Vikan


Vikan - 23.01.1992, Qupperneq 66

Vikan - 23.01.1992, Qupperneq 66
FRAMHALD AF BLS. 50 Einn úr Addams-fjöl- skyldunni. Frh. af bls. 65 varfrumsýnd í byrjun desemb- ermánaöar skilaði fyrsta sýn- ingarhelgin 24.203.754 Bandaríkjadölum. Myndin var frumsýnd 13. desember á Bretlandseyjum og hefur gengið vel. Háskólabíó hefur tryggt sér sýningarréttinn. Nú er bara spurningin hvernig fjöl- skyldunni farnast hér á landi. Það er harkan sex sem gildir SVAR: Margaret Thatcher. Skírnarnafn hennar er Margaret Rob- erts og fæddist hún í smábæn- um Grantham á Mið-Eng- landi. Hún var formaður breska íhalds- flokksins frá 1975 og for- sætisráðherra frá 1979 þar til í nóvember 1990 en þá lét hún einnig af embætti flokks- formanns. FRÍAR HEIMSENDINGAR ALLAN SÓLARHRINGINN 7 DAGA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ Grensásvegi 10 - þjónar þér allan sólarhringinn hjá Jodie Foster þessa dagana. Hún var þess fullviss að geta slakað á eftir að hafa leikstýrt fyrstu mynd sinni, Little Man Tate. En nei - Warner Bros kvikmyndarisinn gerir sína eigin útgáfu af frönsku úrvals- myndinni The Return of Mart- in Guerre (1982). Þessi franska mynd var með Gerard Depardieu. I nýju útgáfunni leikur Jodie Foster konu sem þekkir ekki eiginmann sinn þegar hann kemur heim úr borgarastyrjöldinni sem stóð yfir 1861-1865. Henni finnst hann bæði vera andlega og líkamlega breyttur. Kvenna- gullið Richard Gere (Pretty Woman, No Mercy) leikur eig- inmanninn. Tökur hefjast nú í febrúar. David Cronenberg (Scann- ers, The Brood, Dead Ringers) mun hefja tökur á nýrri mynd í apríl. Um er að ræða kvik- myndatökur næstkomandi apríl Um er að ræða kvik- myndagerð sem byggð er á leikritinu The Singing Detect- ive. Handritagerðin er í hönd- um höfundar sjálfs, Dennis Potter. Þess má geta að is- lenska sjónvarpið sýndi sjón- varpsútgáfuna frá BBC fyrir nokkrum árum. Al Pacino mun fara með aðalhlutverkið í þessari kvikmyndaútgáfu, leik- ur þar rithöfund sem er illa haldinn á sjúkrahúsi. Robert Solo framleiddi endurgerðina The Invasion of the Body Snatchers árið 1978 og hefur enn og aftur endurgert endurgerðina frá ár- inu 1978. Hún heitir einfald- lega Body Snatchers. Allt er nú hægt í Bandaríkjunum. Þessi nýja endurgerð greinir frá dóttur herforingja nokkurs sem vitaskuld hefur aðsetur sitt í herbækistöð. Dóttirin veit- ir breyttri hegðun hermann- anna athygli, sem og íbúa smábæjar í námunda við her- bækistöðina. Leikstjórinn er Abel Ferrara en hann færði okkur kraftmikla mynd og blóðþyrsta, King of New York sem hefur á að skipa leikaran- um Christopher Walken. Columbia kvikmyndafyrir- tækið hefur beðið Francis Ford Coppola að leikstýra myndinni Harlots Chost sem er byggð á samnefndri skáld- sögu eftir Norman Mailer (The Naked and the Dead, To- ugh Guys Don’t Dance) John Milius (Red Dawn) mun skrifa handritið. Margir muna eflaust eftir sænsku myndinni Mit Liv som Hund sem gerð var árið 1987 og sýnd í Laugarásbíói. Nú er verið að gera framhaldið. Giskið á hver á að leika eitt aðalhlutverkið í myndinni! Morgan Greeman (Glory, Bonfire of the Vanities). Morg- an Freeman að tala sænsku! Það væri eins og að sjá Mr. T leika f mynd um Emil í Katt- holti. Um að gera að vera já- kvæður og prófa eitthvað nýtt. Litli snáðinn Macaulay Culkin mun leika i myndinni Lost in New York sem er sjálfstætt framhald af mynd- inni Home Alone. Margir muna sennilega eftir New Jack City. New Jack City 2 verður að veruleika. Tökur hefjast í Dómíníkanska lýðveldinu, New York og Kansas City. Titill myndarinnar verður New Jack City 2: Nino Lives. Svakalegt, ekki satt! Liam Neeson (The Big Man, Darkman, The Mission) leikur senn á móti Andie Mac- Dowell sem síðast lék í Danc- es with Wolves og Grand Canyon. Persóna Andie leitar að eiginmanni sínum sem er sporlaust horfinn. Liam Nee- son leikur einkaspæjara sem aðstoðar hana við leitina og þau ferðast um hálfan hnöttinn, frá Los Angeles til Mexíkó, frá Mexíkó til Egypta- lands og þaðan til sameinaðs Þýskalands. Á þessu ári verða tvær kvik- myndir gerðar um fund Amer- íku og Kristófer Kólumbus. Þegar er búið að nefna aðra. Hún verður undir stjórn breska leikstjórans Ridley Scott (Thelma and Louise, Black Rain). Hans útgáfa ber titilinn Christopher Columbus. Franski stórleikarinn Gerard Depardieu á að leika skip- stjórann fundvísa. Sögusagnir herma að hann hafi farið f marga enskutíma þar sem enskan hans var mjög brota- kennd. Miklar líkur eru á því að hann verði nú skýrmæltari en í myndinni Green Card. Leikstjórinn og framleiðand- inn Robert Zemeckis (Back to the Future 1,2,3, og Who Framed Roger Rabbit) er nú að stjórna mynd sem heitir De- ath Becomes Her eða Dauðinn fer henni vel á íslensku. Ljós- hærða hnátan síunga Gold- ie Hawn, Joe Pesci og Meryl Streep leika í myndinni. Myndin er frumleg svo ekki sé meira sagt. Greint er frá lýtalækni í Beverly Hills sem orðinn er elliær auk þess sem hann er giftur gamalli skjóðu. Gömlu hjónakornin þekkja unga leikkonu frá New York. Myndin snýst um hið unga og saklausa auk þess sem tekið er á alvöru lífsins og ellinni. Tim Robbins, (Erik the Viking, Bill Durham) leikstýrir brátt sinni fyrstu mynd og mun hún heita Time Are Changing Back og greinir frá hljómlistar- manni sem spilar þjóðlaga- tónlist en langar til þess að verða forseti Bandaríkjanna. Árið 1992 ætlar að verða frum- legt kvikmyndaár. Melanie Griffith, eiginkona Dons Johnson, mun leika í hörkuspennandi löggutrylli sem heitir Close to Eden. Leikur hún rannsóknarfulltrúa. Sidney Lumet (Q&A) mun leikstýra þeirri mynd. Evil Dead 1 og 2 voru aldrei sýndar í íslenskum kvikmyndahúsum enda ekki fyrir alla. Þær eru ógeðfelldar en samt fyndnar. Þó eru þetta ódýrar hryllingsmyndir sem slógu rækilega í gegn í Bandaríkjunum og Evrópu 1982 og 1987. Höfundur og leikstjóri þessara mynda heitir Sam Raimi en hann gerði auk þessa myndina Darkman sem frá árinu 1990. Sú var sýnd í Laugarásbíói. Nú hefur Sam Raimi aftur sest í leikstjóra- sætið. Um er að ræða þriðja framhaldið af Evil Dead. Heitir nýja myndin Evild Dead III: Army of Darkness. Myndin gerist á miðöldum og hetjan er sem fyrr leikin af Bruce Campell. Hann þarf að berjast við dauðyfli, lifandi dauða. Það er nefnilega erfitt að drepa það sem þegar er dautt. Myndin á að vera hryllingssmellur ársins 1992. Universal kvikmyndafyr- irtækið framleiðir myndina. Kannski verður hún sýnd í Laugarásbíói. 66 VIKAN 2. TBL, 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.