Vikan


Vikan - 14.11.1991, Síða 44

Vikan - 14.11.1991, Síða 44
UM GILDI PESS AÐ HLUSTA . . Frh. af bls. 43 hvaö það er sem þarfnast leiðréttingar. Enginn getur sjálfur lagt óhlutlægt mat á eigin hugsan- ir. Þess vegna er gagnlegt og reyndar oft nauðsynlegt að fá aðstoð góös vinar, maka eða meðferðaraðila, sem er reiðu- búinn að hlusta og hjálpa til við að leggja mat á kringumstæð- ur og aðstoða við aö benda á þá staði þar sem innri röddin er á villigötum. AÐ NOTA INNRI RÖDD SÍNA Það skiptir mestu máli hvernig maður notfærir sér það sem innri röddin segir. í fyrsta lagi er gott að leggja á minnið það sem er jákvætt og nota það síðan undir öðrum kringum- stæðum. Þegar neikvæðar hugsanir koma upp á yfirborð- ið þarf fyrst að komast að því að hvaða leyti þær eru rangar. Síðan er hægt að rökræða við sjálfan sig og sannfæra sig um að þessar hugmyndir séu ekki á rökum reistar. („Ef ég er svona leiöinleg, hvernig stend- ur þá á því að gamlir vinir mín- ir hafa ennþá samband við mig þegar þeir eiga leið hjá?“) Næst þarf að breyta innri samræðum í átt til þess að vera raunsær og sanngjarn. Það er ekki meiningin að mað- ur verði uppblásinn eiginhags- munaseggur. Það liggur í hlutanna eðli aö oft er best aö átta sig á rang- hugmyndum í innri rödd sinni þegar maður er langt niðri og þunglyndur. En þá er einmitt mest hætta á því að maður sé ekki nógu raunsær og sann- gjarn gagnvart sjálfum sér til að rökræða gegn þessum neikvæðu hugsunum. Því get- ur oft verið nauðsynlegt á slík- um tímum að horfa á vanda- málin frá sjónarhóli einhvers sem maður treystir. Ef maður TIU HUGSANASKEKKJUR 1. ALLT EÐA EKKERT. Þeg- ar litið er á heiminn í svart- hvítu. Allt sem ekki er fullkom- ið er þá talið gjörsamlega vonlaust. 2. ALHÆFINGAR. Litið er á staka atburði sem fyrirboða um endalausar sorgir með því að nota orðin alltaf eða aldrei þegar hugsað er um þá. 3. HUGSANASÍUR. Stakir neikvæðir þættir eru teknir fyrir og aðaláhersla lögð á þá. Eitt neikvætt orð gæti gert aö engu mörg hrósyrði. 4. GERA LÍTIÐ ÚR JÁKVÆÐ- UM ÞÁTTUM. Dregið er úr gildi jákvæðra upplifana með því að halda því fram að það sé „ekkert að marka". Ef manni tekst vel upp er það „eitthvað sem allir gætu gert“. 5. ÓRÖKSTUDDAR FULL- YRÐINGAR. Atburðir eru túlk- aðir á neikvæðan hátt þó svo að engar staðreyndir styðji þá túlkun. Tvær aðferðir eru al- gengar í þessu sambandi, annars vegar hugsanalestur (ákveða af handahófi að ein- hverjum sé illa við mann) og spámennska (gert er ráð fyrir því fyrirfram að allt mistakist). 6. MÖGNUN. Eigin gallar og vankantar eru magnaðir upp en gert lítið úr góðum kostum og hæfileikum. Þetta er stund- um kallað „sjónaukabragðið". 7. TILFINNINGAR NOTAÐAR SEM RÖK. Gert erráð fyrirþví að tilfinningar manns séu af- leiðing af þvi sem hann er en ekki því sem hann hugsar. „Ég er með samviskubit. Ég hlýt að vera þorpari." 8. ÞETTA ÆTTIAÐ VERA ... Maður segir við sjálfan sig að hlutirnir ættu aö vera eins og maður bjóst við að þeir yrðu. Margir reyna að reka á eftir sjálfum sér með „ég ætti aö ... “ eða „óg ætti ekki að ... “ en það samsvarar í raun því að refsa sjálfum sér áður en maður byrjar á ein- hverju. 9. MERKIMIÐAR. Þettaerallt- eða-ekkert hugsunarháttur á hæsta stigi. í stað þess að segja við sjálfan sig „ég gerði mistök" setur maður á sig merkimiða: „Ég er vonlaus.“ 10. PERSÓNULEG ÁBYRGÐ. Maður telur sig vera ábyrgan fyrir atburðum sem maður hef- ur í raun ekkert vald yfir. reynir að horfa á sjálfan sig eins og þeir myndu gera er oft hægt að finna rök gegn nei- kvæðum hugsunum. Hugsanir gleymast fljótt og þvi er mikilvægt að skrifa þær niður svo hægt sé að vinna úr þeim. Það getur reynst vel að skipta blaði niöur í þrjá dálka. ( fyrsta dálkinn skrifar maður einhverjar neikvæðar hugsanir sem maður man eftir eða hef- ur skrifað niður undir öðrum kringumstæðum. Næst eru þessar hugsanir bornar saman við „hugsana- gildrurnar tíu“ og reynt að finna þar einhverjar villur sem passa við hugsanirnar. Þær eru síðan skrifaðar í annan dálk. Að lokum eru mótrök skrifuð í þriðja dálkinn. Til dæmis má ímynda sér eftirfarandi kringumstæður: Manni líður illa af því að starfsviðtal fór ekki eins vel og maður hafði vonað. í fyrsta dálkinn gæti maður skrifað eitthvað á þessa leið: „Mér tekst alltaf aö eyðileggja fyrir mér allt sem er mikilvægt. Ég verð aldrei ráðinn í þessa vinnu... ég fæ örugglega aldrei neina vinnu. Viðmæl- andinn þoldi mig ekki, það var alveg greinilegt. Ég er nú meira fíflið." í annan dálk myndi þá koma upptalning á ýmsum villum í þessari röksemdafærslu svo sem alhæfingar, merkimiðar, órökstuddar fullyrðingar og svo framvegis. í þriðja dálkinn gæti maður síðan skrifað: „Allt í lagi, mér gekk ekkert allt of vel að svara nokkrum spurn- ingum af þvi að ég var tauga- strekktur. Ég svaraði samt mörgum spurningum mjög vel. Ég þekki manninn ekki neitt þannig aö ég get ekkert sagt til um það hvort honum líkaði við mig eða ekki. Ef ég fæ annað tækifæri til að hitta hann get ég bætt við þeim upplýsingum sem vantaði. Ef ekki þá er ég búinn að læra af reynslunni og mér gengur ör- ugglega betur næst.“ Þetta er kannski mikil skrif- finnska en þetta er besta leiðin til að byrja. Maður kemst fljótt upp á lag með að gera þetta í huganum án þess að skrifa neitt. FRÁ ORÐUM TIL ATHAFNA Hinn raunverulegi styrkur innri raddarinnar liggur í því hvern- ig hún getur breytt hegðun manns. Það getur bætt skap manna tímabundið að leið- rétta ýmsar neikvæðar, órök- studdar hugsanir. Hinn raun- verulegi tilgangur þess að rannsaka það sem manns innri rödd segir er að breyta neikvæðri hegðun til hins betra. Það eitt að hugsa rétt dregur úr svartsýni en varan- leg breyting verður aðeins með breyttri hegðun. Ef innri rödd konu segir henni „Ég get ekki hætt í þessu sambandi af því að ég get ekki verið ein, jafnvel þótt þetta samband sé mér skaðlegt" þá er líklegt að hún verði föst í óhamingju. Breyt- ingar á innri rödd hennar gætu verið á þessa leið: „Ég er hrædd við að hætta í þessu sambandi og horfast í augu við að ég yrði ein í einhvern tíma. En ef ég vil öðlast tæki- færi til að lifa í hamingjusömu sambandi verð ég að slíta nú- verandi sambandi." Til að gagn sé að breyting- unum verður maður að fylgja eftir því sem maður segir sér. I þessu tilfelli þyrfti konan að segja upp sambandinu og fara með aöstoð jákvæðrar innri raddar aftur út til þess að hitta fólk og stofna til kynna. Til að komast að því hvaða hegðun passar við nýja innri rödd þarf maður að spyrja sjálfan sig: (hvaða stöðu hefur neikvæð innri rödd komið mér? Hvernig hefur hún komið í veg fyrir að mér tækist það sem ég ætlaði mér? Hvaða breytingar ætti ég að fram- kvæma í samræmi við nýja innri rödd? Á hvaða hátt gæti líf mitt batnað við breytingarn- ar? Hvenær og hvernig á ég að hefjast handa? Raunsæ og sanngjörn innri rödd ætti að benda manni réttu leiöina til breytinga og það sem maður gerir er það sem skiptir máli. LAUSN SÍÐUSTU GÁTU + + + + + + + + + L + + A + + B + + + + + + + + + Þ R t M A S T R A + H + + + + + + + R 0 T A + S T 0 S S A + + + + + + + A + I Ð K A + S A K A + + + + + + + B Y L U R + S K R 0 G + s K A P + B I L + R A M M I G N + + V 0 L Æ Ð I Ð + E I N E + N i N A B 1 T I L + B j A R N I 3 A N T 0 S + F U N A + L A G I N + T U + A R K + U N + + S i + N L + F + M U R <n U 0 R G E L + A B E L + L t T T + A R + + + S ó L N E S + G A + + A S + + + S A K N I + R + L E S T I N K A T P E L 1 + F R A M I + K ó F A + A + G A M B R A + A F R A M + E N s K E L D ó R A D ó + R E + R Ý R N I R M U R A + R t S L A + G I R Ð I G E + M Æ R A + S K A U F A + + + + L L + + M + S T A R A Ð + S T I M P I L 0 Þ A R F 1 + A Ð U R + U N I R N A M ö R + A L 0 Ð A R + u N G L E G + + N + A L D N I R + F + N Æ L D U R ó D ó + T U S K U L E G U R + I + E K U M L + R A N G A L I + N A K T I t M A L T + N A L G U N f. A F U R Ð s K 0 Ð A N A B R ó Ð I rI + S N 0 I 44 VIKAN 23. TBL.1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.