Vikan


Vikan - 14.11.1991, Síða 62

Vikan - 14.11.1991, Síða 62
og Jeffrey Jones (Ferris Bu- ellers Day off). Fjallað er um ungan mann á uppleið. Sitt- hvað fer heldur betur úr bönd- unum þegar hann heimsækir skógarhöggsbæ. Hann tapar skuldabréfi að upphæð 160 milljónir dala, BMW bílnum sínum og jakkafötunum sínum. Myndin verður sýnd f Laugarásbíói þegar þar að kemur. ■ Hinn umdeildi breski leik- stjóri Ken Russel (Gothic, Crimes of Passion) hefur sent frá sér myndina Whore sem er með Theresu Russel í aðal- hlutverki. Hér er hreint ekkeri Pretty Woman dæmi á ferð- inni. Myndin greinir frá dag- legu lífi vændiskonu í New York. Hér ræður raunsæið og harkan ferðinni en ekkert nú- tímaævintýri um Öskubusku. NYSTIRNI Hver er eiginlega Brian Wimmer? Jú, hann er nýstirni í kvikmynda- heiminum. Hann er 31 árs og ókvæntur því hann er einfald- lega ekki tilbúinn að binda sig strax. Hann er með skíðabakt- eríuna og er leikari að atvinnu. Hann ólst upp í Provo í Utah- ríki. Faðir hans var mikill fræðimaður og Wimmer ferð- aðist töluvert með honum um öll heimsins höf. Leikarabraut- in hófst á því að hann var ráð- inn sem aðstoðarframleiðandi myndarinnar Footloose sem var með Kevin Bacon í aðal- hlutverki. Wimmer hætti síðan háskólanámi sínu við Brigham Nýstirnið Brian Wimmer. Young University sem er kristi- legur háskóli og dreif sig til Los Angeles þar sem hann lék smáhlutverk í myndum eins og Less than Zero, Under the Boardwalk og A Night- mare on Elmstreet 2, Fredd- ys Revenge. Þar að auki lék hann í sjónvarpsþáttum. Um þessar mundir leikur hann í ævintýra- og tímaflakkara- myndinni Late for Dinner. Þar leikur hann mjólkurpóst sem á f erjum við auðugan landeig- anda. Til skotbardaga kemur. Vísindamaður einn verður vitni að þessu og ákveður að nota persónu Wimmers sem tilraunadýr. Persóna Wimmers er fryst aö hætti Walt Disney (en teiknimyndafrömuðurinn lét einmitt frysta sig í þeim til- gangi að vakna aftur upp). Persónan sem Wimmer leikur vaknar síðan aftur til lífsins árið 1991 í Los Angeles. Hann lendir í meiri háttar raunum sem eru margar hverjar hinar spaugilegustu. Hann leitar meðal annars konu sinnar sem hann skildi við árið 1962. Brian Wimmer er búinn að gera upp við sig hvað hann ætlar að gera ef leikarastarfið skyldi ekki ganga upp. Hann ætlar að gerast búgarðseig- andi. Sjálfur er hann mjög hrif- inn af vestrum. Átrúnaðargoð hans eru Robert Redford, Harrison Ford og Kevin Costner. Þar höfum við það. ■ Leikstjórinn Damian Harr- is er sonur leikarans Richard Harris. Hann er nú búinn að leikstýra myndinni Deceived sem er með Goldie Hawn. Þetta er sálfræðilegur tryllir sem þegar er búið að geta um f kvikmyndaumfjölluninni hér. Þess má geta að Damian Harris er búinn að vera kvik- myndafíkill lengi. Hann nam við kvikmyndaskólann London International Film School og tók þátt í kvikmyndahandrita- námskeiði New York háskól- ans. Framtíðin virðist björt hjá honum. Hann er 32 ára. Sonur leikarans Richards Harris er nú orðinn leikstjóri. Damian Harris með dökk sólgleraugu og sítt svart hár. ■ Leikkonan Piper Laurie er ekkert nýstirni en hún tók sér hins vegar langt hlé frá leik- arastarfinu. Hún lék til að mynda á móti Paul Newman f The Hustler árið 1961. Síðan liðu mörg herrans ár þartil hún lék aftur. Hún lék hina geð- veiku og guðhræddu mömmu f Carrie undir leikstjórn Brian D. Palma og byggð á hroll- vekjuskáldsögu Stephens King. Leikkonan Piper Laurie er enn í blóma lífsins. Best þekkjum við hana kannski úr Twin Peak þáttun- um. Nú nýlega lék hún í nýj- ustu mynd leikstjórans Norm- an Jewison, Others Peoples Money sem sýnd verður í Bíóborginni. Auk þess er hún að leika í tveimur bíómyndum um þessar mundir. Önnur er undir stjórn ástralska leikstjór- ans Bruce Beresford og heitir Storyville. Leikstjóri þessi leikstýrði meðal annars mynd- inni Driving Miss Daisy. ( hinni myndinni mun Piper Laurie leika á móti stórleikar- anum Albert Finney sem við sáum síöast í Millers Crossing. SENDUM FRÍTT HEIM ALLA DAGA VIKUNNAR Heimsending Frá sunnudegi til fimmtudags 11.00 til 23.30 föstudaga og laugardaga frá 11.00 til 06.00 Pöntunarsími 679333 Þeir eru komnir aftur til að halda parti svo um munar í myndinni House Party 2. bílslysi. Hann missir minnið við áreksturinn en reynir að koma aftur reglu á í lífi sínu. Myndin verður sýn í bíóhús- um Árna Samúelssonar. ■ Hvernig á sá að bregðast við sem vinnur margar milljónir Bandaríkjadala í happdrætti? Þetta upplifir Danny Aiello (Hudson Hawk, Do the Right Thing) í myndinni 29th Street. Bíóhöllin/Bíóborgin fá myndina til sýninga. ■ Partímyndin House Party 2 hefur litið dagsins Ijós. Þeir sem sáu fyrri myndina geta gert sér grein fyrir framhald- inu. Sannkölluð hipphopp tón- list er f myndinni að hætti blökkumanna. Nú er haldið í háskólann. Myndin verður sýnd í Laugarásbíói. ■ Franski leikstjórinn Franc- is Veber er nú búinn að stjórna annarri bandarískri mynd. Sú heitir Welcome to Buzzaw. Myndin sem hann leikstýrði fyrst hét Three Fug- itives og var með þeim Nick Nolte og Martin Short. í nýju myndinni leika Matthew Broderick (Freshman, Glory) 62 VIKAN 23. TBL. 1991
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.