Vikan - 23.01.1992, Qupperneq 9
að hafa í kringum mig fallegar konur en þær
verða líka að vera þokkalega greindar og við-
ræðugóðar. Hreinræktaðar rauðsokkur eru
gersamlega óþolandi fyrirbæri."
- Hvers vegna?
„Ég set samasemmerki á milli margra þess-
ara rauðsokkakvenna sem ekki snyrta sig og
eru klepróttar og illa hirts hests sem stendur
klepróttur í stíu sinni. Þær gætu nefnilega
margar hverjar litið mjög vel út. Þetta særir
hreinlega fegurðarskyn mitt. Og svo þessi yfir-
gangur og einstrengingsháttur sem einkennir
þær margar...“ Óli G. glottir og blaðamaður-
inn hefur hann jafnvel grunaðan um að vera að
gá að viðbrögðum hjá sér! „... sjálfsagt er ég
bölvuð karlremba ... já, ég er það.“
- Er það þá konum sérstaklega til fram-
dráttar og bjargar, fremur en karlmönnum,
að líta vel út?
„Nei, ég legg það að jöfnu hjá kynjunum. Ég
er að tala um snyrtimennsku." Greinilega fæst
ekki orð um það meir og ber að víkja talinu að
öðru.
PRÍMUS Á BIRKIMELNUM
OG KENNSLA NYRÐRA
- Þú fékkst einhvern tíma við kennslu, var
það ekki?“
„Æ, jú, maður hefur komið nálægt ýmsu um
dagana. Kennslan hófst þannig að ég hafði
þénað vel á síld en samt ekki nægjanlega svo
ég gæti gert það sem hugurinn stóð til, sem
sagt að fara á listakademíuna í Kaupmanna-
höfn. Ég fór til afa og bað hann bjarga mér um
það sem á vantaði. Hann hélt nú ekki. Ef ég
færi út í slíkt yrði ég áreiðanlega drykkjusvoli
og aumingi. Og þarna stóð ég með meðmæli
frá Svavari Guðnasyni upp á vasann! Gamla
manninum var ekki úr að aka og ég sá mitt
óvænna og innritaðist í viðskiptafræði í há-
skólanum. Við Axel vinur minn leigðum okkur
svo sitt hvort kvistherbergið á Birkimelnum en
borðuðum niðri á Garði. Þar var afskaplega
vondur matur fannst okkur, fordekruðum á
góðum mömmumat. Og svo keyptum við prím-
us og mölluðum á honum þennan vetur."
- En kennslan?
Sagnamaðurinn sendir blaðamanninum illt
augnaráð - bara rétt í svip. „Það kemur að
henni en upphafsins er þarna að leita. Um ára-
mótin held ég satt að segja að áhuginn á við-
skiptafræðunum hafi verið horfinn, hins vegar
var verulegt starf að stunda þær samkomur
sem buðust á Loftleiðum, Sögu, í Glaumbæ og
jafnvel stöku stað öðrum. Þetta gat tekið allt frá
fimmtudegi til og með sunnudagskvöldi. Það
var ærinn starfi eins og þú hlýtur að sjá. Að
vísu var konuefnið norður í landi en sú stað-
reynd hefti lítt för mína um næturlífið. Mér
tókst þó að vinna nokkurn sigur þarna á forn-
fjanda mínum stærðfræðinni, varð næsthæst-
ur með 14 af 16 mögulegum og þar naut ég
þess að vera alltaf að lesa með vini mínum úr
máladeild sem þurfti talsverðrar ítroðslu við.
Um vorið var fyrsta próf enska og í henni hafði
ég alltaf verið góður; já helvíti góður. En mér
tókst að sofa yfir mig og mæta of seint, missa
af megninu af fyrsta hluta prófsins sem var les-
inn upp á ensku og sat svo aftarlega þarna
uppi í hátíðarsal og heyrði ekki baun. Annað
var í þeim stíl en ég skilaði ágætri teikningu
man ég. Svo fór ég norður og Alan Boucher
enskukennari leitaði vítt og breitt að mér en
fann ekki því ég fór til Seyðisfjarðar á síld." En
„Mikil skelfing hvað mér þótti þessi samgöngumáti strax heillandi."
kennslan, kennslan? Blaðamaður þorir ekki að
impra á henni aftur. Óli lítur ábúðarfullur á
Kent sígarettuna áður en hann kveikir í henni.
„Það var svo þarna um haustið að ég réð
mig í kennslu við Barnaskóla íslands - stofu
átta. Mér var tjáö í upphafi að ég fengi þennan
bekk því ég væri enn óþreyttur af völdum
kennslu. Þetta var skemmtilegur bekkur en
ódæll og mörg barnanna hörmulega á vegi
stödd í náminu. Þess vegna reyndi ég nú eftir
föngum að stagla í hin þekkingarlegu göt,
sleppti til dæmis kristinfræöi og tók grunnfögin
í staðinn. Foreldrunum þótti sumum hverjum
nóg um og kvörtuðu undan álaginu á börnin.
Engu að síður fylgdi ég nokkrum þessara
nemenda eftir, hjálpaði þeim upp gagnfræða-
skóla og síðar í menntaskóla. En samleið átti
ég enga með skólastjóranum. Ég sá hann eitt
sinn tyfta dreng sem hafði kastað snjóbolta á
heldur óvarfærinn hátt - hann beinlínis lúskr-
aði á barninu. Þar kom ég að með skap mitt og
hótaði öllu illu, alla vega svo illu að mér bauðst
ekki að kenna þarna aftur. Ég kenndi þá bara
við stýrimannaskólann og vélskólann; ís-
lensku, ensku, dönsku og svo siglingafræði,
hana hafði ég úr fluginu. - Já og þó einkenni-
legt megi virðast eftir föll mín í stærðfærði í
menntaskóla þá hef ég sífellt verið að hjálpa
einhverjum með stærðfræði í gegnum tíðina."
LEIDDIST Á PÓSTINUM
- STOFNAÐ GALLERÍ
- Hvenær kom þá að pósthúskaflanum,
þessum kafla sem kunnugir bíða hvað
spenntastir eftir að lesa um?
Hann glottir ekki einu sinni en horfir aðeins
svolítið þreytulega á spyrjandann. „Jú, jú, það
kom að honum. Ég var þarna orðinn kvæntur
maður, þegar ég var beðinn að leysa af á póst-
inum um tveggja mánaða skeið. Við afi skipt-
um þessu á milli okkar en þá var hann kominn
á eftirlaun. Þessir tveir mánuðir urðu að tuttugu
árum - og mikið óskaplega leiddist mér nú að
vinna á póstinum! En hann afi kom á hverjum
degi og heimsótti mig, öll árin sem hann átti
eftir ólifuð. Ég var ákaflega háður honum and-
lega og tilfinningalega; það breyttist aldrei. Það
varð svona fastur póll í tilverunni hjá gamla
manninum að líta inn hjá mér. Pabbi tók á sín-
um tíma við af afa sem póstmeistari, konan
mín vann þarna og mamma. Gárungarnir
nefndu þetta auðvitað fjölskyldufyrirtæki. En
hún Lilja, konan mín, hætti þarna þegar við
vorum búin að vera saman í fimm ár, þá eign-
uðumst við barn. Nú ég hækkaði í stöðu, fékk
nefnilega vinnuna hennar og svona þokaðist
þetta í gegnum árin.
Allt í einu var ég kominn með fjögur börn
innan sömu sex áranna og einhvers staðar
urðum við að búa. Við keyptum blokkaríbúð en
þakið fauk af blokkinni og það var svo sem allt
í lagi. Svo var það í afmælisveislunni minni að
við Guðmundur vinur minn ákváðum að nú
færum við að byggja. Við fengum svo lóð í út-
jaðri bæjarins, við Fteynilund, og það var létt
að byggja. Verðbólgan sá um lánin. En mér
leiddist í vinnunni, málaði mikið og var eins
mikið í návist hestanna og mér var unnt. Það
gerðist engu að síður margt afar minnisstætt.
Ég opnaði gallerí, fyrsta galleríið á (slandi,
Gallerí Háhól. Fram að þeim tíma mátti heita
að myndlist hefði ekki selst á Akureyri. Ég
kynntist ýmsum dáindisgóðum drengjum,
ágætum listamönnum og konum og galleríið
seldi grimmt. Ég fékk sýningar hingað norður í
löngum bunum og meðalaðsókn var um fjórtán
hundruð manns á sýningu. Háhóll sló mörg
sölumet, jafnt hvað mín verk áhrærði svo og
ýmissa annarra. Og það var mikið umleikis.
Kokkteilboð við hverja opnun, veisluhöld og
svo framvegis. Svo mettaði ég þennan
markað. Þar fyrir utan var þetta mikið starf og
málverkið mitt löngu farið að sitja á hakanum.
Það þolir enginn með stórt egó.“
- Hvenær hélstu þína fyrstu sýningu?
„Það var 71. Annars hef ég haldið sýningar
víða og tekið þátt í samsýningum. Þar get ég
nefnt til sögunnar Norræna húsið, Kjarvals-
staði og Listasafn ASÍ svo nokkuð sé nefnt. Og
ég seldi alltaf út og fékk ágæta dóma. Ja,
nema einu sinni. Þá sagði Ólafur Kvaran [
Sjónvarpinu: „Óli Jó. kann ekki að teikna en
felur vankunnáttu sína í rósaflúri." Þá varð ég
súr en líklega þó enn meira reiður. Morguninn
eftir þessa umsögn auglýsti ég í útvarpinu:
„Komið og sjáið umdeildu sýninguna í Nor-
Frh. á bls. 30
2. m. 1992 VIKAN 9