Vikan - 23.01.1992, Side 22
■ Ef einhver vill loka
sig af med skoðanir
sínar eða viðhorf þó er
það fyrsta sem hann
gerir að byggja múr
um sjálfan sig.
■ Við förum þessa
leið, okkar leið, vegna
þess að við þekkjum
ekki hefðbundnu leið-
ina og kunnum ekki
að setja verkið upp
eins og það var
fyrst gert.
■ Shakespeare er
sígildur vegna þess að
hann er alltaf að segja
eitthvað sem höf ðar til
okkar á öllum tímum.
Ef við látum skynsemi
og hugvit ráða finnum
við ævinlega okkar
eigin lausnir sem koma
verkinu eins vel til
skila.
ur sé hann á morgnana - jafnvel svo aö ekki
sé unnt að fá upp úr honum orð fyrstu tvo
tímana eftir að hann vaknar. Vakan er komin
rétt á þriðja tímann þegar hér er komið sögu.
Guðjón er rólegur í tíðinni og líður yfirleitt vel
þar sem hann er niður kominn hverju sinni.
Hann segir að það sé eins og að vera kominn
í annan heim þegar hann ekur ásamt blaða-
manni yfir Snorrabrautina í austurátt á leið upp
á Háaleitisbraut þar sem þeir ætluðu að setjast
niður í næði. Honum nægir Kvosin og gamli
miðbær Reykjavíkur. „Þar hef ég alltaf átt
heima og þangað sæki ég vinnu," segir hann.
í vetur er hann á leikstjórasamningi við Þjóð-
leikhúsið. Hann kveðst ekkert rata þegar hann
er kominn austur fyrir fyrrgreind mörk enda fari
hann litið út fyrir þann heim sem hann þekkir
og líður best í.
Guðjón útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands
1981. Ári síðar hófst leikstjóraferill hans en
það var norður á Dalvík. „Þar er uppáhalds-
leikhúsið mitt,“ segir hann og það glaðnar
skyndilega yfir honum og hann virðist þess al-
búinn að stökkva upp í næstu flugvél og
bregða sér norður í Svarfaðardal. „Leikhópur-
inn þar er afar góður og skemmtilegur. Meðal
frábærra leikara innan hans má nefna heimilis-
fólkið á Tjörn með Kristján Hjartarson bónda i
broddi fylkingar."
Hann segist ekki ennþá hafa stundað sér-
stakt nám í leikstjórn eftir að hann lauk Leiklist-
arskólanum. Hann bætir við að hann sé í eðli
sínu skólafælinn maður og leiðist slíkar stofn-
anir frekar. „Ég reyni að læra af öðrum leik-
stjórum og leikhúsfólki og auðvitað er öll
reynsla afar dýrmæt líka.“
Umræðuefnið að þessu sinni er sýningin á
Rómeó og Júlíu, sem leikstjórinn er í þann
mund að taka sér hvíld frá um tveggja vikna
skeið á meðan hann nýtur lífsins með Frank
Fannari og Katrínu úti í Köln.
Þetta er fjórða verkefnið sem þeir Guðjón,
Hafliði Arngrímsson dramatúrgur og Grétar
Reynisson leikmyndahönnuður vinna saman
og annað verkið sem þeir setja upp í Þjóð-
leikhúsinu. Hið fyrra var Stór og smár eftir
Þjóðverjann Botho Strauss. Síðan settu þeir
upp Óþelló með Nemendaleikhúsinu og verð-
launaleikritið í Borgarleikhúsinu á síðasta ári,
Ég er hættur farinn eftir Guðrúnu Kristínu
Magnúsdóttur.
Annað samstarfsfólk Guðjóns, auk leikar-
anna, voru þau Stefanía Adólfsdóttir búninga-
hönnuður og Pétur Grétarsson sem útsetti tón-
listina. Reyndar fékk Guðjón rússneskan leik-
húsmann til liðs við sig meðan á æfingum stóð,
Nikolai Karpov. Hann er spurður að því hvað
borið hafi hann að íslands ströndum.
„Þannig var að Edda Heiðrún Backman var
stödd í Moskvu í fyrra. Hún átti þess kost að
sækja kennslustund hjá Nikolai og varð mjög
hrifin af þeirri reynslu. Þetta barst síðan í tal
hér heima og úr varð að honum var boðið að
koma til Þjóðleikhússins og leggja sitt af
mörkum. Hann kenndi meðal annars leikurun-
um í Rómeó og Júlíu ýmislegt varðandi vopna-
burð og slagsmál, tækni og hreyfingar. Ég held
að ég hafi ekki lært meira af nokkrum manni.
Hann var mjög góður og var alltaf að hnippa í
mann og benda á ýmislegt sem betur mætti
fara varðandi grundvallaratriði í leiklistinni.
Hann kemur úr miklu stærra leikhúsi en við
eigum að venjast, þar sem lífið er miklu harð-
ara.“
EKKI BARA MÚR
Guðjón vill ekki gera hlut sinn í sýningunni
meiri en hann á skilið því margir lögðu gjörva
hönd á plóginn, þar á meðal Hafliði Arngríms-
son dramatúrgur. - En hvað er nú það?
„Hafliði starfar við hlið leikstjórans sem fag-
legur ráðunautur hvað varðar sjálft bókmennta-
verkið. Hann annast jafnframt ýmiss konar
upplýsingaöflun sem verkinu tengist, kemur
með góð ráð hvernig við getum til dæmis stytt
textann án þess aö við eyðileggjum framrás
verksins og eðli þess. Þegar við förum að
krukka í textann verðum við að geta valið og
hafnað. Við breyttum engu nema því að við
styttum hann nokkuð. Við slepptum aðallega
endurtekningum ýmiss konar, sem víða koma
fram hjá Shakespeare, sem lætur fólk segja
sömu hlutina margsinnis þegar svo ber undir.
Sýningin í Þjóðleikhúsinu er um þrjár klukku-
stundir að lengd - óstytt yrði hún fimm.“
Breytingarnar voru ekki einungis fólgnar í
styttingu textans. Sviðsmyndin var einnig ein-
földuð og búningarnir - sé tekið mið af upp-
færslum þeim sem likja sem mest eftir þeim
tíma sem leikritið á upphaflega að gerast á.
„Sviðið byggist upp á stórum múr sem gegn-
ir lykilhlutverki. Síðan er um að ræða mismun-
andi tjöld, stóra fleti sem við notum til þess að
skapa mismunandi rými. Múrinn er ekki bara
múr heldur gæti hann líka verið tákn fyrir hluti
á öllum tímum eins og múr á milli fólks, stétta,
skoðana og þar fram eftir götunum. Ef einhver
vill loka sig af með skoðanir sínar eða viðhorf
þá er það fyrsta sem hann gerir að byggja múr
um sjálfan sig.“
„OKKAR LEIГ
Guðjón lítur á þetta allt saman eins og sjálf-
sagðan hlut. í augum hans er hann aðeins að
gera það sem honum er eiginlegt. Hann segist
ekki vera að berjast fyrir neinu heldur einungis
að breyta samkvæmt sannfæringu sinni og
félaga sinna.
„Við förum þessa leið, okkar leið, vegna
þess að við þekkjum ekki hefðbundnu leiðina
og kunnum ekki að setja verkið upp eins og
það var fyrst gert. Við eigum enga hefð hér á
landi til að setja upp verk Shakespeares. Hefð-
in er kannski til erlendis eins og í heimalandi
skáldsins, Bretlandi, en hún er ekki okkur í
blóð borin. Shakespeare er sígildur vegna
þess að hann er alltaf að segja eitthvað sem
höfðar til okkar á öllum tímum. Það er ekki
vegna þess að hann er alltaf settur á svið á
sama hátt öld eftir öld og hvarvetna sem verk
hans eru sýnd. Það er efni verka hans sem er
sígilt. Ef fólk leiðir hugann að þeim sýningum á
verkum meistarans, sem settar hafa verið upp
hér á landi, kemur í Ijós að engar tvær eru
eins. Ég nefni til dæmis sýninguna á Lé kon-
ungi í Þjóðleikhúsinu fyrir nokkrum árum en
það er ein sú magnaðasta sem ég hef séð á
íslandi. Þar var ekki farin hefðbundin leið á
nokkurn hátt. Við höfum ekki einu sinni hefð
fyrir því hvernig við eigum að setja upp okkar
eigin klassík-eins og Islendingasögurnar. Við
erum fámenn þjóð og verðum að sníða okkur
stakk eftir vexti. Við getum þess vegna ekki
sett upp ýmis verk, ný sem gömul, af sama
myndarskap og stórþjóðirnar. Ef við látum
skynsemi og hugvit ráða finnum við ævinlega
okkar eigin lausnir sem koma verkinu eins vel
til skila.
Við reyndum að setja verkið upp eins og
okkur fannst eðlilegast. Við látum söguna ger-
ast í Veróna einhvern tíma á þessari öld. Bún-
ingarnir gætu verið frá hvaða tímabili aldarinn-
ar sem er, nema kannski 1960-70 sem var
sérstakt fyrir margra hluta sakir, hippatíminn
svokallaði. Við vissum það fyrir að einhverjir
yrðu óhressir með að verkið yrði fært nær nú-
tímanum. Við getum í rauninni ekki gert neitt
annað. Við hljótum alltaf að skoða verkið út frá
samtíma okkar og reynslu en ekki með tilliti til
þess sem var. Að öðrum kosti væri maður að
apa upp eftir öðrum. Fyrir sumum er verk af
þessu tagi heilagt og við þvi má ekki hrófla.
Slíkt viðhorf virði ég og geri mér fullkomlega
grein fyrir að ég eigi á hættu að fá harða gagn-
rýni fyrir mína afstöðu, sem ég fell og stend
með.“
Guðjón segir að listamaður verði að fara eftir
sannfæringu sinni að svo miklu leyti sem unnt
er, annars geti hann aldrei veríð sannur -
bældir listamenn nái aldrei að segja það sem
þeir ætla sér.
22 VIKAN 2. TBL. 1992