Vikan


Vikan - 23.01.1992, Qupperneq 25

Vikan - 23.01.1992, Qupperneq 25
slagorðum og herópum. Sterk loftáhrif geta einnig leitt til ósjálfstæðis einstaklingsins og erfiðleika við að standa á eigin fótum. Loftið er frumþáttur félagslegs samstarfs en það fer út í öfgar ef viðkomandi þarf sífellt að spyrja aðra álits, ræða málin og vera úti á lífinu. Skortur á lofti getur hins vegar valdið hættu á félagslegri einangrun eða skorti á samvinnu- hæfni og yfirvegun í samskiptum. Sami aðili getur átt erfitt með að nema boð frá öðrum og jafnframt að koma hugmyndum sínum til ann- arra. Lítil áhrif lofts geta einnig orsakað að við- komandi á erfitt með að sjá afleiðingar verka sinna fyrir. MIKILVÆGASTA MERKI STJÖRNUSPEKINNAR Vatnsberi er máski mikilvægasta merki stjörnuspekinnar núna því við erum á leiö inn I öld Vatnsberans sem varir í 2000 ár. Vatns- berar dá vísindi og vilja beita heilanum. Rök- greining, hönnun og hátækni er því þeirra svið og þess vegna tengist Vatnsberinn framtíðinni svo mjög. „Vatnsberi" hefur djúpa innri merkingu. Vatnsberar geta hellt anda visku og skynsemi inn i líf okkar. Vatnsberar eru álitnir sanngjarn- ir en geta verið afar ósanngjarnir. Þeir geta þjálfað sig upp í að skilja alla náttúruleyndar- dóma en verið fúlir og ósamvinnuþýðir ef á að skipuleggja þá of mikið. Það er þessi furðulega blanda af svölum tækniskilningi og letilegum furðufuglastíl sem einkennir Vatnsberamerkið. Dæmigerður Vatnsberi er torræður, greindur en alger furðu- fugl. Vatnsberar eru að vissu leyti eins og nýtt rafmagn, aflið sem tengist Vatnsbera mest. Sé því ekki stjórnað er það eyðandi orka en sé rafmagnið tamið getur það orðið til mikils góðs. Það getur fært Ijós og hita til margra, rétt eins og Vatnsberi getur látið sér annt um aðra og sett þarfir mannkynsins fyrst. Þetta andlega Ijós er innblásturinn að baki Vatnsberaöldinni. Mannkynið gerir sér nú grein fyrir að öll erum við í alheimsþorpinu. Vatnsberum er umhugað um vistvernd en geta verið kaldrifjaðir og ýtt í gegn tækniáformi sem þeir trúa á, þó það verði til ills. Þeir trúa á andlega heilun, nálarstungur, jurtalækningar og heilbrigða lífshætti. Hvað trúmál varðar hneigjast Vatnsberar að nýrri andlegum vís- indum fremur en eldri útgáfum tilbeiðslu og laðast meðal annars að innhverfri íhugun. Svíþjóð er sögð undir stjórn Vatnsbera. Þar má sjá hugsjónir þjóðfélags er reynir að skipu- leggja sig á frjálslyndan hátt. „Hugur ofar efni“ er slagorð Vatnsbera, sú trú að mannleg hugsun og mannlegur máttur sigrist á öllum erfiðleikum. Þegar Vatnsberum finnst þeir misskildir ættu þeir að muna að þeir eru að skapa nýaldarsýn, sýn þar sem vinátta og andlegur kraftur sigra. ÓHREKJANLEGT INNRA JAFNVÆGI Vog er frumkvæða loftmerkið. Frumkvæð merki eru einmitt það; vilja drífa hlutina af. Frumgerð Vogar er listamaðurinn sem á yfir- borðinu gefur til kynna glæsibrag, nærgætni og næmt fegurðarskyn. Á dýpri hátt er átt við þróun er leiðir til óhrekjanlegs innra jafnvægis. Pláneta Vogar er Venus, andi ástar og feg- t Breskt mælitæki frá 18. öld, kallað „orrery" eftir manninum sem bjó það fyrst til, jarlinum af Orrery. Tækið á að sýna afstöðu plánetanna sex í kringum sólu og hreyfingu þeirra. urðar. Venus sér um að draga úr spennu og viðhalda jafnvægi. Venus einblínir ávallt á ytri og innri frið. Sem slík er hún fulltrúi fegurðar- skynsins - litasmekks, form- og tónlistar- smekks. Hvers vegna? Vegna þess að fegurð sefar mannshjartað. Venus stjórnar einnig tengslum okkar og venslum, rómantíkinni í lífi okkar, kurteisistilfinningu og næmi, hverja við veljum okkur að vinum. Venus á sér undan- tekningarlaust eitt markmið: að viðhalda æðru- leysi okkar meðan á hildum lífsins stendur. Þegar Vogin nær þróunarmarkmiði sínu Gleðilegt ár og þökk fyrir ánægjuleg viðskipti á nýliðnu ári Fögnum þorra í Fjörugarðinum Við hefjum árið á þjóðlegum nótum með frábærum hljóðfæraleikurum og syngjandi jájónustufólki. Framundan eru veglegar þorra- veislur á sanngjörnu verði í ævintýralegu umhverfi. Nýstárleg og skemmtileg húsakynni fyrir þorrablót, árshátíðir og hvers kyns veislur. Mundu eftir Fjörukránni Ljúf og rómantísk stemning Lifandi tónlist fyrir matargesti FJttRUKRAlIV Strandgötu 55 • Sími 65 1213
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.