Vikan


Vikan - 14.11.1991, Síða 82

Vikan - 14.11.1991, Síða 82
Frh. af bls. 30 þess aö lemja húðimar heldur blandar inn í leik sinn alls kon- ar öðrum tólum, svo sem „maracas", sem hann notar í stað kjuðanna. „Fyrir okkur er þetta eðlileg- ur stíll en fyrir öðrum kannski ekki því það er alls ekki al- gengt að trommarar noti „mar- acas“ til að slá húðirnar með. Við erum bara þrír og höfum þar af leiðandi ekki annan á- sláttarleikara. Því verður trommarinn bara að gera þetta." - Eru nýju lögin ykkar frá- brugðin þeim eldri á einhvern hátt? „Þau eru ef til vill melódísk- ari og unnin af meiri fag- mennsku en áður. Samt von- um við að fólki líki þau. Þess eru þó dæmi að um leið og fagmennskan eykst missi lög- in einhvern veginn sjarmann. Það má passa sig á tækninni því hún getur gert manni mikla skráveifu," segir P-K. STÚDÍÓVINNAN ER MARTRÖÐ - Þegar hljómsveit gefur út nýja þlötu er það yfirleitt talin besta plata sveitarinnar. Er það þannig með ykkur, verður nýja platan sú besta? Asko verður á undan „litla“ bróður að svara: „Þegar við erum búnir að gera plötu hata ég hana yfirleitt. Það er alltaf eitthvað sem manni finnst að og vildi gera betur en það er ekki endalaust hægt að standa í plötugerð. Við vinnum líka svo ofsalega hægt og erum endalaust að prófa eitthvað nýtt þannig að það er kannski ekkert skrítið að mað- ur sé orðinn leiður á plötunni þegar hún kemur loksins út. Yfirleitt finnst okkur hræðilegt að vera í stúdíói og á meðan við vorum að taka upp nýju plötuna reyndum við að spila vel og vera penir. Það bara gekk ekki. Stundum hreinlega misþyrmdum við lögunum en þá gerðist það kannski að lag- ið varð betra fyrir vikið, þannig að þetta var ekki að öllu leyti hræðilegt. Samt sem áður er hrikaleg reynsla fyrir okkur að vera í hljóðveri mánuðum saman og við erum ekki búnir með þlötuna ennþá. Við fáum líka stundum martraðir út af þessul" Þeir semja lögin í samvinnu. Einn þeirra fær kannski hug- mynd að laglínu, aðrir bæta við og smám saman verður til lag. Sama má segja um text- ana en þeir fjalla meðal ann- ars um daglegt líf í Finnlandi og vonbrigði ( ástum. Þeir semja textana á alþýðumáli og segja að það sé ekki mikið um Ijóðrænu í þeim. Snúum okkur frá textunum yfir í finnsku rokk- senuna. - Hvernig er staðan í finnsku rokki núna? „Megineinkennið er að við eigum nokkrar mjög vinsælar hljómsveitir og þær eru eigin- lega risar á markaðnum. Svo er mikið af ungum, efnilegum sveitum sem gefa út hjá óháð- um merkjum. Markaðurinn skiptist eiginlega á milli hinna stóru og smáu og það eru alls konar stefnur í gangi. Það nýj- asta er að við höfum nú eign- ast mjög vinsæla þjóðlaga- sveit, VERTINA. Hún hefur meöal annars spilað á WOMAD.“ (World of Music, Arts and Dance er hátíðin sem Peter Gabriel stendur nærri. Innsk. GHÁ). BLESS, SYKURMOLARN- IR OG LANGI SELI OG SKUGGARNIR GÓÐAR SVEITIR - Hvað um íslenskt rokk, haf- ið þið kynnt ykkur það? „Já, við höfum heyrt í nokkr- um sveitum sem okkur finnst góðar, til dæmis Bless og Langi Seli og skuggarnir. Ekki má gleyma Sykurmolunum og svo heyrðum við í hljómsveit sem lék gamla rokkslagara, svo sem Wild Thing.“ Hér eiga þeir bræður við Sniglabandið og ég útskýri fyrir þeim að sú sveit hafi orðið til upp úr Bif- hjólasamtökum lýðveldisins. P-K spyr í framhaldi af því hvort þeir eigi Harley David- son mótorhjól og Asko spyr hvort þetta séu einhvers konar Vítisenglar (Hell's Angels). Ég svara því til að sumir þeirra eigi Harley hjól en þeir séu al- veg örugglega stilltari og hafi betri ímynd en Vítisenglarnir bandarísku. Þar með er for- vitni Asko og P-K svalað. Ég spyr hvort þeir telji að ís- lensk rokktónlist hafi einhverja sérstöðu og þeir segja að hér á landi skapist sérstaða tón- listarinnar kannski vegna þess að landið sé eyja og ekki búi hér mikið af fólki. Hér finnst þeim líka áberandi hvað tón- listarmenn séu jákvæðir í garð annarra tónlistarmanna. í Finnlandi segja þeir að af- staða tónlistarmanna innbyrð- is sé mjög neikvæö, til dæmis tali þungarokkari ekki við rokkabillígæja og öfugt. Þetta endursþegli að hver vilji vera í sínu horni. Þeir segja einnig að afstaða fólksins til daglegs lífs sé líka mjög neikvæð. Þeim finnst þetta ekki áberandi hér og þeim hefur liðið mjög hér. „Fyrir okkur er dvölin hérna eins og sumarleyfi, allt annað en til dæmis í Frakklandi þar sem við þurftum að hanga í rútum meira eða minna. Mjög leiðinlegt. Hér slöppum við virkilega af og njótum þess að vera hérna.“ GRUNDVÖLLUR FYRIR FINNSK-ÍSLENSKUM ROKKSAMSKIPTUM Það berst í tal að hér hafi ný- lega verið mikið af frönskum listamönnum og þegar þeir heyra nafnið Les Satellites segja þeir mér að þeir hafi spil- að með þeirri hljómsveit í Frakklandi og haft sömu fram- kvæmdastjórn og hún - á meðan þeir voru úti. Telja þeir að hægt væri að koma á finnsk-fslenskum rokksam- skiptum? „Alveg örugglega og við vit- um um helling af finnskum hljómsveitum sem eru meira en fúsar til þess að koma hingað. Við gætum örugglega talið upp tíu núna strax. Þær væru líka til í að gera þetta fyr- ir lítinn pening. Það er nefni- lega ekki svo algengt að finnskar hljómsveitir fái tæki- færi til að spila erlendis. Okkur Ifst mjög vel á þetta." Þeir voru að fara f hljóðprufu og því var kominn tími til að slíta samtalinu. Heima í Finn- landi bíður þeirra tónleikaferð, lítil að vísu, síðan það erfiða verkefni að klára plötuna og finna nafn á hana. „Úff, það gæti orðið ein martröðin enn,“ segja þeir Asko og P-K í hljómsveitinni 22 Pisterpirkko. Espe tromm- ari var að stilla trommurnar. Alltaf sömu vandræðin með þessa trommara. □
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.