Vikan


Vikan - 14.11.1991, Page 38

Vikan - 14.11.1991, Page 38
Gjaldþrot alvarlegt samfélagsmein JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SVARAR BRÉFI FRÁ LESANDA Kæra Jóna! Það er þónokkuð erfitt fyrir mig að skrifa þetta bréf en ég læt samt verða af því. Þannig er mál með vexti að ég er rúmlega fer- tugur maður og varð gjaldþrota fyrir nokkru. Mér finnst eins og heill heimur vandræða hafi hrunið yfir mig og mína. Vissulega get ég viðurkennt að margt afþví sem gerði lokastöð- una eins og hún varð má trúlega rekja til óvar- kárni og þess að ég eins og vildi ekki horfast í augu við ástandið í peningamálunum. Ástand- ið átti sér sinn aðdraganda, þrátt fyrir allt. Ég rak fyrirtæki ásamt fjölskyldu minni. Það stóð ágætum fótum í nokkuð langan tíma og benti ekkert til að illa myndi fara. Síðan gerist það að ég breyti vinnuaðferðum og eyk um- fang fyrirtækisins að mun. Ýmis lán voru tekin en um leiðjókst einkaneyslan og kannski óvar- kárni. Ég byrjaði reyndar líka að drekka ótæpi- lega. Það má segja að síðustu tvö árin hafi verið mér og mínum sem martröð og eiginlega er svo komið að ég sé ekki beint tilgang með lífinu enda yfir mig þreyttur og svekktur, satt best að segja. Ég er algjörlega eignalaus og finnst ég líka mannorðslaus. Ég verð sífellt eins og háðari fólkinu í kringum mig og vex flest í augum. Þó er ég að vinna og vinn mjög mikið. Éggetalveg viðurkenntað í öllum þess- um hildarleik mínum tengdum peningum og persónulegum frama hefur flest annað í lífi mínu orðið útundan og ég finn svo sannartega fyrir þeirri vanrækslu núna. Það voru, held ég, sjálfsblekkingarnar og lygarnar í kringum mig sem juku stórlega vanda minn og minna að lokum. Ef hægt er að tala um að eitthvað hafi ýtt undir endinn, sem var slæmur, þá var það örugglega þetta tvennt. Ég er giftur ágætis konu en finnst ég hafa svikið hana með því að verða valdur að þess- um vandræðum og eins börnin mín sem eru þó orðin fullorðin. Ég skil ekki núna hvernig hægt er að velta sér upp úr efnislegum hlutum eins og ég gerði á sínum tíma, án þess að tapa áttum, enda eru andlegu blankheitin mikil hjá mér núna, því miður. Mig langar svo sann- arlega að lifa þennan tíma aftur og þá öðruvísi en það er víst ekki hægt. Mig langar svo að fá álit þitt á svona vandræðum, Jóna. Eins langar mig, ef það er ekki frekt, að biðja þig um leið- sögn og kannski bara það sem þér er fært að skynja varðandi svona ástand. Vonandi heldur þú áfram skrifum þínum i blaðið því þú ert afar gagnleg mörgum að mínu fátæklega mati og er ég örugglega ekki einn um það mat. Með fyrirfram þakklæti, Einn vonlaus í öllum skilningi þess orðs. Innilegar þakkir til þín frá mér, kæri elskulegur. Eins og þú sérö er bréfið heilmikið breytt og mikið stytt. Þannig verður það að vera svo enginn þekki hvaðan það er komið nema ég og þú. Áfram eins og áður mun ég nota til svara innsæi mitt, reynsluþekkingu og hyggjuvit. Auðvitað er hægt að svara bréfi þínu á marga og ólíka vegu en ég kýs að nota, jafnframt almennu raunsæi, viðmið- un þá sem fæst með því að við reiknum með að við lifum líka háð andlegum lögmálum, ekki siður en efnislegum, þrátt fyrir allt og allt. Vonandi verður einhver smáléttir fyrir þig innan um og saman við í svari mínu og jafnvel geta aðrir þeir sem standa í sömu sporum og þú grætt eitthvað á þessu líka, ef betur er að gáð. Engar á ég patentlausnirnar fyrir þig eða aðra en ákaflega góðan vilja til að reyna að nálgast ástand þitt á nærfærinn og heiðarlegan hátt. Þar sem gjaldþrot hafa verið alltíð í seinni tíð held ég að enginn átti sig á þér sem slíkum. 695 GJALDÞROT ÁRIÐ 1990 Það er augljóslega af einhverjum ástæðum sem gjaldþrotum fjölgar svo skiptir hundruðum ár hvert í seinni tíð. Full ástæða er fyrir ráðamenn þessa ágæta samfélags okkar allra að leggja á ráðin um mögulegar úrbætur við vanda sem þessum. Kannski eru gjaldþrot að verða það mein í þjóðarsál og búi sem hvað mestar og afdrifaríkar afleiðingar getur haft á velferð manna á landi sem á að heita eitt þeirra ríkja í heiminum sem kallast velferðar- þjóðfélag en er á góðri leið með aö fá viðurnefnið „Gjaldþrotasamfélagið". Vafalaust er engin ein skýring annarri líklegri til að tryggja að okkur skiljist nákvæmlega hvar skórinn kreppir í hringiðu vax- andi vanda fólks við að láta enda ná saman og koma í veg fyrir að börn framtíðarinnar sitji uppi með skuldasúpu. Hana gæti orðið erfitt að þynna upp og eyða nema allt verði á næstu árum og ára- tugum gert til að auka líkur á að ekki komi til frekari aukningar þessarar hvimleiðu huldumeyjar í vasa almennings og hinna ýmsu lánastofnana, flestum til tjóns og armæðu að auki. Bankar, lánastofnanir, ráðgjafar og lántakendur þurfa að taka höndum saman og bindast einhverj- um þeim samtökum sem líkleg eru til að tryggja fyrirbyggjandi aðferðir eða aðgerðir sem gætu að minnsta kosti dugað til að uppfræða fólk um hvernig láta má mögulega greiðslugetu lántaka koma fyrr fram og helst náttúrlega áður en til stórfelldra lána er gripið. Greiðsluerfiðleikar skapast gjarna vegna upplýsingaskorts almennings fyrir lántökur varðandi hugsanlegar líkur á endurgreiðslu miðað við tekjur viðkomandi. Lánin margfaldast og vextir og vaxta- vextir hrannast upp. Áður en fólk fær áttað sig hafa skapast öngstræti alls kyns vandræða sem vita vonlaust getur verið fyrir venjulegan mann að finna skynsamlegar leiðir út úr. Eins er ríkjandi alltof mikil viðkvæmni fyrir þeim einfalda sannleik og augljósu staðreynd að áætlanir okkar í peningamálum, hversu góðar og stórbrotnar sem þær kunna að virðast í byrjun, geta auðveldlega farið úr böndun- um ef nægrar fyrirhyggju og ráðdeildar er ekki gætt í upphafi. Sérstaklega á þetta við í hvers kyns pen- ingamálum tengdum lántökum sem byggjast á erf- iðum og háum, jafnvel óyfirstíganlegum, vöxtum. Því er áríðandi að gæta fyllstu varkárni þegar kem- ur að lántökum. Þær vinda upp á sig ef lánin eru ekki endurgoldin á fyrirfram ákveðnum tíma. GREIÐSLUGETA HUGSANLEGA OFMETIN Sennilegast er þó, ef dýpra er kafað, að almenn greiðslugeta fólks sé oftar en ekki ofmetin eða það sem verra er, kannski bara alls ekki metin á nokkurn máta. Sjaldan reiknum við með óvæntum útgjalda- liðum á tímabilum skuldasöfnunar og vonum flest innilega, ef illa gengur að greiða og standa í skilum, að óvænt happ hlotnist okkur fyrir eins og röð af til- viljunum. Það er því miður oftast alvarleg hugsana- villa, tengd óskhyggju þess sem finnur flest sund vera að lokast peningalega og á sér því ekki rætur eða upphaf í veruleika sem er raunsær heldur þvert á móti, ef eitthvað er. Vissulega hefur verið í gangi misgengi í þróun lánskjaravísitölu og almennra launa og veldur nokk- urn veginn sjálfkrafa verulegum vandræðum. Marg- ur hefur í tímabundinni örvæntingu tekið of há lán og ekki reiknað með því sem alltaf getur gerst, en er þó viss staöreynd og jafnframt einfaldur sannleikur, að skapast getur tímabundinn tekjumissir af ýmsum ástæðum hjá fólki. Hvað um þaö, við verðum, áður en við aflífum sjálf okkur andlega við gjaldþrot og gefumst upp, að sættast á að venjulega eru vandræðin, sem eru upphaf líklegs gjaldþrots, samspil margra og miður góðra bresta annaðhvort í okkur sjálfum eða þeim öflum þjóðfélagsins sem við leitum fanga hjá þegar lán eru tekin. Þetta er staðreynd sem vinna þarf á og finna skynsamlegar leiðir út úr, líta fremur á sem tímabundið erfitt ástand en nokkuð annað og alls ekki endir alls. Erfitt er af eðlilega gefnu tilefni að skella alfarið skuldinni á sjálfan sig, þó hentugt geti verið í þung- lyndisköstum þeim sem grípa um sig í sál þess sem sér allt hrynja tímabundið í kringum sig. Hann taldi sig hafa unnið fyrir sínu og eiga það með réttu þrátt fyrir augljósan vanda. EFNISLEG GÆÐI FALLVÖLT Eignasöfnun er eitthvað sem við flest getum að minnsta kosti á vissum augnablikum í persónuleg- um þroska okkar alveg hugsað okkur og tökum til fyrirmyndar þá sem lagnir eru við þannig iðju. í sjálfu sér er svo sem ekkert athugavert við að verða auðugur ef rétt og heiðarlega er á málum haldið all- an timann sem þannig grundvelli ytra veldis er gefið líf. Þeir sem erfiðað hafa og látið flest í persónu sinni og framkvæmdum styrkja möguleika á efnis- iegum umframgæðum þurfa ekki að sýta það, svo fremi að viðkomandi auðsafnarar hafi ekki brotið flestar brýr að baki sér sem andlegar og sálrænar manneskjur og jafnframt hrifsað til sín eitthvað sem annarra er, auk innri vanrækslu ýmiss konar. Það er enginn sýnilegur tilgangur í lífshlaupi sem einungis einkennist af veraldlegum sjónarmiðum á kostnað innri verðmæta sem ekki eru föl eftir nein- um áður útreiknuðum leiðum. Það eru líka stað- reyndir sem vart er að gefa gaum aö sá sem ber gæfu til að rækta sitt innra líf á sama tíma og skynsamleg drög eru lögð að þokkalegri ytri framtíð 38 VIKAN 23. TBL.1991 /
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.