Vikan


Vikan - 23.01.1992, Page 34

Vikan - 23.01.1992, Page 34
UMSJÓN: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON NÝJAR HLJÓMPLÖTUR U2: ACTHUNG BABY ER METNAÐARFYLLSTA OG ÞROSKAÐASTA VERK SVEITARINNAR TIL ÞESSA. KULNAÐAR GLÆÐUR GENESIS: WE CAN’T DANCE U2 Á TOPPNUM Achtung Baby U2 virkaöi í tyrstu eins og ískalt kjafts- högg. Byrjunin (lagið Zoo Stat- ion) var eins og einhver della og mér leist ekkert á blikuna. En því oftar sem diskurinn er settur yfir geislann þeim mun sannfærðari verður hlustand- inn um að hér er metnaðar- fyllsta og þroskaðasta verk sveitarinnar til þessa. Jafn- framt er um töluverða dirfsku að ræða, frá hendi meðlima sveitarinnar, því margt á plöt- unni hljómar alls ekki eins og U2, til dæmis rödd Bono í hluta laganna The Fly (inni- heldur magnað sóló frá The Edge) og áðurnefndu Zoo Station. Bono hefur aldrei ver- ið svona góður og U2 hafa aldrei verið svona sýrðir, en það venst og fer þeim bara vel. Fyrst minnst var á gítar- leikinn er eitt um hann að segja; drengurinn er geggjað- ur, ræðst með allri sinni bjög- un á hljóðhimnurnar, eins og morðingi ræðst á fórnarlamb sitt. Náunginn hefur frábæran stfl. Rytmaparið er að venju Larry Mullen yngri (trommur) og Adam Clayton (á bassa) og klikka þeir ekki fremur en vanalega. Meiri fjölbreytni gætir í trommuleiknum, ber meira á slagverkshljóðfærum en á fyrri plötum. Ýmissa áhrifa gætir á plötunni frá öðr- um tónlistarstefnum, svo sem rappi og sálartónlist (í laginu Mysterious Ways) og greini- legt að þeir félagarnir hafa ver- ið að hlusta á hitt og þetta að undanförnu. Til þess að gera langa sögu stutta er Achtung Baby meist- arastykki og samstarf hljóm- sveitarinnar og upptökustjór- anna, Daniels Lanois, Floods, Brians Eno og Steve Lilly- white, hefur borið ríkulegan ávöxt. STJÖRNUGJÖF: ★★★★★ BUBBI: Á PLÖTUNNI ÉG ER ERU BÆÐI UPPSVEIFLUR OG NIÐURSVEIFLUR. BUBBI: ÉGER Framlag Bubba Morthens til tónlistarársins 1991 (fyrir utan GCD) var hljómleikaplata sem hann tók upp ásamt þeim Þor- leifi Guðjónssyni (bassi), Kristjáni Kristjánssyni (gítar) og Reyni Jónassyni á Púlsinum 15. nóvember 1990. Á Ég er gefur að heyra tólf lög, þar af tvö ný, Þarafrumskóg og Róm- antík nr. 19. Þau eru yfir með- allagi miðað við önnur lög Bubba og textinn við það síðarnefnda er fallegur. Fyrstu fimm lögin, Syneta, Silfraður bogi, Sumarið 68 (kraftmikið og skemmtilegt), Rómantík nr. 19 („Dylanísk" ballaða, sökum munnhörp- unnar) og Háflóð, eru með undirleik Bubba eingöngu en eftir það kemur blússveit hans til skjalanna og platan tekur á sig annan blæ, verður efnis- meiri og gefur harmóníkan lögunum skemrntilega áferð. Hápunktur plötunnar finnst HEPPNIR K.K.: LUCKY ONE Mikill uppgangur er í blústón- list hér á landi og hefur verið um nokkurt skeið. Einn þeirra sem hafa verið framarlega í flokki þar er K.K. (Kristján Kristjánsson) og nú er komin út fyrsta platan sem skrifuð er á hann. Vonandi er það ekki sú síðasta því hér er um dúnd- urskífu að ræða. Á plötunni er margt hnossgætið, ýmist á blús-, kántrí- eða jafnvel popp- formi. Þetta er ein af plötunum sem eru eitthvaö annað og meira en bara söluplötur, plata sem á sér lífdaga von eftir há- tíðar. mér vera í laginu Aldrei fór ég suður. Bubbi gefur sig allan [ flutninginn, aflmikinn og tilfinn- inganæman. í næsta lagi, (s- bjarnarblús, finnst mér platan taka niðursveiflu, túlkun Bubba á laginu finnst mér til- gerðarleg og ég skil ekki hvers vegna hann blandar Malaga- fanganum inn í lagið, Smára- smjörlíki og fleira. Óþarfi að mínu mati. Platan Ég er er ágæt heimild um trúbadorinn Bubba Morthens og yfir meðal- laginu. STJÖRNUGJÖF: ★★★ K.K.: LUCKY ONE INNI- HELDUR MARGT HNOSSGÆT- IÐ. Öll lögin utan eitt eru eftir Kristján og fer hann á kostum. Hann syngur allt á ensku og það er einhvern veginn svo að ekki get ég hugsað mér þessa plötu á íslensku. Það eru mörg frábær lög á Lucky One og til að nefna einhver nefni ég Waiting for My Woman sem er eiginlega kántrílag, True to You og Back Street Beat sem þess vegna gæti flokkast undir popp. Á plötunni nýtur hann aðstoðar margra góðra lista- manna, þar á meðal Ellenar systur sinnar og æskufélaga síns, Þorleifs Guðjónssonar bassaleikara. Við íslendingar erum heppnir að eiga aðgang að tónlist K.K., jafnt á plötu sem á tónleikum því þar er hann ekki síðri. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ GLÆÐURN- AR ERU ÓÐUM AÐ KULNA HJÁ GENESIS. Genesis var einu sinni stór- veldi í rokktónlist í þeim skiln- ingi að plötur sveitarinnar voru listaverk en seldust kannski ekki á við það sem gerist og gengur meðal stórstirna dags- ins í dag. Þetta á við um tímabil Peters Gabriel en síð- asta platan, sem hann söng á, var The Lamb Lies Down on Broadway og kom út árið 1974. Þar með hófst hnignun Genesis - var kannski hæg- fara fyrstu árin en jókst síðar hröðum skrefum. Nú er svo komið að undirrit- aður getur varla hlustað á sveitina ógrátandi, slík er flatneskjan orðin og tónlistin verður sífellt meira hrærð og steypt í það mót sem Phil Coll- ins heitir, enda mjög erfitt að gera greinarmun á tónlist hans og Genesis. We Can’t Dance er ekki góð plata og aðeins eitt lag, Driving the Last Spike, sem vert er að nefna. Hitt er ekki umtalsvert og óðum kulna glæðurnar sem eitt sinn voru stórt bál. STJÖRNUGJÖF:^ 34 VIKAN 2. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.