Vikan


Vikan - 14.11.1991, Side 74

Vikan - 14.11.1991, Side 74
TEXÍI OG UPPSKRIFTIR: LÍNEY U\XDAL KARTÖFLUROG AFTUR KARTÖFLUR Kartöfluuppskera er góð þetta árið, of góð fyrir bændurna sem sjá fram á erfiðleika við að selja kartöflurnar. Kartöflurækt hér á landi er happdrætti, sum ár er engin uppskera, önnur ár of mikil uppskera. Við íslending- ar borðum ekkert fleiri kartöflur þótt uppskeran sé góð, þetta er alltaf sama soðningin hjá okkur. Það er samt hægt að nota kartöflur á marga aðra vegu, í kökur, ofnrétti og salöt svo dæmi séu tekin. Kólumbus fann kartöfluna á sínum tíma og sagði hana vera verðmætari en allt aust- urlenskt krydd. Það var hlegið að honum fyrir þau ummæli en víst er að kartaflan bjargaði mörgum manninum frá hung- urdauða hér áður fyrr. Það er mikill matur í kartöflum, víta- mín og nauðsynleg steinefni. Lítið prótín er í kartöflum en þau sem eru til staðar eru okk- ur nauðsynleg í daglegu lífi. Kartöflur eru ekki síður en við sjálf að meirihluta vatn, 75 prósent. Kartöflur eru ekki fitandi eins og margir hafa viljað halda fram, nema sem fransk- ar kartöflur. Kcal í einu kílói af kartöflum eru 870 en í frönsk- um kartöflum eru kcal hvorki meira né minna en 3420 tals- ins í hverju kílói. Hér koma nokkrar uppskriftir: KARTÖFLUR FYLLTAR MEÐ EGGIOG BEIKONI Fyrir tvo. 2 stórar kartöflur, 2 egg, 1 dl rjómi, 75-100 grömm beikon, 1 msk. söxuð steinselja, salt og pipar. Þvoið kartöflurnar og sjóðiö [ u.þ.b. 15 mín. (til að stytta bökunartímann). Setjið þær í eldfast form og skerið toppinn af. Grafið innan úr kartöflunni með skeið en varlega svo þið gerið ekki gat. Klippið beikonið niður og steikið á pönnu. Látið fituna renna af því. Stappið innihald kartöflunnar, bætið beikoni saman við ásamt 1/2 msk. af feitinni sem kom af beikoninu. Bætið eggjarauð- um, rjóma og steinselju saman við. Stífþeytiö eggjahvíturnar og bætið þeim varlega saman við. Þetta er síðan sett innan í kartöfluna og bakað í ofni við 200 gráður þar til rétturinn er Ijósbrúnn, u.þ.b. 15 mín. Beriö fram með rifnum gulrótum, maískorni og kínakáli ásamt salatsósu eftir smekk. KARTÖFLU-SUFFLÉ Eftirréttur fyrir fjóra. 2-3 msk. smjör(líki), 4-5 msk. stappaðar kaldar kartöflur, 2 msk. hveiti, 2V2 dl rjómi, 4 egg, 2 msk. sykur, vín eða líkjör (ef vill), 2 tsk. maísmjöl. Bræðið smjör(líkiö) í potti, bætið hveiti og kartöflum sam- an við. Hrærið vel og þynnið með rjómanum. Látið sjóða smástund. Skiljið eggin og hrærið eggjarauðunum saman við kartöflublönduna. Bætið sykri og ef vill líkjör og maísmjöli hrærðu út í svo- litlu vatni saman við. Blandið að síðustu stífþeyttum eggja- hvítum varlega saman við. Setjið í vel smurt sufflé-form (með háum köntum). Formið á að rúma V/2 lítra. Sufflé er bakað á neðstu rim í ofninum við 175-200 gráður í u.þ.b. 45 mín. Sufflé er ávallt borið fram strax og best er að hafa ferska eða niðursoðna ávexti og þeyttan rjóma með því. Frh. á næstu opnu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.