Vikan


Vikan - 23.01.1992, Side 26

Vikan - 23.01.1992, Side 26
verður taugakerfi hennar jafnrótt og djúp tjörn á kyrru sumarkvöldi. Utan frá séð virðist Vog- arorkan oft hafa náð þessu: hún er tíguleg og í jafnvaegi, lætur sér hvergi bregða. Innvortis er aðra sögu að segja: Vogin getur verið þanin eins og fiðlustrengur. Ofurnæmi Vogarinnar veldur því að hún fer stundum út af laginu. Hvernig á að ráða bót á því? Horfiö á ballett eða eitthvað annað fallegt. Flæði fegurðar um skilningarvitin róar Vogina og færir hana nær því óhagganlega æðruleysi sem er hið sanna markmið þessa merkis. SNILLINGURINN - EÐA ÚTLAGINN Vatnsberinn er stöðuga loftmerkið. Stöðug merki eru staðföst og vilja halda hlutum óbreyttum. Vatnsberinn er forvitinn og fróðleiksfús og frumgerð hans er snillingurinn - eða útlaginn. Á yfirborðinu er Vatnsberinn fulltrúi sérvisku og frelsis. Á dýpri hátt táknar hann þróun er leiðir til tjáningar róttækrar einstaklingshyggju, það er að segja fullkominnar samstillingar sálar við persónuleika og reynslu. Pláneta Vatnsberans er Úranus, andi upp- finninga og frelsis. Væri Úranus eina plánetan á himinhvolfinu værum við öll svo sjálfstæð að við værum enn steinaldarmenn, að fleygja grjóti hvert í annað. Þá væri ekkert tungumál, engin menning, engin lög. Á hinn bóginn má segja að væri Úranus ekki til værum við öll enn að færa til kletta fyrir Faraó og öll einstaklings- hyggja væri bæld. Þetta er pláneta frábrigð- anna, þess ferlis þegar við aðgreinum hver við erum frá því sem allir aðrir vilja að við séum. Hún vísar ávallt til þess ferlis þegar við neyð- umst til þess að „brjóta gegn reglum", ætlum við að vera sjálfum okkur trú - það er að segja sigrast á félags- og félagamótun og mötun. Þegar sá tími í lífi okkar gengur í garð fer það sem gefur okkur mest í taugarnar á mömmu og pabba... og öllum „mömmum“ og „pöbburn" sem ákvarða lög ættbálksins. Vatnsberinn er merki snillinga - og glæpa- manna. Hann er táknrænn fyrir það ferli að vera maður sjálfur. Þjóðfélagskrafan er þó sú að fólk sýni siðvenjubundna hegðun. Kauptu bindi! Rakaðu fótleggina! Vertu svangur á há- degi! Utan frá séð er þetta þrýstingur. Innan frá eru þessi öfl jafnvel enn kraftmeiri; þeim fylgja öll innri handritin frá því að maður var krakki að læra að vera mannvera af mömmu, pabba og sjónvarpinu. Vatnsberinn í þér fellur ekki inn í þjóðfélags- lega umhverfið, í það minnsta ekki án þess að þú svíkir sjálfan þig. Taktu stökkið og greiddu fyrir það með einangrun og útskúfun. Það er hátt verð - en ekki eins hátt og að lifa lífi sem ekki er þitt eigið. HINN MIKLI TJÁSKIPTASNILLINGUR Tvíburarnir eru breytilega loftmerkið. Breytileg merki eru breytileg og óútreiknanleg. Tvíbur- inn er hinn mikli tjáskiptasnillingurog það kem- ur ekki á óvart að bæði Tvíbura og frændur hans í hinum loftmerkjunum tveimur er að finna í miklum mæli á Ijósvakamiðlum eylands- ins bláa. Frumgerð Tvíburans er sögumaður- inn. Á yfirborðinu táknar það tjáskiptahæfni. Sé farið dýpra táknar það þrep er leiða til þró- unar sérlega opins huga. Merkúr, andi skynsemi og greindar, er plán- eta Tvíburans. Merkúr þýtur umhverfis sólina á áttatíu og átta dögum og það gerir hann að hraðgengustu plánetunni. Á sama hátt þýtur hann um höfuð manns. Merkúr ann sér aldrei hvíldar - kveikir stöðugt i taugamótum meðan greindin berst við að búa til skipulega mynd af veröldinni. Merkúr er fulltrúi hugsunar og talmáls, lærdóms og ihugana. Hann er hinn mikli áhorfandi, ávallt fullur forvitni. Undrun, furða, tilfinning fyrir því undursam- lega - eru meðal bestu vitundarstiga Tvíbur- ans. Þó þetta sé loftmerki og áhersla þess þar með á starfsemi hugans táknar Tvíburinn eitthvað miklu frumstæðara en hugsun. Hann er fulltrúi sjálfrar skynjunarinnar: alls hins hráa og ómelta sem flæðir inn um skilningarvit okkar. Sé of mikið hugsað um það mál förum við að búa í kenningunum í stað þess að vera í heimi skynjunar. „Vald“ læðir sér inn. Sömu- leiðis hvað sé „rétt". Og „skýr hugsun“. Og Tvíburarnir visna. Tvíburaorkan nærist á endalausum nýjungum og breytingum. Þeir þrá allt sem þeir ekki hafa séð eða fundið fyrir fyrr. Nærðu þá! Færðu þeim samtöl, bækur, ferðalög, menntun... allt nema leiðindi. LOFTMERKI Á ÖLDUM UÓSVAKANS Auk rökhugsunar og hagnýtingar hennar felst annar grundvallareiginleiki loftmerkjanna í því að flytja boð manna á milli, að miðla. Af Tví- burum í fjölmiðlum má nefna Pál Magnússon á Stöð 2, Markús Örn Antonsson, borgarstjóra og fyrrum útvarpsstjóra, Helga Pétursson, Bjarna Dag Jónsson og Þorgeir Ástvaldsson auk tónlistarmannanna Bubba Morthens og Hallbjarnar Hjartar, Hrafns Gunnlaugssonar leikstjóra og leikaranna Tinnu Gunnlaugsdótt- ur og Arnar Árnasonar. Baldvin Jónsson, eig- andi Aðalstöðvarinnar, Bjarni Felixson, Edda Andrésdóttir og Hemmi Gunn hafa tungl í Tví- bura. Jón Óttar Ragnarsson og Jakob Magn- ússon hafa Mars (framkvæmdaorku) í Tvíbura og Hallgrímur Thorsteinsson á Bylgjunni er rísandi Tvíburi. Af fjölmiðlavogum er ritstjórinn Ellert Schram efstur á blaði en einnig má nefna ráð- herrana Albert Guðmundsson, Friðrik Sophus- son og Jóhönnu Sigurðardóttir, auk söngvar- anna Pálma Gunnarssonar og Ragnhildar Gísladóttur. Ólafur Jóhann Ólafsson tekur sér einnig sæti í mýkt Vogarinnar en hann er sem kunnugt er rithöfundur sem starfar við öflugt fjölmiðlafyrirtæki - Sony. Dóra Einarsdóttir, Edda Björgvinsdóttir og Helgi Skúlason hafa Venus (samskipti) í Vog og rithöfundarnir Ein- ar Kárason, Sigurður Pálsson, Steinn Steinarr, Vilmundur Gylfason og Þórbergur Þórðarson eru allir með Mars í Vog. Vatnsberar í fjölmiðlum eru áberandi og meðal þeirra má nefna Magnús Bjarnfreðsson, Herdísi Þorgeirsdóttur ritstjóra, Inger Önnu Aikman, Jóhönnu Kristjónsdóttur, Jónas Kristj- ánsson ritstjóra, Pál Þorsteinsson og Stefán Jón Hafstein. Matthías Johannessen ritstjóri, Elín Pálmadóttir blaðamaður og Sigmundur Ernir Rúnarsson fréttamaður hafa Merkúr (hugsun) í Vatnsbera en þá stöðu hafa einnig Árni Johnsen, Davíð Oddsson, Guðni Guð- mundsson rektor og Sverrir Hermannsson bankastjóri. Vatnsberinn Ronald Reagan var aðalleikar- inn í aðalsápuóperu Bandaríkjanna í átta ár. Af innsæi hasarmyndaleikarans beitti hann fyr- ir sig fánanum, föðurlandinu og Ijósinu í eld- húsglugganum hjá mömmu á þann hátt að tvö hundruð og fimmtíu milljónir manna viknuðu fyrir framan sjónvarpstækin. Geri aðrir betur. Abraham Lincoln háði borgarastyrjöld og Charles Dickens, mestur Vatnsberahöfunda, reit bók eftir bók þar sem hann réðst á félags- legar aðstæður Viktoríutímabilsins og reyndi að betrumbæta heiminn. SAMRÆMI LITA, HLJÖÐA OG ORÐA Með sól f Vog ertu listamaður í innsta eðli persónuleika þíns. Ef þú málar eða leikur á hljóðfæri er það aðeins til bóta. En jafnvel þó þú gerir það ekki er kjarni þinn samt sem áður hlaðinn fagurfræðilegu næmi. Ræktaðu það og þér mun líða eins og þú hafir fundið þig. í vöggugjöf fékkstu meðfætt umburðarlyndi fyrir þversögnum. öll mál hafa tvær hliðar og þú tekur báðar þeirra nánast alltaf til greina. Þetta skapar skýran huga en veldur einnig vanda. Gættu þess að festast ekki milli tveggja jafnaðlaðandi (eða óaðlaðandi!) möguleika og frjósa þar. f lífinu muntu aftur og aftur standa frammi fyrir röð af siðferðilegum eða hagnýtum málum sem túlka má á fleiri en einn hátt og skilja þau miklu betur en kreddubundnari kunningjar þínir. Spurningin er hvort þú getir gert upp hug þinn og haldið lífi þínu áfram, með brennandi brýr að baki. Með tungl í Vog hefurðu listamannshjarta. Þú getur fengið tár í augun við að sjá fallegt 26 VIKAN 2. TBL.1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.