Vikan


Vikan - 23.01.1992, Page 63

Vikan - 23.01.1992, Page 63
úr gerviefnum hvers konar eins og lakki og hreinum efnum. Erfitt er að lýsa hönnun hennar í fáum orðum sökum þess hve fjölbreytt hún er en má segja að hún vinni oft út frá klassískri línu en breytir til dæmis kraga eða ermum og gerir þannig flíkina öðruvísi og sérstaka. Hún hefur gaman af að leika sér meö liti og efnisval og notar oft gagnstæða liti eins og rautt og grænt saman. Margrét leggur mjög mikið upp úr saumaskap og vandar vel allan frágang. Margréti er margt til lista lagt, henni gengur vel að vinna hvers kyns handavinnu og til gamans má geta að hún máiar allar myndir heima hjá sér, bólstrar húsgögnin auk þess að sauma sjálf allan fatnað á fjölskylduna. Lesendur Vikunnar ættu að fylgjast spenntir með þessari ungu konu í framtíðinni, hún á örugglega eftir að láta mikið til sín taka. Ef lesendur sjá VALDO design á einhverri flík eru gæðin vís, hönnun Mar- grétar Valdimarsdóttur er þar á ferð. 2. TBL. 1992 VIKAN 63 viku. Þegar hún kemur heim ætlar hún að setja upp verk- stæði og mun þá taka að sér að sérsauma fyrir hvern og einn ásamt því að hanna og sauma sína línu. Margrét er mjög fjölbreyttur hönnuður og er ekki föst í neinum sérstökum stíl. Hún hefur mjög gaman af að vinna

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.