Vikan


Vikan - 05.03.1992, Qupperneq 14

Vikan - 05.03.1992, Qupperneq 14
: ÞÓRDÍS BACHMANN / LJÓSM.: MAGNÚS HJÖRLEIFSSON / FÖRÐUN: KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR MEÐ NO NAME COSMBICS HVER ER Hún er opin og einlæg, talar út frá sjálfstæð- um skoðunum sínum og tilfinningum. Hún hefur búiö utanlands í nokkur ár, fyrst í Berlín við dansnám á Die Etage, síðan í New York við módelstörf. Hún hefur nú fast starf sem módel verðlista snyrtivörufyrirtækisins Avon og fór um árið í hálfs árs sýningaferðalag um Japan fyrir Jean Paul Gaultier. Etta Valeska er lista- mannsnafn, það gat enginn stafað Edda rétt eftir framburði og Guð- mundsdóttir er alger tungubrjótur fyrir ensku- mælandi fólk. Eftir margra ára ball- ettnám lagði Edda leið sína til Berlínar, þar sem hún dvaldi næstu þrjú árin. „Ég ætlaði mér í kóreó- grafíu, sem var auglýst sem námsefni við skólann, en þegar til kom var búið að leggja þá deild niður,“ segir hún. Við skólann var mikið af banda- rískum kennur- um og í Berlín hitti Edda dans- ara frá Alvin Ail- ey-dansflokkn- um. Hann sagði henni að hún ætti góða mögu- leika á skólavist hjá Alvin Ail- ey. Eftir að til New York var komið aðstoðaði starfsfólk skólans Eddu við að finna sér húsnæði og komast inn í þjóð- félagið. Meðal þeirra sem stæra sig af því að hafa dans- að með flokki Alvins Ailey er stórstjarnan Madonna en hún reyndi fyrir sér sem dansari áður en hún ákvað að leggja heiminn að fótum sér sem söngkona. Edda var strax sett í afar krefjandi danstíma hjá Alvin Ailey, horaðist niður í 44 kíló og þjáðist af lystarstoli um tíma. „Enda fór það svo að þegar ég lauk Alvin Ailey- skólanum fékk ég um tíma al- geran viðbjóð á öllu því sem viðkom dansi." DUGUR OG DJÖRFUNG Edda hefur verið heppin með módelverkefni síðan hún byrj- aði á þeim starfa enda tekur hún starfið föstum tökum. Hún kom sér strax upp umboðs- skrifstofu og fer í allar þær heimsóknir sem stofan sendir hana í. „Þetta var mikið basl í byrjun en ég ákvað að vera dugleg og fara til allra sem ég var send til,“ segir hún. Þegar á staðinn er komið segist hún gæta sín á því að láta ekki skoðanir sínar í Ijós, minnast ekki á að hún sé í sambúð og hún segir að í raun gangi sér betur með þvi að þykjast vera svolítið heimsk. „Það þýðir ekki að ég láti draga mig út í einhverja vitleysu en ég læt ekki mitt álit í Ijós þó mér finn- ist viðskiptavinurinn vera að gera eitthvaö heimskulegt. Samkeppnin er svo mikil og ég veit að það sem ég hugsan- lega hefði að segja vekti enga hrifningu en ef maður reynir að vera mjög jákvæður í starfi og gera sitt besta er yfirleitt um að ræða fleiri bókanir hjá þeim viðskiptavini. Vitanlega er klíkugangur þar, rétt eins og hérna,“ bætir hún við. NEW YORK, TÓKÝÓ, REYKJAVÍK Nú býr Edda í East Village ásamt Alonzo Ramos, sam- býlismanni sínum. Alonzo er fatahönnuður og sýningar þeirra í Tunglinu og á Ömmu Lú í janúar vöktu mikla athygli gesta. Meðal þeirra verslana sem selja föt Alonzos í Reykjavík er Plexiglas í Borg- arkringlunni. í Bandaríkjunum er markaður fatahönnuða sí- fellt að þrengjast og í New York einni eru vígi bæði Macy’s og Saks Fifth Avenue að liða undir lok. Samkvæmt bandarískri viðskiptalöggjöf þurfa þessar stórverslanir að staðgreiða alla vöru og því fór svo að lokum að risarnir rið- uðu til falls. Alonzo hefur þó staðið kreppuna af sér hingað til en hann selur einnig á Jap- ansmarkað, auk New York og Reykjavíkur. Hvernig var svo að ferðast um Japan með Gaultier? „í Japan er lítið um útlend- inga og allra fyrst fannst mér mjög erfitt að vera þar. Ég fór upphaflega til að dansa og bjó rétt fyrir utan Tókýó. Fyrsta daginn sem ég fór út í búð störðu allir á mig eins og naut á nývirki. Börnin bentu á mig og fólk togaði í hárið á mér og augnhárin. Japanir hafa svo lítil augnhár að fólk togaði jafnvel i augnhárin á mér úti á götu. Ég fékk mig nú alveg full- sadda af þessu og var alveg miður min. Enginn talaði ensku þar sem ég var að vinna í upphafi, ég var bara sótt en vissi aldrei hvert ég var að 14 VIKAN 5. TBL.1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.