Vikan


Vikan - 23.01.1992, Page 6

Vikan - 23.01.1992, Page 6
TEXÍI: HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR MYNDIR: RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON Hestarnir hafa löngum átt stað í hjarta Óla. Hér stendur hann við eitt verka sinna, sem prýðir áfengisútsöluna á Akureyri. ÉG BORGADI HVERJA EINUSTU KRÓNU AFIUR - SEGIR ÓLI G. JÓHANNSSON BÓHEM Á AKUREYRI í OPINSKÁU SPJALLI aö stóð ekki á viöbrögðum þegar Akureyringar fréttu aö viðtal við hann væri á döfinni. Allir höfðu skoðun á honum - hvort sem þeir þekktu hann eða ekki. Og allir höfðu einhverja ímynd af honum á reiðum höndum, þó sumir væru varfærnari en aðrir. Eftir stóð að Óli G., áður fyrr nefndur Óli Jó., var auðheyrilega maður sem fólk hafði ekki komist hjá að taka afstöðu til út frá hinum ýmsu forsendum - sönnum sem lognum og allt þar á milli. Hann klæðist svörtum regn- og rykfrakka utan yfir trimmgalla; I augunum blanda íhygli, yfirlætis og ólgu. Minnir svolítið á hinn sígilda, tilfinningalega hnútamann sem birtist Ijóslif- andi í einhverri danskri nútímaskáldsögu; við- kvæmnislega luntalegur á gamlan bóhem- máta - svona á yfirborðinu. „Ég fæddist á Akureyri 13. desember 1945, í Hafnarstræti 79 sem er forskalað timburhús, hérna í Innbænum.'Foreldrar mínir eru Jóhann G. Guðmundsson, fyrrverandi póstmeistari, og kona hans, Hjördís Óladóttir, sem staríar enn sem vaktstjóri á langlínudeildinni. Og þau eignuðust auk mín tvær dætur og einn son.“ Hann kveikir í sígarettu og virðir blaðamann- inn fyrir sér - svo nákvæmlega aö ætla mætti að hann hefði í hyggju að snúa hlutverkunum við. Svo glottir hann þegar hann sér að blaða- 6 VIKAN 2. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.