Vikan


Vikan - 23.01.1992, Side 8

Vikan - 23.01.1992, Side 8
gestunum boðið til Norðurstofu, sem aðeins var notuð við hátíðlegustu tækifæri. Þarna voru þeim bornar bestu veitingar en þegar drossían góða renndi úr hlaði, suður tröðina, var ég tekinn og rassskelltur fyrir mitt ósvífna æði, veiðiþjófnað og vondar lygar. Raunar hitti ég Ásgeir forseta síðar, þegar ég var leiðsögu- maður við Laxá í Aðaldal, en ég fann mig nú ekki sérlega knúinn til að rifja þessa sögu uþþ svo ég lét kyrrt liggja." „OG ÉG ÁKVAÐ AÐ VERÐA LISTMÁLARI“ - Þú talar mest um útivirkni af ýmsum toga. Lastu aldrei stafkrók, fyrir utan kannski nauðsynjalestur i skólabókum? „Nei, það getur ekki heitið. Ég hef aldrei ver- ið neinn lestrarhestur; helst ég læsi Ijóð eftir ýmsa höfunda. Amma hélt svolítið að mér Ijóð- um því hún var Ijóðelsk í betra lagi. Ég hef helst lesið húnvetnska ættfræði og svo ætt- fræði hrossa. Húnvetningar eru hið sanna aristókratí í þessu landi, mikið fólk og magnað í gerð sinni." Óli G. horfir ögrandi á blaða- manninn eins og hann vilji segja - vefengdu þetta ef þú þorir. Blaðamaðurinn hefur ráð undir rifi hverju og segir honum snarlega frá bræðrunum fimm, náfrændum sínum, bænd- um í Húnvatnssýslu og ögrunin hverfur úr svip viðmælandans. „Ég verð líka að segja þér eitt sem gerðist í Húnavatnssýslunni; þar fékk ég staðfestingu á því að það væri eitthvað afar sérstakt við það að vera listmálari. Mig hafði nú reyndar grunað það frá smábarnsaldri en þegar ég var sendur sem burðarkarl með Eyjólfi Eyfells þá sann- færðist ég fyrir lífstíö. Þarna fórum við inn að Jökulstöðum, karlinn sat og málaði og drakk Drabuie. Bændurnir báru í hann brennivín og létu mikið með hann. Og ég ákvað að verða listmálari.“ - Komu hæfileikar þar ekkert við sögu, að þínu mati?“ „Hæfileikar? Ég hef aldrei efast um að ég hefði hæfileika. Frá barnsaldri teiknaði ég ætíð mikið og sem dæmi get ég sagt þér að ef amma þurfti að hafa mig góðan einhverja stund lét hún mig teikna eða þá hún teiknaði handa mér dýr að sauma út. Og enn í dag gætir fuglanna hennar ömmu í málverkunum mínum. Ég er ekkert að fínisera þá eða pússa til; ekki fuglana hennar ömmu. Þeir fá að vera eins og þeir eru, þar sem þeir birtast." Hann situr svo merkilega kyrr þessi maður, alls ólíkur mörgum sem aka sér til og eru sífellt að skipta um stellingar við hverja spurningu. Kannski er það vegna þess hve lítið þarf að spyrja hann. Og samt er spurt. FALLEINKUNNIR OG EIGINKONAN - En menntavegurinn? „Það var lagt upp í MA að hefðbundnum norðlenskum hætti en ég er ekki með því að segja að leiðin hafi legið bein og breið fyrir fót- um mér. Mér tókst að falla illyrmislega í frönsk- unni og svo stærðfræðinni, svo ég er þaul- kunnugur því að lesa upp og endurtaka próf. Skólameistari, sá ágæti maður Þórarinn Björnsson, boðaði mig til sín á beinið og sagði mér föðurlega að hann vissi fullvel að skólinn væri mér bara eins og fimmta hobbíið en hins vegar gæti ég vel lokið þessu af ef ég kærði mig um. Það mun hafa verið eitthvað nálægt „Ég hef alla tið verið mikill fagurkeri... “ ##Ég set samasemmerki á milli margra þessara rauðsokkalcvenna sem ekki snyrta sig og eru klepróttar og illa hirts hests sem stendur klepróttur í stíu sinni## ##Ég hellti mér sem sagt á ffullt í mólverkiÓ, hestana og tamningarn- ar, um leið og ég var laus við frímerkjalímiÓ og peningana## ##Ég trúi því að líffs- hlaupiÓ sé meira eða minna ókvarðað ffyrirfram. Við fæðumst inn í ókveðið mynstur og getum róðið þar ýmsum smóotriðum en heildar- stefnan er mörkuð fró upphafi## því þegar ég var við það að nenna þessu ekki lengur. Hins vegar græddi ég talsvert á þess- um föllum, svona þegar upp var staðið. Senni- lega hefði ég ekki kynnst konunni minni ef ég hefði ekki lent í þessu veseni með falleinkunn- irnar. Annars var ég raunar búinn að sjá hana áður en ég kynntist henni en áttaði mig ekki á því fyrr en mér var bent á það í brúðkaupinu okkar." - NÚ? „Það var þannig að við vorum á ferð hérna fyrir austan nokkrir félagar á leiö inn á Mý- vatnsöræfi og komum við í sjoppunni við Ein- arsstaði í Reykjadal. Við vorum hver öðrum hressari og félögum mínum þótti svo upplagt að bekkjast við litla, fallega stúlku sem þarna var og aukinheldur í rauðri peysu. Þeir létu illa og voru með alls kyns kerskni. Þegar við vor- um svo komnir aftur upp í bílinn, sem var Dodge Weapon, sagði ég upp úr eins manns hljóði: Bölvaðir drullusokkar getið þið verið að láta svona við þessa fallegu stúlku. Vitið þið ekki að þetta er konuefnið mitt? Þessa minntist ég svo ekki aftur fyrr en frændi hennar, sem hafði verið með í ferðinni, minnti mig á þetta á brúðkaupsdaginn. Hann hafði þá tengt atburð- ina í huga sér.“ - Þetta leiðir auðvitað hugann að ást- inni. Hvað um hana á menntaskólaárun- um? „Ástina? Ég var svo upptekinn af æfingum og metum, hestum, sundi, veiði og flugi að ég held ekki að hún hafi náð að skipa mjög veg- legan sess. Auðvitað tók maður fljótt eftir stúlk- unum og ég býst við að ég hafi sussum kikkað eitthvað á blessaðar dúfurnar. En ég var langt frá því að vera yfirkominn af löngun eftir að binda mig. Ég man eftir þessum strákum sem voru komnir á fast í hvelli. Dömurnar héngu utan á þeim eins og tyggjóklessur og þeir máttu sig hvergi hreyfa fyrir þeim; í frímínútun- um og hvar sem var. Þeir þurftu beinlínis að fá leyfi til að bregða sér frá eitt andartak. Einum kunningja mínum var til dæmis boðið á árshá- tíð fram á Laugaland, í kvennaskólann. Hann mátti ekki fara fyrir dömunni og ég tók að mér ferðina í hans stað. Ég átti samt ágæta vini, stúlkur sem eru vinir mínir enn þann dag í dag og það hafði ekkert með nein trúlofunarmál að gera. Ég get til dæmis nefnt Helgu Jónsdóttur leikara og Sólveigu Eggertsdóttur, konuna hans Þráins Bertelssonar, og Bríeti Biltvet. Fínar konur það! Auðvitað varð maður skotinn en það var þá aldrei nema til einnar nætur. Kannski að genin í mér hafi raðast ekki ósvip- að og í langafa í Langadal; hann átti þrettán börn með þremur konum! En þess ber þó að geta að ég held að það hafi örugglega verið á þeim tíma sem ég var í MA að hefð var að skapast í þá veru að skólapiltar þar sæktu mjög á miðin í heimavist hjúkrunarnema. Nú og stundum var mokfiskirí þar, stundum ör- deyða eins og gengur." FAGURKERI Á KONUR - Fyrst minnst er á fiskirí á þessum horm- ónamiðum, hver voru þá viðhorf þín til rauðsokkanna? „Eigum við ekki alveg eins að tala um við- horf til kvenna sisona almennt? Ég hef alla tíð verið mikill fagurkeri og hef jafnframt alltaf haft afskaplega gaman af kvenfólki. Falleg kona er fallegt fyrirbæri, rétt eins og fallegt hross er fallegt fyrirbæri. Ég hef alltaf verið lunkinn við 8 VIKAN 2. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.