Vikan


Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 13

Vikan - 23.01.1992, Blaðsíða 13
í borgir og vafasöm hverfi þeirra. Þá stóð hinni Ijóshærðu Frónmær ekki á sama og brunað var beinustu leið á braut. „En við fórum meðal annars í Wet and Wild og Disney World. Þetta var æðis- leg ferð, sól og hiti, yndislegt," segir Laufey og þar með hafði draumurinn ræst. LÉTI SLAG STANDA Gæti hún hugsað sér að flytja til heitari landa til frambúðar? „Nei, ekki eins og staðan er í dag að minnsta kosti. Ég vil hafa fjölskyldu mína nærri mér en ekkert er þó útilokað í þessu fremur en öðru." Hún gerir sér ennfremur grein fyrir þvi að ýmsir möguleikar geti skapast erlendis fyrir hana við fyrirsætustörf. Laufey segist tilbúin að láta slag standa í þeim efnum, hún myndi taka slíkum tilboðum, fyrst til reynslu. „Ég get vel hugsað mér að takast á við fyrirsætu- störfin um tveggja eða þriggja mánaða skeið ef mér býðst það en ekki miklu lengur. Ég vil kynnast þessu áður en lengra er haldið því að ég veit í raun lítið um hvað málið snýst þó að forsíðustúlku- keppnin hafi gefið mér tölu- verða reynslu." Aðspurð seg- ist hún myndu leggja sam- bandið nýupptekna að veði þvi eins og hún segir sjálf er ekki mikið varið í samband sem ekki héldi yfir svo skammæjan aðskilnað. PÆLANDI ( MANNGERÐUM Laufeyju þykir gaman að pæla í manngerðum og hún gerir mikið að því að spá í fólk. „Mér finnst mikilvægast að fólk komið hreint og beint fyrir, að það sé það sjálft.“ Hrein- skilni og heiðarleiki eru eftir- sóknarverðir kostir að mati hennar. „Fólk á tvímælalaust að segja við mig það sem því finnst um það sem ég er að gera því þá reyni ég að gera betur,“ segir Laufey og telur að mistök séu til þess að læra af þeim. Hún er ekki farin að búa en æfir sig í eldamennsk- unni á föður sínum sem gerir oftar en ekki grín að henni. „Hann segir mér hvað betur má fara og ég læri af því,“ bætir hún við. Helsti galli í fari fólks finnst henni vera uppgerð, þegar fólk reynir að vera annað en það er í raun. „Maður sér það á sumum og mér finnst það ákaflega leiði- gjarnt." Laufey stendur nú á tvítugu og það þykir ekki hár aldur. Hvaða hugmyndir gerir hún sér um framtíðina hvað varðar stofnun heimilis og barneign- ir? „Ég er ekki tilbúin eins og er aö fara að eiga börn og stofna heimili en sé þó fyrir mér í framtíðinni aö ég verði góð móðir, hvort sem börnin verða tvö eða tíu," segir hún, forsíðustúlkan sem lýsir sér sem ákveðinni, stundum frekri og hreinskilinni. □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.