Vikan - 23.01.1992, Side 36
STTÖRNUSPÁ
HRÚTURINN
21. mars - 19. apríl
Góöur tími til að styrkja
langtímamarkmið enn frekar. 18.
janúar lofar góðu en vertu á varð-
bergi upp úr 20. janúar. Eitthvað
gæti komið þér á óvart síðari
hluta mánaðarins. Vertu við öllu
búin(n).
«> NAUT,Ð
Tj) 20. april - 20. mai
Athygli þín er skörp um
þessar mundir svo að nú er tæki-
færið til að líta á lífið og mismun-
andi manngerðir á ferskan hátt.
Rómantíkin virðist liggja i loftinu
kringum 17. og 18. janúar. Not-
aðu tækifæri sem þér gefst.
TVÍBURARNIR
21. maí - 21. júní
Fyrir áhrif Plútós gætirðu
komist í valdastöðu á næstunni ef
þú leysir skyldustörf þín vel af
hendi. Forðastu því skipulags-
leysi. Lítið ber til tíðinda í einkalíf-
inu í bili.
",\ KRABBINN
22. júní - 22. júlí
Um þessar mundir eru
sterk rómantísk áhrif umhverfis
þig. Njóttu þeirra en gættu þess
þó að láta ekki tilfinningarnar
stjórna höfðinu. Nú er líka réttur
tími til fyrirgefninga.
LJÓNIÐ
23. júlí - 23. ágúst
Þú verður venju fremur
önnum kafin(n) næstu daga og
rifrildi gætu komið upp vegna
vinnu eða tíma þíns utan heimilis-
ins. Nú er um að gera að van-
rækja engan og halda huganum
opnum.
MEYJAN
24. ágúst - 23. sept.
Vegna áhrifa frá Plútó eru
tjáskipti þín að breytast og hugs-
unarháttur þinn að dýpka. Yfir-
borðsmennska fer því svolítið í
taugarnar á þér um sinn. Líttu þér
samt nær, stundum. Þú hefur ekki
svar við öllu.
VOGIN
24. september - 23. okt.
Þú finnur fyrir örlætis-
kenndum og væntumþykju. í
svona ástandi er auðvelt að verða
ástfangin(n). Minnstu þess því að
ekki er allt sem sýnist. Þér er al-
veg óhætt að hugsa svolítið
meira um sjálfa(n) þig.
SPORÐDREKINN
24. október - 21. nóv.
Flókin afstaða himin-
tunglanna hefur losaraleg áhrif á
þig á næstunni. Þér hættir til að
vilja stjórna öllum og öllu. Það
gengur ekki til lengdar. Bestu
stundir næstu daga áttu út af fyrir
Þig-
BOGMAÐURINN
22. nóvember - 21. des.
Haltu áfram að rækta
með þér næmi fyrir tilfinningum
annarra. Oft var þörf en nú er
nauðsyn. 18. janúar gæti brugðið
til beggja vona og framhald vik-
unnar fer eftir því hvernig þú spil-
ar úr spilunum þá.
STEINGEITIN
22. desember - 19. jan.
Framagirni þín er nokkuð
sterk þessa daga enda eygirðu
ýmsa góða möguleika. Reyndu
samt að sýna skilning og bæta
samskiptin við þína nánustu. Allt
tekur sinn tíma.
VATNSBERINN
20. janúar - 18. febrúar
Næstu tvær vikur verða
þér ekkert sérstakar og þér finnst
að margt mætti betur fara. Þú
þarft ef til vill fjölmenni kringum
þig til að dreifa huganum en ólík-
legt er að ný kynni séu á döfinni
næstu daga. Þróaðu næmi þitt í
staðinn.
FISKARNIR
19. febrúar - 20. mars
Þú ert að leggja grund-
völlinn að betri dögum, hvort sem
þú gerir þér grein fyrir því eða
ekki. Vertu vakandi; ýmislegt ligg-
ur i loftinu kringum 18. janúar.
Forðastu þó að láta annað fólk
notfæra sér hjartagæsku þína.
Áður en Sovétríkin liðu undir
lok var allt komið í megnustu
óreiðu þar fyrir austan. Því
hringdi Gorbatsjov í Jeitsín rétt
fyrir jól og það var heldur
þungt í honum hljóðið.
„Ég er með tvær slæmar
fréttir sem eru hvor annarri
ótrúlegri."
„Ég er við öllu búinn,“ sagði
Jeltsín. „Komdu með fyrri frétt-
ina.“
„Móðir Leníns er á lífi.“
„Nú, hvað með það? Hver er
hin fréttin?“
„Hún er ólétt.“
oOo
Nýgifta parið ætlaði út að
skemmta sér og konan gat ekki
ákveðið í hverju hún ætti að fara.
„Á ég að fara í þunna silkikjóln-
um sem ég fékk í jólagjöf eða
þykka rúskinnspilsinu og svörtu
ullarpeysunni?" spurði hún.
„Mér er alveg sama, elskan. Ég
elska þig gegnum þykkt og
þunnt."
Þau voru flutt á elliheimilið og
sú gamla var óánægð.
„Þú ferð aldrei með mér í
bíó,“ kvartaði hún.
„Hvaða vitleysa er þetta,
gæska. Ég hef oft farið með þér
í bíó.“
„Getur verið en nú eru þeir
farnir að sýna myndir með tali
og tónum.“
oOo
Nýi lögregluþjónninn hringdi úr
farsíma sínum á lögreglustöðina:
„Ég er búinn að ná átta villing-
um hérna niður á Hallærisplani,"
sagði hann.
„Stórfínt. Komdu bara með þá
hingað."
„Ég get það ekki. Þeir halda
mér föstum.“
oOo
Það voru erfiðir tímar í hring-
leikahúsinu svo að eigandinn
kom að máli við manninn sem
lét skjóta sér úr fallbyssu á
hverju kvöldi.
„Við verðum að grípa til
sparnaðaraðgerða," sagði
hann. „Ég hef ekki efni á að
kaupa púður f fallbyssuna. Get-
urðu ekki bara öskrað BANG
og hoppað út úr henni?“
Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda
jn)9L| !QB|q6ep 'uujuuBiu ubuub b jeiuea n6nBJ9|6 ‘ujoIlu rna JBUjnddoj)
pjA )S)0 jrnns ‘)SÁ0jq jnjsq uu|duJB| ‘sj) qia qæq qusa jnjsq Lunu^sjo
36 VIKAN 2. TBL.1992