Vikan - 23.01.1992, Side 24
TEXTI: ÞORDIS BACHMANN
Franskt málverk frá 17. öld sem á að sýna áhrlf gelslanna frá fullu tungli á sálarlíf kvenna.
VATNSBERI, TVIBURI OG VOG
Stjörnuspekin á sér flókið kerfi og er
hluti þess skipting í frumþættina eld,
jörð, loft og vatn. Innan hvers frum-
þáttar eru þrjú stjörnumerki, eitt
frumkvætt, eitt stöðugt og eitt breyti-
legt. Hér á eftir verður fjailað um höf-
uðskepnuna loft en hér er verið að
fjalla um orku náttúrunnar því stjörnu-
merkin mótast af náttúrunni og endur-
spegla þá krafta sem maðurinn sér
þar. Að vera Tvíburi þýðir í raun ekki
annað en það að vera fæddur snemma
sumars. Stjörnuspekingurinn skoðar
síðan eðli þess árstíma og yfirfærir
það sem hann sér á persónuleika Tví-
burans, enda liggur að baki sú kenn-
ing að maður og náttúra séu eitt.
Með því að skipta stjörnumerkjunum niður eftir
trumþáttum er um leið mannfólkinu skipt niður
í fjóra höfuðflokka. Eldur er táknrænn fyrir hug-
sjónir og skapandi athafnaorku, jörð fyrir efnis-
orku, loft fyrir hugmyndaorku og vatn fyrir sál-
ar- og tilfinningaorku. Eldur og loft eru létt og
svolítið ójarðnesk. Jörð og vatn eru staðfastari
og jarðbundnari.
META ÓBREYTT ÁSTAND LÍTILS
Loftmerkin eru Vatnsberi, Tvíburi og Vog. Loft
táknar hugmyndir og félagsstarf og samskipti
við aðra verða því mikilvægur þáttur í lífi loft-
merkjanna. Loftmerkin eru rökföst og skynsöm
en með því er verið að segja að þau blandi eig-
in tilfinningum yfirleitt ekki saman við viðfangs-
efni sín og eigi því auðvelt með að vera hlut-
laus. Þau geta einnig meðtekið og nýtt sér
upplýsingar hraðar en önnur merki.
Loftmerkin meta óbreytt ástand minna en
jarðarmerkin og eru því ekki eins íhaldssöm.
Hins vegar leggja þau meiri áherslu á vel-
gengni í þjóðlífinu en eldmerkin gera. Loft-
merkin geta því sameinað hagnýt gildi annars
vegar og skapandi orku hins vegar og staðið
fyrir gagnlegri nýsköpun. Þróun nýrrar tækni er
oft undir stjórn loftmerkja.
Loftmerkin eru jákvæð og opin. Þau eru yfir-
veguð í framkomu og þó þau séu vingjarnleg
er það oft á fremur fjarlægan og ópersónuleg-
an hátt. Það stafar af því að þau setja hugsun
og skynsemi ofar öllu öðru. Þau vilja leysa
vandamál með því að beita rökhugsun en
verða vandræðaleg í návist tilfinningasemi og
virðast köld fyrir vikið.
Of sterk áhrif lofts geta valdið þvi að viðkom-
andi týnist í orðaleikjum og hugtakaþvælingi,
24 VIKAN 2. TBL.1992