Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 7

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 7
Halldór í Alþingishúsinu, sem hefur veriö vinnustaöur hans síðan hann var 26 ára gamall. það, að hann hefði engan áhuga á áframhald- andi samstarfi við Framsóknarflokk og Alþýðu- bandalag - og satt best aö segja hef ég það á tilfinningunni að formaður Alþýðuflokksins vilji ekki ríða sama hesti mjög lengi. Hann er fyrir það að skipta um hesta. Ég hafði alveg sömu tilfinningu eftir samtöl við Jón Sigurðsson. Hann hafði enga trú á samstarfi við Alþýðu- bandalagið og reyndar ekki okkur heldur. Þess vegna er ég þeirrar skoöunar, að þeir hafi báðir verið búnir að ákveða þetta fyrir kosningar. Ég gerði mér hins vegar ekki grein fyrir því fyrr en að kosningum loknum. - Hvernig líst þér á stjórnarandstöðu án fjöl- miðla, með aðeins eitt tiltölulega lítið útbreitt dagblað á bak við sig? Mér líst nú ekki á lýðræðið almennt með þeim hætti. Morgunblaðið er ekkert annaö en flokksmálgagn Sjálfstæðisflokksins. Ef blöö eins og Tíminn, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn hverfa af sjónarsviöinu, sem þegar hefur gerst með Þjóðviljann, þá heyrast ekki lengur sjón- armið þeirra. Þessi stjórnmálaöfl verða þá ekki lengur með í þjóðfélagsumræðunni, eins og áður. Þar af leiðandi verður öll umræða miklu einlitari. Ég tel það því beinlínis hættulegt fyrir lýðræöið, ef öll þessi blöð hætta að koma út. Það er mikill áhugi á því að reyna að stofna nýtt blað, sem er góöur grundvöllur fyrir. Það tekst, ef einhverjir aðilar eru tilbúnir að leggja fram fjármagn I það. Við erum reiðubúnir til sam- starfs við hverja þá sem eru þeirrar skoðunar að það vanti betra jafnvægi í þjóðfélagsum- ræðuna. Ég er vongóður um að þetta muni tak- ast að lokum. DAVÍÐ ÞOLIR ILLA GAGNRÝNI - Hvað finnst þér um gagnrýni stjórnarliða á fréttastofu útvarps? Mér finnst hún afar ómerkileg. Hún er að mínu mati besta fréttastofan og hefur meiri möguleika en t.d. sjónvarpsfréttastofurnar. Fréttastofa útvarps hefur marga ágæta starfs- menn og þeir hafa ekkert hikað við það aö setja fram ýmsa gagnrýni, sem fram hefur komið, bæði á ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Þaö virðist hinsvegar vera svo með Davíð Oddsson forsætisráðherra, að hann þoli illa gagnrýni og vilji ekki heyra hana. Hann kemur þannig fram, aö hann virðist ávallt telja sig vera að gera rétt og það sé yfir gagnrýni hafið. Og hann bregst illa við þegar svo er gert og vill gjarnan skrúfa fyrir gagnrýni. Ég veit ekki hvort honum tekst að skrúfa fyrir fréttastofu útvarps, en það er greinilegt að gerðar eru tilraunir til að þagga niður I henni og ætlast er til þess aö hún verði málpípa ríkisstjórnarinnar. En það er skylda Ríkisútvarpsins, samkvæmt lögum, að koma á framfæri eðlilegum skoðanaskiptum í landinu. Hinsvegar finnst mér, að þær hótanir sem í þessum orðum ráðherranna felast, hafi verið teknar of alvarlega af fréttastofunni. Mér finnst að fréttamennirnir hafi að nokkru leyti tekið tillit til þessara ómaklegu orða, sem sýnir kannski að ef menn eru nógu ósvífnir, þá verður þeim eitthvað ágengt. FORMENNSKAN EKKI EFTIRSÓKNARVERÐ - Þær raddir hafa heyrst, að löngu sé orðið tímabært að þú takir við formennsku í Fram- sóknarflokknum. Geldur þú þess á einhvern hátt að hafa veriö svo lengi „krónprinsinn" i flokknum? Það er nú enginn krónprins i Framsóknar- flokknum. Ég hef verið varaformaðurflokksins i meira en áratug og það er vissulega langur tími í því starfi. Ég var 26 ára, þegar ég var fyrst 5.TBL.1992 VIKAN 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.