Vikan


Vikan - 14.11.1991, Side 92

Vikan - 14.11.1991, Side 92
ÞÝÐING: LÍNEY LAXDAL ÞANNIG HERÐA JAPANIR BÖRNIN Þetta á að herða börnln f lelkskólanum f Kawasaki. með tölvuspil eða lesa teikni- myndablöð , segir forstöðu- kona leikskólans, Naohiko Yoshida. - Þess vegna var á- kveðið 1969 að hafa þetta svona strangt í þessum leik- skóla. Það hefur sýnt sig að það ber árangur. Börnin mega vera í bol í mestu kuldunum en þau vilja það ekki. Þau vilja ekki vera öðruvísi en hinir. Dagurinn byrjar á því að allir hlaupa sér til hita. Þetta hefur reynst vel. Börnin verða sterk- ari, þora að taka áhættu, þau eru sjálfstæð og gengur vel að læra. Meira að segja vilja þau ekki vera inni heima hjá sér lengur því þar er alltof heitt fyr- ir þau. Þau vilja heldur leika sér úti þó þau séu að krókna úr kulda. Þessi börn fá kvef eins og önnur börn en það var- ir mun skemur. Það hefur sýnt sig að þegar börnin héðan byrja í venjulegum skóla klæða þau sig vel en þau sakna skólans hér. - Mig langar ekki að byrja í venjulegum skóla, segir Tom- oko Koizumi. Hún er pínulítil en hraustleg og sjálfstæð þrátt fyrir ungan aldur. Þetta er kannski aðferð til að gera okkur íslendinga sterkari, andlega sem Ifkamlega. Ekki mun af veita. □ Japönsk börn búa við verri aðstæður í leik- skólanum en nokkrir her- menn gætu sætt sig við. Þetta lítur kuldalega út en er samt sannleikanum sam- kvæmt. Börnin f sumum leik- skólum í Japan eru undir harð- stjórn frá fyrsta degi. Jafnvel í köldustu veðrum verða börnin í leikskóla einum í Kawasaki í Japan að vera ber að ofan, líka þegar þau leika sér úti. Þau læra f óupp- hituðum kennslustofum. Þau mega vera í skóm, kannski sokkum og stuttbuxum og með húfu. Kennararnir mega vera fullklæddir! Þetta er ekki hegning heldur er þetta skylda fyrir öll 3—6 ára börn í þessum leikskóla. Þetta á að gera þau sterkari, líkam- lega sem andlega. Fólk gat lif- að nakið í náttúrunni fyrir mörg hundruð árum og því er þetta talið alveg eðlilegt. - Börn í Japan eru svo of- drekruð og vernduð að þau vilja helst ekki vera úti þegar snjóar eða rignir. Þau vilja heldur sitja inni og leika sér GRASKER Frh. afbls. 90 sannað að þau séu karlmönn- um sérlega holl því neysla þeirra dragi úr hættu á blöðru- hálskirtilssjúkdómum. Fræin eru einnig góð fyrir konur því að þau hafa styrkjandi áhrif á blöðruna. Efnin í fræjunum og olíunni minnka hættu á blóð- rásarsjúkdómum og draga fremur úr en auka kólestról í blóði. Við höfðum samband við þrjár verslanir í Reykjavík: Kornmarkaðinn, Heilsuhúsið og Náttúrulækningabúðina. í öllu þessum verslunum fást graskerjafræ. Þau eru upp- runnin í Kína og Ijósgræn að lit en fræin í Austurríki eru aftur á móti dökk og sama gildir um olíuna. Olían fæst þó ekki í þessum verslunum. I Heilsu- Hér sést flaska með graskerja- olíu, lítill poki með fræjum, sem þykir skemmtileg vinargjöf í Austurríki, og svo nokkur dökk graskerjafræ. Þau eru svo sérkennileg á bragðið að þegar fólk byrjar að stinga upp í sig fræjum ætiar það aldrei að geta hætt aftur. húsinu fást reyndar bæði Ijós og dökk fræ. Um uppruna þeirra dökku vitum við ekki en þau koma hingað frá Dan- mörku þar sem þeim er pakkað. Graskerjafræin eru seld eftir vigt og kosta 500 til 600 krónur kílóið. Dökku fræin eru þónokkuð dýrari en þau Ijósu. Nú er bara að reyna eitt- hvað nýtt, fá sér graskerjafræ til að maula í staðinn fyrir hnetur eða kartöfluflögur eða til að bæta út í brauðdeigið næst þegar brauð er bakað. Það má líka strá fræjunum yfir salatið úr því ekki fæst hér graskerjaolía. Þar með fæst þetta sérkennilega bragð sem fræjum og olíu fylgir. Hver veit nema heilsan eigi þá eftir að batna ef hún er ekki upp á það besta. 92 VIKAN 23.TBL1991
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.