Vikan


Vikan - 23.01.1992, Side 53

Vikan - 23.01.1992, Side 53
°D° LJUU : ( li£ j=l-~i.L L :""'h LLL WÉm iKi rn.TÍif • ™i i 1 ▲ Eitt af aðalsérkennum Amsterdam eru sikin og húsbátarnir. í Amsterdam er víðfrægur tónlistarháskóli og því er sjón sem þessi ekki óalgeng þegar veðrið er gott. vetna blasir við. Það er ekki heiglum hent að aka bíl um gamla borgarhlutann. Þess vegna er best að skilja hann eftir því borgin er fremur fjandsamleg slíkum farartækj- um. Sá sem þetta skrifar mælir eindregið með einfaldari ferðamáta - annaðhvort á tveimur jafnfljótum eða hjól- hesti sem auðvelt er að verða sér úti um. GOTT AÐ VERSLA - GOTT AÐ BORÐA Verslanir eru ótalmargar í mið- bænum. Sagt er að óvíða sé unnt að gera betri kaup ætli fólk að kaupa til dæmis föt á sjálft sig og kannski sína nán- ustu. Sé haldið til á hóteli í miðbænum er auðvelt að kom- ast fótgangandi allra sinna ferða, hvort sem fólk er í versl- unarerindum eða ætli það að fara út að skemmta sér og skoða næturlífið - eða jafnvel að fara inn á notalegan veit- ingastað en þeir skipta þús- Ást og hamingja, sól og sumar. undum í Amsterdam. Þar kennir margra grasa og finna má veitingastaði með sér- kennum landa og þjóða hvað- anæva úr heiminum. Austur- lenskir staðir eru til dæmis mjög margir og matseðlarnir eru víða ævintýralegir. Gamlir og grónir þjóðlegir veitinga- staðir eru einnig víða í Amsterdam. Þar er að sjálf- sögðu boðið upp á hefð- bundna hátíðarrétti og síðan sérstakan matseðil að hætti Hollendinga. Hann lætur ekki mikið yfir sér, elsti veitingastaðurinn í Amsterdam, „Restaurant De Silveren Spiegel" eða Silfur- spegillinn. Hann er í lítilli götu rétt við miðbæinn og auðvelt að finna hann. Þar er boðið upp á bæði alþjóðlegan og hollenskan mat. En þótt stað- urinn sé fremur látlaus við fyrstu sýn verður hann hverj- 2. TBL. 1992 VIKAN 53

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.