Vikan


Vikan - 23.01.1992, Page 40

Vikan - 23.01.1992, Page 40
HÖFUNDUR: JÓNA RÚNA KVARAN Astín ertandi oflgjafi Hugleiðing unt ástina egar viö ætlum aö íhuga ástina og áhrif hennar í lífi okkar og tilveru er okkur vissulega vandi á höndum. Viö verðum eins og áöur aö reyna aö vera bæði heiðarleg og um leiö málefnaleg til aö vangavelturnar nái tilgangi sínum. Ástin er eins og vitsmunirnir, margþætt og náttúrlega breytileg eftir atvikum og kannski aldrei nákvæmlega eins í öllum tilvikum. Sumir segja að ástin göfgi okkur og geri okk- ur aö betra fólki, aörir segja aö aldrei þrífist meiri lágkúra í okkur en þegar viö erum einmitt á valdi ástarinnar. Það veröur aö teljast mjög hryggilegt og nánast óskiljanlegt sé tekið tillit til þess hvaö okkur getur liðiö ótrúlega vel einmitt í hita þeirra tilfinninga sem ástin ein getur framkallaö I hug okkar og hjarta. Móöur- og föðurástin eru þær tilfinningar sem viö þekkjum flest og kynnumst strax í frumbernsku. Þessi ást er talin ein fullkomn- asta tegund ástar og sú ást sem viö síst getum verið án. Þegar lítið barn breiðir Ijómandi í framan út faðminn á móti foreldri sínu brjótast fram unaðslegar tilfinningar bæöi í okkur for- eldrunum og barninu sjálfu. Börn geta nefni- lega ekki þrifist svo vel fari án ástar. Þau þurfa aö finna og skynja persónulega ást okkar for- eldranna eöa þeirra sem annast um þau, ann- ars er eins og þau hreinlega visni í andlegum skilningi þess orös. Meö einlægni sinni og þrá eftir ást og umhyggju gera börnin okkur sem kannski erum köld og tilfinningasljó aö betra fólki vegna þess aö þau gefa okkur ekki eftir í þessum efnum og þar af leiöandi ná þau sem betur fer ástum okkar flestra aö lokum. BRANDARAR OG FÓTBOLTI Þegar viö erum sex ára og erum aö byrja skólagöngu erum viö flest mjög spennt og upp- rifin fyrstu vikurnar í skólanum. Viö erum að kynnast nýjum aðstæðum og fólki sem viö eig- um aö tengjast á næstu mánuðum. Á þessum eftirminnilegu árum er mjög algengt aö ástin á hinu kyninu fái líf svo um munar, þó erfitt sé aö trúa slíku og hvaö þá aö ástandið geti valdiö umtalsverðum vandræðum og myndrænum breytingum á smáfólkinu. Sá strákurinn sem tætir af sér mestu brand- arana eöa er bestur í fótbolta er mjög álitlegur ástarkostur. Þaö skiptir kannski minna máli þó viðkomandi uppfylli ekki ströngustu útlitskröfur og sé ekkert sérlega gáfaður. Þaö hefur nefni- lega svo miklu meira gildi aö finna innra meö sér áöur óþekkta tilfinningu og gera tilraun til aö fylgja henni eftir ef hægt er. Reyndar er al- veg meiri háttar aö hafa uppgötvað svona svakalega spennandi strák sem getur allt, jafn- vel þó við þurfum að breyta okkur töluvert til aö krækja í smáathygli frá viðkomandi. Viö stelpurnar hreinlega verðum veikar og spurningin er bara hver okkar er meiri háttar, aö hans mati. Við lesum alla Hafnarfjaröar- brandara sem viö komumst yfir og látum þá fjúka af minnsta tilefní í von um að hækka í áliti hjá stráknum. Eins fáum við lánaða alltof stóra fótboltaskó og látum okkur ekki vanta á vara- mannabekkinn ef ske kynni aö guttinn tæki eft- ir okkur og kippti okkur í liðiö. Síöan gerist þaö einn daginn aö viö lendum í slagsmálum nokkur saman og strákurinn okkar eltir okkur. Eftir aö hafa verið á harða- hlaupum í tíu mínútur nær stráksi okkur og klípur fast. Við verðum öskureiðar og spörkum í hann og viö þá reynslu, þegar sársaukinn er mestur, kallar hann okkur öllum þeim ónöfnum sem hann í fljótheitum finnur. Þetta verðuryfir- leitt til þess að ástin kulnar og áfallið veröur þaö mikið aö varla er hægt aö horfa á viðkom- andi í langan tíma á eftir, ööruvísi en fá græn- ar bólur af hryllingi. Vinsamlega handskrifiö bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dulnefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt að fá þau í einkabréfi. Utanáskriftin er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík.< K] KÍNASKÓR OG ANDVÖKUR Á unglingsárunum vandast málin því þá fer ástin aö blómstra svo um munar. Við getum orðiö svo ástfangin aö allt annað í daglegu lífi okkar nánast riðar til falls. Ekkert er hægt aö gera eöa framkvæma í ástarhitanum nema hugsa um væntanlegt samband viö þann kon- fektmola sem viö höfum augastað á og þráum ekkert heitara en aö taka eignarnámi. Ömurlegast er ef ástin er ekki endurgoldin eða jafnvel viökomandi í föstu sambandi við einhvern annan. Keyptir eru fullkomlega hljóð- lausir kínaskór svo hægt sé að fylgjast grannt meö viðkomandi bæöi á skólagöngum og jafn- vel fyrir utan gluggann á herberginu hans eftir aö tekur að skyggja og möguleiki er á aö sjá viðkomandi bregöa fyrir eitt augnablik. Þetta tímabil getur verið bæöi sársaukafullt og neyð- arlegt eftir atvikum. Andvökunætur veröa ó- neitanlega margar, auk þess verður draumlífiö þess eðlis að af siðgæöisástæðum er ekki á- stæöa til aö gera það aö umfjöllunarefni hér. Við erum á þessum árum sérstaklega næm og þurfandi fyrir náiö tilfinningasamband, af ósköp eölilegum ástæðum. Hormónabreyting- ar eru miklar og viö hvorki fullorðin né börn heldur einungis tilfinningasprengjur sem var- ast ber að styggja eöa áreita af litlu tilefni. Viö erum flest í námi en hugurinn miklu vinsam- legri líkamanum en skólabókunum og þar af leiðandi býsna erfitt að sætta sig við fúlheit þau sem skólinn og aginn sem honum fylgir leggja á okkur. Hætt er viö aö viö dettum í sælgæti

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.