Vikan


Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 53

Vikan - 14.11.1991, Qupperneq 53
Þar sem ekkert undirlendi er fyrir hina lifandi verða látnir líka að láta sér nægja lítið sem ekkert land. Þegar einhver fell- ur frá og er grafinn verður ann- ar að víkja. Reyndin er sú að menn fá að jafnaði að hvíla í gröf sinni í ein tíu ár, stöku sinnum í fjórtán ár ef dauðsföll eru fá í bænum, en yfirleitt ekki lengur. Enginn getur búist við að hvila í kirkjugarðinum um alla eilífð. Hann er of lítill til þess að það sé hægt. Grafarinn í Hallstatt heitir Friederich Valentin Idam. Það er hans verk að taka gröf fyrir hinn látna en til þess að það megi verða þarf hann að færa þann sem fyrir er upp á yfir- borð jarðar á nýjan leik. Reyndar er það ekki sá sem síðast var jarðsettur í þessa sömu gröf, sem nú verður að víkja, heldur sá sem næstsíð- ast var lagður þar til svokall- aðrar hinstu hvilu. Bein hans eru tekin upp og bein þess næsta færð neðar og loks kemur sá sem jarða á í þetta skiptið. Beinin eru hreinsuð, leggir og hauskúpa. En það er ekki einungis hlutverk Idam að finna látnum legstað. Menn fela honum gjarnan að rita nafn og dánardægur á enni hauskúpunnar áður en hún er færð inn í Beinahúsið sem áður var nefnt. í sumum tilfell- um er jafnvel óskað eftir því að hann skreyti hauskúpuna með því að mála á hana blóm eða sveiga. Mörgum þætti líklega svolítið draugalegt að ganga fram hjá húsi grafarans í tunglsljósi því á hillu fyrir utan dyrnar má stundum sjá haus- kúpur sem bíða skreytingar. Áður en hægt er að mála þær verður beinið að veðrast og þess vegna eru þær geymdar úti hvort heldur er sumar eða vetur, sólskin eöa tunglskin. [ Beinahúsinu eru nú um 2500 hauskúpur og bein en á hverju ári þarf Idam að taka þetta tfu til fimmtán grafir. Sumir óska þó ekki eftir að verða jarðsettir í kirkjugarðin- um heldur vilja að lík þeirra séu brennd í bálstofunni í Salzburg. Grafarinn er einar átta klukkustundir að taka gröf og það verður hann að gera með skóflu og haka, stórvirkari tæki er ekki hægt að nota á þess- um stað. (laun fær hann tíu til fimmtán þúsund krónur fyrir hverja gröf, heimild til að höggva sautján rúmmetra af viði á ári úr skóginum fyrir ofan þorpið, frítt húsnæði og svo má hann hafa fáeinar kindur og geitur á beit f kirkjugarðin- um yfir sumarið. Hann segist aldrei hafa tekið greiðslu fyrir að grafa fátæka og hann þigg- ur heldur ekki greiðslu fyrir að skrifa nöfnin á hauskúpurnar. Það var þröng á þingi í Beinahúsinu þegar mig bar að garði og forvitnir ferðamenn gengu líka um á milli grafanna fyrir framan dyr þess. Ártölin á trékrossunum voru öll nýleg og á einum krossinum, sem greinilega hafði ekki staðið þarna lengi, mátti lesa ártalið 1990. Ég átti erfitt með að trúa sögunni um Beinahúsið og greftrunarsiðina í Hallstatt en heimamönnum þótti þetta ekki sérlega merkilegt. Þeir höfðu haft margar aldir til þess að laga sig að aðstæðum og fella sig að siðvenjum. Bein látinna Hallstattbúa hvíla í friði í Beinahúsinu þótt þau fái ekki lengi að liggja í gröfinni í kirkjugarðinum. Teikning af Hallstatt. Lútherska klrkjan er til vinstri en kaþólska kirkjan er uppl i hliðinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.