Vikan


Vikan - 23.01.1992, Side 7

Vikan - 23.01.1992, Side 7
► Sjórinn er aldrei langt undan. Eitt af verkum Óla sem tengjast sjónum og sjómennsk- unni. maðurinn hefur orðið þessa var og vindur sér í æskufrásagnir. „Ég gekk í þann barnaskóla sem hér nefnist Barnaskóli íslands og man ekki hvernig sú nafngift varð til. Þar var ég hafður hjá sama kennara alla tíð - það þótti víst heppilegast - honum Páli Gunnarssyni sem var jarðsettur nú í byrjun desember." - Hvers vegna skipti það svo miklu máli? „Ætli það hafi ekki verið vegna skaplyndis. Páll var Húnvetningur, umburðarlyndur og þekkti sína ætt. Það hefur sjálfsagt ekki veitt af því gagnvart mér. Og ég hef alla tíð talið mönnum það til sérstakra kosta að vera Hún- vetningar. í raun er ég nefnilega miklu meiri sveitamaður en góðu hófi gegnir; eða svo segja ýmsir í fjölskyldunni." - Ekkert upptekinn af hinu svonefnda Akureyrar-aristókratíi? „Nei, ætli það. Það má vera eins og það er. Það spannst nú upphaflega í kringum nokkra útlendinga hérna, mest Dani, svo þá sem tóku sér ættarnöfn og svo menn sem hafði lánast að öngla saman peningum og héldu íburðar- mikil heimili. En aristókratí - ja, séu uppi ein- hverjir tilburðir í þá átt nú til dags er það hjá- ræna sem höfðar ekki til mín.“ - Aldrei reynt eða langað til að vera f fín- um klubbum eða félögum? „Ha, jú, ég prófaði svo sem þrátt fyrir varn- aðarorð pabba og afa, þar á meðal Oddfellow- regluna en hún átti ekki við skap mitt. Þeir voru búnir að segja mér það en auðvitað varð ég að vaða til að prófa samt - eða kannski einmitt vegna þessara viðvarana. Það getur vel verið að einhverjir séu enn þann dag í dag að reyna að ganga um með stífan flibba. Þeir mega það. Mér finnst hins vegar að allt hafi jafnast út í meðalmennsku." - Æskan og uppeldið - föðurhús og fjöl- skyldan? „Ég ólst auðvitað upp hjá foreldrum mínum sem bjuggu framan af í kjallaranum hjá Jóni Sólnes á Bjarkarstígnum en byggðu sér síðar hús í Engimýrinni. Jón var mikill öndvegismað- ur sem átti eftir að reynast mér vel síðar. Ég var líka afar mikið undir handarjaðri afa míns og ömmu og átti ófáar stundir með þeim í Hafnarstrætinu. Sumir segja að afi hafi spillt mér, skemmt mig, en það var þá á réttan hátt aö mínu viti. Það var alltaf sérstakur strengur á milli mín og gamla mannsins; strengur sem aldrei brast, hvað sem á dundi.“ - Æskuvinir og félagar? „Sérstaklega voru það nú þeir Axel Gísla- son og Guðmundur Sigurðsson sem nú rekur leikfangaverslunina París hér í bæ. Með þeim átti ég margar ánægju- og uppátektastundir. Við Guðmundur höfum fjarlægst hvorn annan á fullorðinsárum eins og oft vill verða; aðrar áherslur, ólfk áhugamál. En við Axel höldum enn talsverðum kunningsskap þó svo að hann sé búsettur fyrir sunnan. Það var margt gert og sjaldan ef nokkurn tíma dauðar stundir. Til dæmis má segja frá því að við smíðuðum kajaka að grænlenskum hætti, fermingarsum- arið okkar. Við fengum aðstöðu á bak við póst- húsið hjá afa og líka raunar inni í sal sem aldrei var notaður nema þegar almest var að gera á póstinum. Kajakarnir komust á sjó og mikið var róið. Það má eiginlega segja að við höfum farið í útgerð því þá var hér mikil polla- síld og við rerum girmmt og gráðugt, inn í næt- urnar sem búið var að leggja. Og karlarnir, ja þeir gáfu okkur síld sem við skiptum svo á milli okkar. Þá gladdist nú kattastóðið heima hjá mér.“ Hann starir fram fyrir sig, gleymir sér ef til vill við gamalt mjálm, sem enn býr í hugan- um, en rífur sig svo upp. „Það hafa alltaf verið mörg dýr í kringum mig.“ - Hvað um íþróttir og annað sem flestir strákar lögðu stund á?“ „Aldrei fórum við í boltann. Það var sundið sem heillaði og sjö eða átta ára var ég farinn að æfa sund af miklum móð og hélt mig lengi við það. Ég náði þvf að veröa drengja- og síð- ar unglingameistari í skriðsundi og baksundi ásamt fleiri greinum og þá var keppt víða um land. Að vísu voru þessir félagar mínir ekki í keppni heldur voru meira eins og fram- kvæmdastjórar í kringum sundiðkunina hjá mér.“ STOFNAÐ SUNDFÉLAG - Var þá öflugt sundfélag á Akureyri? „Nei, ekki var því til að dreifa og satt best að segja fórum við í fýlu við íþróttafélögin KA og Þór þvf þau vildu helst engu sinna nema bolta- íþróttum. Það varð til þess að við stofnuðum sundfélagið Óðin og fjórtán eða fimmtán ára varð ég formaður þess. Enn eigum við hér hina ágætustu sundmenn." Óli G. talar lengi í einu, segir lipurlega frá en hættir svo af slíkri skynd- ingu að manni bregður aðeins og þarf að taka sér tak til að fara aftur í hlutverk spyrilsins. Raunar situr hann með hálfvegis spyrjandi svip á meðan hann talar, rétt eins og honum komi þetta ekki ýkja mikið við. „Og svo var það auðvitað veiðiskapurinn og flugið. Ég fékk afar áleitinn veiðivírus strax barn að aldri og fimmtán ára var ég svo kom- inn á kaf í flugið; svifflugið. Okkur félögunum varð býsna tíðförult inn á Melgerðismela að hanga yfir svifflugum og því sem þeim fylgdi. Og svo var lært flug. Fyrst svifflug og svo tók vélflugið við. Ég tók samt aldrei nema einka- flugmanninn. Slasaðist raunar á auga þannig að sjónin var ekki flugfær á stórum skala. Já, ég fékk járnflís í augað á Seyðisfirði, sumarið sem ég varð stúdent. - Annars var þetta ekki bara sund, veiðar og flug; hestarnir voru aldrei langt undan. Þeir hafa nánast alltaf verið föru- nautar mínir.“ Hann kveikir í enn einni sígarettunni og drekkur sterkt te með púðursykri. „Sjáðu til, ég var snemma sendur í sveit, fimm ára eða svo, bæði af brjóstgæðum og velvilja en sennilega líka af því að gott var að hafa mig fjarstaddan öðru hverju. Ég var í Vatnsdalnum, í Þórorms- tungu, hjá sómafólki. Þetta var fyrir tíma brúnna sem nú eru yfir Vatnsdalsána og aðal- samgöngutækið var hesturinn. Örlítill naggur fékk þarna það hlutverk að ríða út í Ás að sækja póstinn. Mikið skelfing sem mér þótti þessi samgöngumáti strax heillandi." - Hvenær eignaðistu þinn fyrsta hest? „Það get ég þakkað afa, eins og fjölmargt annað. Hann hafði erft jarðarskika á Blönduósi eftir foreldra sína. En þar eð hann ætlaði ekki að nýta hann til neins, gaf hann bróður sínum skikann. Þessi afabróðir minn sendi honum svo bleikálóttan fola sem afi gaf mér. Gripurinn var í tamningu hjá Hirti Gíslasyni i einn vetur og svo tók ég við.“ f VEIÐISKAP MEÐ ÁSGEIRI FORSETA - Fékkstu ef til vill lika tækifæri til að sinna veiðiskap þarna í Vatnsdalnum? „Já, svona að vissu marki. Raunar gerðist það að á miðju sumri, þegar ég hafði verið sjö sumur í sveit, tók ég mig upp og fór heim til að geta lagst í laxveiðina með pabba. í Vatns- dalsánni var bara hreint ekkert hægt að renna fyrir fisk án þess að vera veiðiþjófur og barn- ungur var ég tekinn þar fyrir veiðiþjófnað." - Var það mikið áfall? „Nei, ekki held ég það. Þannig var að ég hafði farið suður meö Múlanum á góðan veiði- stað sem ég vissi um og var að gera klárt á bakkanum þegar heljarmikil drossía renndi þar að og út stigu tveir virðulegir, gráhærðir menn, bílstjóri þeirra og léttadrengur. Þeir vinda sér þarna að mér og spyrja hvort ég hafi veiðileyfi. Og ég hélt nú það! Hvaðan ég hefði það þá? Nú, frá honum Tryggva Ófeigssyni frænda mínum, sem hefði ána á leigu ... ja, það stóð ekki í mér þann daginn, svo mikið er víst. Auk þess vissi ég að pabbi og Tryggvi voru ná- skyldir og mér fannst þetta vel við hæfi. Ja, það var merkilegt að tarna, sagði annar mann- anna, því ég er Tryggvi Ófeigsson og hérna er hann Ásgeir Ásgeirsson, forsetinn okkar. Og þannig æxlaðist það að ég var allt í einu lentur í veiðiskap með þessum tveimur mönnum. Þetta var ágætur dagur og i lok hans óku þeir mér heim á bæinn. Það varð uppi fótur og fit, 2, TBL. 1992 VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.