Vikan


Vikan - 05.03.1992, Qupperneq 52

Vikan - 05.03.1992, Qupperneq 52
JÓNA RÚNA KVARAN SKRIFAR INNSÆISNEISTAR OFUETI Ymis afbrigði mikil- mennsku láta víða á sér bera í samskiptum okk- ar hvert við annað. Vart er hægt að sættast á að það sé styrkur fyrir hentug og heil- brigð samskipti að ástunda of- læti í einhverjum myndum. Flestir kannast við breytingar sem verða til dæmis hvað varðar stöðugildi. Ekki er óal- gengt að ákveðinn oflátungs- háttur grípi um sig hjá annars ágætum einstaklingum vegna þess að viðkomandi merkikerti telur sig um leið og það fékk ábyrgðarmeira starf oftar en ekki sjálfgefið orðið öðrum starfsmönnum merkara, reyndar gjörsamlega ómiss- andi. Auk þess telur það sig að sjálfsögðu verða hafið yfir alla gagnrýni. Þetta er heimskulegt og ekki líklegt til að lengja llfdaga við- komandi í nýrri stöðu. Sann- leikurinn er sá að flestir verða mjög fráhverfir mannskap sem er haldinn heimatilbúinni spjátrungsáferð innst sem yst og eys henni ótæpilega yfir vini og vandalausa. Það er mikill misskilningur að halda aö ytri velgengni sé líkleg til að gera okkur öðrum meiri. Eins er fullkomlega fráleitt að standa í þeirri trú að við vitum allt betur en aörir, jafnvel þó snjöll kunnum að vera. Það er aldrei svo að okkur séu ekki einhver og mismikil takmörk sett á hinum hála ís mann- legra tengsla. Viturlegt er þvi að velja sér ekki hlutverk gikksins sem alvitur er að eigin mati en nokkuð örvitakenndur að annarra og ögn hógværari mati. Vissulega er erfitt að benda oflátungi á að ekkert í hans ágætu persónu henti þeim sem hann velur aö fórnarlambi A Sann- leikurinn er sá að flestir verða mjög fráhverflr mannskap sem er haldlnn heimatil- búinni spjátrungs- áferð innst sem yst og eys henni ótæpilega yflr vini og vanda- lausa. ef framkoma hans er upp- áþrengjandi og sjálfhverf. Oft- ar en ekki eru þannig athuga- semdir látnar sem vindur um eyru þjóta. Allur almennur gikksháttur, sem er dóm- greindar- og fyrirhyggjulaus, jafnvel sjálfmiðaður úr hófi fram, er veikleikamerki í manngerð viðkomandi oflát- ungs. Það er hreint ekkert já- kvætt eða kærleikshvetjandi við þannig framkomu, enda nokkuð öruggt að þeir sem hana ástunda verða býsna fljótir til að aftengja sig venju- legu, sæmilega siðfáguðu fólki. Hvers kyns lítillæti er af hinu góða. Því meira sem við álit- um að við vitum og skiljum ættum við að sama skapi að vera blessunarlega laus við að setja okkur á háan hest, jafn- vel á kostnað annarra og grandvarari einstaklinga. Það er engin sérstök ástæða til að ofmeta sína ágætu persónu frekar en eigur sínar og tæki- færi. Manngildi okkar getur verið sérstætt samt. Einungis athafnir og framkvæmdavilji okkar, stór sem smár, vísar á hvað í raun er einhvers virði i okkar ágætu manngerð, þá án tillits til hvað við höfum lært, unnið eða hvaða hæfileika og kosti við kunnum að hafa til að bera sem áhugaverðir gætu talist. Hógværð er sem sagt heilla- drjúg hverri góðri manneskju en oflæti fáviskueinkenni þeirra sem finna til sín á skökkum stöðum og aflaga fyrir bragðið flesta jákvæða möguleika á notalegum tengslum við aðra og hana nú. 52 VIKAN 5. TBL, 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.