Vikan


Vikan - 23.01.1992, Page 31

Vikan - 23.01.1992, Page 31
öðlingur og eftir því höfði dönsuðu limirnir; val- inn maður í hverju rúmi. Mér er næst að halda að almættið hafi ráðið þessa menn til starfa þarna. Herbergið, sem ég fékk, minnti miklu frekar á aðstæður í heimavistarskóla en fang- elsi og maturinn, sem kona fangelsisstjórans eldaði handa okkur, var svo góður að það var full ástæða til að vera á varðbergi gagnvart aukakílóum. Mér var tjáð að ég þyrfti ekki að sinna þeirri litlu vinnu sem þarna var að hafa en gæti þess í stað einbeitt mér að málverkinu. Það nýtti ég mér út í hörgul. Ég málaði eins og óður maður í fjóra mánuði, var uppi frá sex á morgnana og oft fram yfir miðnætti. Það var gaman að geta unnið svona að hugðarefni sínu, linnulaust. Hinir voru að fella net og sinna heyskap, sem ég býst ekki heldur við að hafi þótt slæmur kostur." LÍTIÐ hrifinn af prestinum - Þú hefur þá væntanlega verið hinn Ijúf- asti fangi? „Nei, ég var án efa erfiður fangi. Ég skrifaði Guðmundi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra greinargóða lýsingu á fangelsinu við Skóla- vörðustíg og tilgreindi ýmislegt sem þar var óbjörgulegt hvað varðaði hollustu - dró ekkert undan. Að auki var ég búinn að kynna mér hlutverk fangelsismálastofnunar og vissi því hvers konar uþpbyggileg þjónusta átti að fara fram á hennar vegum. Ég vissi að sálfræðingur átti að starfa á þessum vettvangi, svo og prest- ur og félagsráðgjafi. En ég var búinn að vera í þrjá mánuði þarna á Kvíaþryggju áður en nokkur þessara knúði dyra á þeim stað. Að vísu þurfti ég ekki svo mikið á þjónustu þessa fólks að halda því vinir og kunningjar voru afar duglegir að heimsækja mig, svo ekki sé minnst á eiginkonuna sem kom þetta einu sinni til tvisvar í mánuði. Þarna voru samt aðrir sem höfðu fulla þörf fyrir allan þann stuðning sem hægt var að veita og þeir fengu hann ekki nema f litlum mæli. Presturinn hafði ekki komið í fjóra mánuði, sálfræðingurinn ekki í tvö ár og félagsráðgjafinn ekki frá örófi alda, ef svo mætti að orði komast. Nú, kvörtun frá mér fór sína boðleið og hvort ráðherra gerði eitthvað skal ég ekki segja um en skyndilega helltust þessir starfsmenn, sem ég nefndi, yfir okkur. Ég hef lýst því yfir áður og geri nú enn og aftur að lítið var ég hrifinn af prestinum. Hann vann afskaplega lítið þótti mér á sviði trúarinnar, sem margur þarna hefði haft gott af að færast inn á, og félagsráðgjafarkjaftæðið fannst mér vera yfirklór frá degi til dags.“ GLÆPUR OG REFSING TAMIN Á KVÍABRYGGJU „Annars er nú ágætt að vera svona úti í sveit yfir sumartímann, þó svo ég. væri vissulega áhyggjufullur vegna fjölskyldunnar. Útivera okkar var nokkuð óheft. Við gerðum okkur golf- völl og ég var allt í einu farinn að leika golf sem ég hafði aldrei komið nálægt áður. Þarna komu svo tveir ágætir menn á eftir mér, menn sem ég tel enn til vina minna og hafa staðið sig vel eftir sína afplánun. Alltaf leggst manni eitthvað til því á miðju sumri var ég þúinn að eignast tvo hesta þarna, þó svo fangar eigi nú ekki að vera að versla með eitt né annað. Tamningarnar hóf ég svo í sandinum við Salteyrarós. Þetta var bleikálótt meri og sonur hennar, einnig bleikálóttur. Þau fengu óðara nöfnin Glæpur „Sýningin fylltist og ég seldi allt. Þá var mér auðvitað sagt að ég væri commercial-málari.“ og Refsing. - En ég horfði oft löngunarfullur út á sjóinn á þessum tíma.“ - Var þetta ekki bara hin besta vist? „Vissulega má segja að hún hafi verið það á margan hátt en ég fór svo út í reynslulausn og fékk tveggja ára skilorð á móti þessum sex mánuðum sem ég slapp við að sitja inni. Nú en við þessa „útskrift'* var ég með ein sextíu mál- verk í farteskinu og því ekki eftir neinu að bíða að opna sýningu þegar norður kom. Ég hef enn svolítið gaman af þvi að þá var einmitt staddur á Akureyri hæstaréttardómari, einn þeirra sem dæmdu mig. Hann keypti málverkið „Klefi 12“ sem ég málaði á Skólavörðustígn- um. En ég átti einu ólokið hvaö fangelsismálin varðaði: að segja frá þeim eins og þau birtust mér. Ég taldi fyllstu ástæðu til að segja frá þeim hlutum og gerði, frá A-Ö, í Degi. Mér hef- ur jafnvel flogið í hug að með því hafi ég opnað umræðuna um fangelsismál um tíma. Raunar hafði mér verið sagt að fangar hefðu þetta oft á orði en svo yrði ekkert úr efndunum." LÍFSHLAUPIÐ ÁKVARÐAÐ FYRIRFRAM? - Og svo? „Mig langaði á sjó og fór einn túr en ég sá að þetta gekk ekki vegna fjölskyldunnar. Það var orðið nóg um fjarvistir frá minni hálfu. Annars verð ég að geta þess að mjög margir stóðu afar vel við þakið á okkur í gegnum allan hvirf- ilvindinn og þannig lærðist okkur hverjir eru vinir okkar og hverjir ekki. í heild reyndist hinn almenni bæjarbúi okkur afar vel. Og í dag sit ég sem blaðamaður inni á dagblaðinu Degi, í þvi bæjarfélagi sem mér var ráðlagt að flýja.“ - Hvaða lífsviðhorf hefur svo maður sem hefur gengið í gegnum alla þessa at- burði og fleiri til sem hér er ekki pláss fyrir? „Ég myndi aldrei svara spurningum um lífs- viðhorf mitt. Slíkar spurningar eru einfaldlega of stórar. Hins vegar get ég sagt þér að ég trúi því að lífshlaupið sé meira og minna ákvarðað fyrirfram. Við fæðumst inn í ákveðið mynstur og getum ráðið þar ýmsum smáatriðum en heildarstefnan er mörkuð frá upphafi." - Nokkuð farið til spákonu fyrst þetta er þín trú? Óli G. kippist við; ein fárra hreyfinga sem hann hefur framkvæmt allan tímann. „Nei, nei, nei, nei, vil ekki sjá það! Vil ekkert vita fyrirfram því það tekur púðrið og ánægjuna úr atburðun- um. Hins vegar treysti ég á draumana mína því þeir hafa aldrei klikkað, hvort heldur verið hefur fyrir aflabrögðum eða öðrum þáttum." HRÆÐIST EKKI DAUÐANN - Hvað þá um dulræn efni - og dauðann? Nokkuð hræddur við hann? „Dauðann? Nei, ég hef komið alltof nálægt honum, alltof oft til að vera að mikla hann fyrir mér. Hins vegar held ég að aðdragandi hans geti verið misþægilegur. Ég álft það hinn mesta lúxus að fá hjartaáfall og kveðja í skyndi, í stað þess aö veslast upp í erfiðum veikindum. En hræddur við dauðann er ég ekki. Auk þess hef ég órækar sannanir fyrir lifi eftir þetta. Ég hef bæði séð látið fólk og frædd- ist mikið í samtölum við Einar á Einarsstöðum svo ég tel enga ástæðu til að bera kvíðboga fyrir jarðvistarlokunum." - Þú trúir ef til vill á fleiri en eina? „Nei, ég held satt að segja að ein dugi mér ágætlega." Það er farið að hilla undir leiðarlokin og enn er margs óspurt en það má reyna að leysa eitt- hvað af því í símskeytastíl. - Segðu mér frá þínum helstu göllum? Nú þarf að glotta svolítið og kveikja í sígar- ettu. „Stórt og mikið skaþ, skortur á tillitssemi og á seinni árum hef ég gerst talsverður ein- fari. Svo sagði amma alltaf að ég væri erfiður; mamma sagði það líka og konan mín fullyrðir það sama.“ - Og kostirnir? „Næmt fegurðarskyn, skjótræði og seigla.“ - Hvað er þér dýrmætast? „Fjölskyldan, mínir nánustu og svo til að vera nú alveg heiðarlegur, hestur sem ég á og heitir Fálki." - Hvað meturðu mest í fari fólks? „Heiðarleika og glaðværð." - Hvað er þér verst við? „Undirferli, bæjarslúður, illkvittnar tungur. Mér er að vísu nokk sama hvað sagt er um mig en stundum hefur kastað tólfunum og mér hrotið af vörum: Mikið asskoti hlýtur að vera gaman að vera þessi Óli G.!“ Blaðamaðurinn hugleiðir hvort svo sé. Að minnsta kosti er lífsreynslan orðin ríkuleg á ekki lengri ævi. Fólk veltir gjarnan fyrir sér lífi að loknu þessu. Færri sþyrja um líf fyrir dauð- ann en svo mikið er víst að þeirri spurningu getur Óli G. líka svarað játandi. 2. TBL. 1992 VIKAN 31

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.