Vikan


Vikan - 14.11.1991, Page 51

Vikan - 14.11.1991, Page 51
strax eöa hefðir þú frekar vilj- að stórt kvikmyndahlutverk? Það fer eftir því um hvað myndin fjallar. Það skiptir mig ekki máli hversu stór hlutverk- in eru. Tökum Pretty Woman sem dæmi. Kvenhlutverkið í þeirri mynd er auðvitað stór- kostlegt en boðskapur mynd- arinnar er hryllilegur. Þaö er verið að segja að það sé í lagi að selja sig. Það sjá allir að boðskapurinn er ekki áhuga- verður. - Eftir kossinn fræga, (hún kyssir konu í þáttunum) virðist eins og persónan sem þú leik- ur hafi ekki birst eins oft í þátt- unum og áður var. Hún breytist allavega ekki. Ég veit ekki hvernig framleið- endurnir hafa ákveðið þetta og veit því ekki hvert framhaldið verður. - Hefurðu einhvern tíma hitt lögfræðing sem þér líkar? Ég veit það ekki, ég hef ekki þurft á lögfræðingi að halda enn sem komið er. - Þér hefur verið líkt við Madonnu vegna þess hve þú ert metnaðargjörn og hefur frjálslegar kynlífsskoðanir. Hefur hún áhrif á þig? Madonna er í raun að gera nákvæmlega það sama og ég nema á allt öðru sviði. Ég er ekki viss um að hún viti hvað það er nákvæmlega sem hún er að gera, en það kemur úr hugardjúþinu. Hún ögrar og athugar hvað hún kemst langt, ekki bara fyrir fólkið heldur fyrir sjálfa sig. Hún er alltaf að upp- lifa og uppgötva eitthvað nýtt. Þannig erum við að gera sama hlutinn, að brjóta upp gamlar hefðir varðandi kynlíf kvenna. - Fólk heldur jafnvel að þú sért tvíkynja vegna þess að þú sést mikið með Söndru Bernhard. Ég umgengst hana vegna þess að hún er góð vinkona mín og mér líkar vel við hana. Ég þarf ekki á frægð hennar að halda, ég hef mína eigin. - Finnst þér ekki óþægilegt að fólk efist um kynferði þitt? Ég vel karlmenn, enda á ég kærasta. Ég hef alltaf átt kær- asta. Fólk ruglar saman raun- veruleikanum og heimi sjón- varpsins. - Ég sá haft eftir þér í blaði að þú teldir að það passaði ekki mannverunni að vera ein- gift. Ég tel það ekki mannver- unni eðlilegt að vera aðeins með einni mannveru allt lífið. Hvernig gætum við lifað þannig? Við stundum miklar samfarir með alls konar fólki. - I bresku sjónvarpsviðtali talaðir þú um hvað það væri að leika konur sem hefðu stjórn á kynferði sínu. Hver er munurinn á því og að leika konu sem sífellt er nakin fyrir framan myndavélina? Það er ekki mikill munur en það er mikill munur á nekt og kynferði. í mínum huga er er- ótík það sem við köllum kynlíf. Klám er allt annað, þar er hægt að vera að gera hluti og ekkert annað við ákveðna hluti á líkamanum. í klámmyndum eru karlmenn jafnvel í ástar- sambandi bara við brjóstin á konunni. Hvað er það annað en niðurlæging? - / kvikmyndinni Dark Obsession leikur þú á móti Gabriel Byrne í öllum hugsan- legum kynlífsstellingum. Er ekki óþægilegt að leika kyn- lífssenur? Alveg sérstaklega, verð ég að segja. Þegar fólk sgyr mig hvernig ég undirbúi mig fyrir kynlífssenur þá segi ég að ég vinni við að tjá mannlegar til- finningar, sem er auðvitað svolítið erfitt frá 9 til 5. Kynlíf er partur af mannlegum tilfinn- ingum. Þetta er vinnan mín. - Heldur þú þér í formi? Ég var dansari í tíu ár og því alltaf í góðu formi. Síðustu ár hef ég ekki hugsað eins mikið um það. (Innsk.: Það er varla að það þurfi.) - Hverju mundir þú helst vilja breyta varðandi útlit þitt? Ég vildi óska þess að tærnar á mér krumpuðust ekki svona. - Hefur þú hugleitt fegrunaraðgerð? Ef ég yrði til dæmis ólétt og maginn á mér og brjóstin yrðu hryllileg ásýndum færi ég ör- ugglega í fegrunaraðgerð, annars fara allar skurðaðgerð- ir í taugarnar á mér. - I hverju sefur þú? Engu. - Hvað dreymir þig? Flestir draumar mínir fjalla um heiminn, að allt sé á heljar- þröm og ég sé eina manneskj- an sem geti bjargað málunum. - Hvaða líkamsparta karlmanna líkar þér best við? Mér finnst fallegir karlarass- ar æsandi og karlmannsbrjóst. - Hvað finnst þér aðlaðandi við karlmenn? Góður húmor. - Hvaðkaupirþúaðallega? Skó. Ég á mikið af skóm og ég kaupi alltaf skó þegar ég er í vondu skaþi. - Trúir þú á guð? Nei, langt í frá. - Átt þú þér eitthvert per- sónlegt slagorð? Vertu alltaf trúr sjálfum þér! JOOP! PARFUM BERLIN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.