá þeir fyrir sér fyrirsögnina „Tveir dúxar fuðra upp“ á for- síðum dagblaðanna. Mike á í frekar lauslegu ást- arsambandi við Ruth. Ruth er dálítið frek og særir fólk oft vísvitandi. Hún er frekar barnaleg og á það til að fela til- finningar sínar. Dick er skemmtilegur og sterkur per- sónuleiki. Það má segja að hann sé hálfgerður friðarspillir. Hann er frekar kærulaus og hugsar mest um að láta sér líða sem best. Áhugi hans og ▲ Leik- hópurinn, frá vinstri: Fífa, Finnur, Rúnar, Jakob, Óttar, Alda, Guðni, Eva veikleiki fyrir kvenfólki á oftar en einu sinni eftir að koma honum i koll. Bob er tónlist- armaöurinn í hópnum. Hann er mjög rólegur og er ekkert að flíka tilfinningum sínum. Þó að Börn mánans sé fyrst og fremst gamanleikrit er það skrifað með alvarlegum undir- tón. Alvaran í leikritinu byggist að mestu leyti upp í kringum Bob. Bob á erfitt með að taka erfiðleikunum sem á honum dynja. Hann reynir að flýja raunveruleikann til að losna frá öllum vandamálum. Kær- asta Bobs er Kathy. Hún virð- ist eiga í hálfgerðum vand- ræðum með sjálfa sig og á það til að gera stórmál úr öll- um hlutum. H ún er hrifin af Bob en á samt erfitt með að vera honum trú. Persónur í leikritinu eru allar mjög ólikar og er oft á tíðum eins og þær bæti hver aðra upp. Aukapersónurnar eru flestar komnar á miðjan aldur það sama má segja um alla aðra er að sýningunni standa. Einu undantekningarnar eru leikstjórinn Þorsteinn Back- man og Karl Ágúst Úlfsson leikari sem annaðist þýðingu verksins. Leikritið er sett upp í tengsl- um við listahátíð í skólanum og verða sýnigar því aðeins fjórar. Frumsýningin verður föstudaginn fimmtánda nóv- ember og fara sýningar fram í sal Verzlunarskólans. Miðar verða seldir við innganginn og er miðaverð aðeins 500 krónur. Michael Weller, höfundur leikritsins, fæddist árið 1949 í Bandarikjunum. Þaðan lauk hann háskólanámi en fluttist síðar til Bretlands. Þekktastur er Weller fyrir kvikmyndahandrit sín, Hair og Ragtime, sem hann skrifaði eftir samnefndum leikritum. Weller skrifaði einnig fjölda- mörg leikrit á árunum 1965 til 1980. Má þar nefna leikritin 22 VIKAN 23. TBL.1991
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.