Vikan


Vikan - 23.01.1992, Qupperneq 16

Vikan - 23.01.1992, Qupperneq 16
OF MIKILL SMÁBORGARAHÁTTUR „Við erum fámenn þjóð og fylgjumst vel með en þó finnst mér oft á tíðum vera hér of mikill smáborgaraháttur. Mér er til dæmis alveg sama hvað þessi eða hinn gerir og er ekk- ert að velta mér upp úr því. Ég verð oft vör við fordóma, til að mynda gagnvart forsíðu- stúlkukeppninni og eiginlega var enginn sem sagði: „Já, Brynja. Farðu í þessa keppni!" En það var vegna þess að þetta fólk þekkti ekki um hvað var að ræða. En við, stelpurn- ar, ákváðum að gera keppnina góða og það var hún frá upp- hafi, engin spurning. Það kom best í Ijós á kynningarkvöldinu þar sem við vorum vissar um að enginn myndi mæta en VIKAN 2. TBL. 1992 húsið troðfylltist." Þetta finnst Brynju svolítið fyndið því það voru svo margir búnir að yfir efasemdum um keppnina. Þær féllu náttúrlega um sjálfar sig þegar til kom. „Esther Finnbogadóttir sig ótrúlega vel og okkur áfram sem vorum algerlega óreyndar í fyrirsætustörfum. Viö vorum svo erfiðar og hún þurfti að kenna okkur byrjun. Ég gæti ekki hugsað mér betri þjálfara. Þetta skipti svo miklu máli því að þetta var í fyrsta skipti sem keppnin var haldin og úrslitaatriði að vel tækist til.“ Brynja segir þær stúlkurnar oft hafa verið orðn- ar taugastrekktar en þeim hafi öllum komið mjög vel saman og hún vonast til að þær haldi hópinn í framtíðinni. MIKIL KEPPNIS- MANNESKJA „Það voru aldrei nein rifrildi eða neitt slíkt, nei, nei. Og mér fannst miklu skemmtilegra að taka þátt í keppninni en ég bjóst við,“ segir hún ánægð á svip. Gerði hún sér vonir um verðlaunasæti? „Nei, en ég er mjög mikil keppnismanneskja. Ég vil geta unnið úr þeim hæfileikum sem ég bý yfir því ég er mjög metnaðargjörn og vil gera vel það sem ég tek mér fyrir hendur. Ég á það jafnvel til að vera stundum of metnaðarfull. Til dæmis kom ekkert annað til greina en að vera best í ballettinum. Ég er mjög ánægð með annað sætið og finnst Laufey mjög vel að sigrinum komin," segir Brynja og hvernig sem blaðamaður reynir að finna vott af von- brigðum eða sársauka í raddblæ eða svipbrigðum er ekkert slíkt sjáanlegt. Hún er hreinskilin og einlæg þegar hún mælir þessi orð. FEIMNA BALLERÍNAN Brynja segist sjálf oft hafa ver- ið stimpluð sem þessi sem er yfirmáta merkileg með sig. Þetta segir hún orsakast helst af tveimur ástæðum. Annars vegar vegna þess aö hún er tiltölulega feimin að eðlisfari og hlustar frekar á samræður heldur en að leggja sífellt eitt- hvað til málanna þannig að lit- ið geti út fyrir að hún þykist eitthvað yfir aðra hafin. Hins vegar segir hún ballettdansara temja sér ákveðið fas. „Við erum útskeifar og fattar í baki þannig að maður lítur alltaf út fyrir að vera merkilegur með sig.“ Hún segist hafa orðið vör við aukna athygli í kjölfarfram- komu í auglýsingum og þátt- tökunnar í forsíðustúlku- keppninni, jafnvel sé ætlast til að hún sé alltaf brosandi og kammó. Reyndar kemur hún þeim er þetta ritar þannig fyrir sjónir þrátt fyrir að henni sé Ijóst að fyrir honum þurfi hún ekkert að vera að sýnast. En merkileg með sig er hún ekki, alls ekki. □
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.