Vikan


Vikan - 14.11.1991, Side 57

Vikan - 14.11.1991, Side 57
EIGINKONA HARRISONS FÓR HL CLAPTONS Þeir félagar kynntust þegar Harrison var í Bítlunum og Eric Clapton var í The Yardbirds (Clapton var í The Yardbirds á árunum 1963-65). Það er sem sagt mjög langt síðan. Sam- band þeirra hefur verið gott all- an tímann þó ýmislegt hafi gengið á. Hápunkurinn hlýtur þó að hafa verið þegar eigin- kona George Harrrison, Pattie Boyd, yfirgaf hann og giftist Eric Clapton. Hefur það ekki áhrif á vinskap þeirra og veldur spennu í samskiptum þeirra? „Alveg ótrúleg," segir Clapton. „Við spólum hvor ann- an upp og það er alltaf eitthvað pínulítið villimannalegt f sam- raeðum okkar. Þetta hafði mikil áhrif á okkur þrjú og þau áhrif dvína aldrei. Núorðið hugsum við hvor til annars án tillits til þessa. Þetta var samt sem áður tímanna tákn að vissu leyti," segir Clapton. Hann giftist Patt- ie árið 1979 en þau skildu ára- tug síðar. TVÖFÖLD HUÓM- LEIKAPLATA Þrátt fyrir skrautleg samskipti og vandræði með vín og dóp eru báðir þessi kappar í fullu fjöri og fyrir skemmstu kom út platan 24 Nights með Eric Clapton. Þetta er skífa sem var tekin upp á þessu ári og í fyrra í The Royal Albert Hall í London þar sem Eric Clapton spilaði tuttugu og fjögur kvöld í röö. Hann kom fram ýmist með fjóra, fimm eða sex aðstoðar- menn og það voru engir smá- kappar: Greg Phillinganes (hljómborð), Buddy Guy (gftar), Robert Cray (gítar) og Jimmy Vaughan (gítar), bróðir Stevie Ray Vaughan gítarleikara sem lést eftir sviplegt þyrluslys fyrr á árinu. Þetta eru aðeins gítar- leikararnir á plötunni en einnig eru á henni lög þar sem goðið nýtur undirleiks The National Philharmonic Orchestra undir stjórn hins þekkta kvikmynda- tónskálds Michaels Kamen. Á 24 nóttum er að finna flest- ar perlur Claptons, bæði frá sólóferli hans, til dæmis Wond- erful Tonight (fyrrnefnd Pattie Boyd er hvatinn að því lagi, sem og laginu Layla sem ekki er á plötunni) og einnig eldri lög sem hann gerði fræg með Cream, eins og White Room og Sunshine of Your Love. Þetta er dúndurgóð tónleikaplata frá kappanum og enginn unnandi hans ætti að láta hana fram hjá sér fara. Eric Clapton er staðráðinn f að gefa út nýja plötu sem hann tileinkar syni sínum. Hann er þegar byrjaður að vinna að henni en segir að alltaf sé eitthvað að koma upp sem tefji hann. Platan verður um þau á- hrif sem sonur hans, Conor, hafði á líf hans og verður ann- aðhvort um hann beint eða til- einkuð honum. Fyrst er það tónleikaferð Claptons og Ge- orge Harrison sem hefst í Jap- an núna í desember. Slæmt að eiga ekki heima í Japan! BRÚSI í MÁLAFERLUM Rokkstirnið „fæddur í USA“, Bruce Spring- steen, er nú að jafna sig eftir málaferli sem hann hefur staðið lengi í. Málinu lauk með dómsátt um það bil viku áður en það átti að fara ^ fyrir dómstóla. O Þannig er mál með vexti að tveir af róturum Brúsa lögsóttu Hcj hann fyrir að borga þeim ekki o; yfirvinnu þegar þeir voru með honum á „Born in the U.S.A." -E- hljómleikaferðinni sem hann < fór um miðjan síðasta áratug! § Þó fengu þeir samtals um =3 225.000 dollara (þrettán og .. hálfa milljón íslenskra króna) í bætur vegna samningsrofsins. Bruce Springsteen ákvað svo að leggja fram ákæru gegn þeim eftir að upp komst að annar rótarinn hafði stolið snældum með lögum, minnis- bókum og textum Brúsa - og selt fyrir 28.000 dollara (tæpar tvær milljónir íslenskar). Ekki er vitað nákvæmlega hvað fólst í dómsáttinni en talið er að rótararnir hafi fengið tiltölu- lega lága peningaupphæð í viðbót. Annars er það að frétta af Brúsa að ný plata er áætluð í desember. Á myndinni má svo sjá Springsteen-fjölskyld- una spássera í New Jersey. Patti Scialfa heldur á pelanum og keyrir vagninn sem sonur- inn Evan Springsteen, „baby Boss“, er í. POUR HOMMES! JOOP!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.