Vikan


Vikan - 05.03.1992, Qupperneq 57

Vikan - 05.03.1992, Qupperneq 57
persónurnar Lassi og Sveppi skrifaðar með þá í huga.“ Tónlistin er í höndum Mána Svavarssonar en auk þess koma nokkrar íslenskar hljóm- sveitir fram í myndinni. Má þar nefna Todmobil, Siðan skein sól, Sálina hans Jóns míns, Pís of keik og Tennurnar hans afa. Tónlistin á að undirstrika þann tíðaranda og þá tísku sem ríkir í Reykjavik og þetta fólk hrærist í. Nú er Veggfóður næstum fullgerð og Jonni er strax farinn að huga að næstu mynd. Jonni: „Handritið, sem ég er að skrifa, fjallar um ungan lög- fræðing í Reykjavík. Hann á æðislega konu, flott hús og bil og nóg af peningum. Hann kynnist fólki sem er kynferðis- lega afbrigðilegt og smám saman verður hann þannig sjálfur. Þetta er átakanleg saga sem fjallar aðallega um klæð- skiptinga og líf þeirra. Ég hef hugsað mér að fara til San Francisco til þess að kynna mér líf klæðskiptinga nánar en þar þurfa þeir ekki að vera f felum eins og hér. Mér finnst þetta vera allt saman mjög at- hyglisvert. Sjálfur hef ég einu sinni prófað að klæða mig upp í kvenmannsföt. Ég var bara fjórtán ára og langaði mikið til að komast inn á skemmtistað- inn Hollywood. Ég var búinn að reyna helgi eftir helgi en dyraverðirnir hentu mér alltaf frá. Þá brá ég á það ráð að klæða mig í föt af systur minni og lét hana mála mig. Síðan setti ég vöfflur í hárið á mér og fór út að skemmta mér. Þrátt fyrir þetta komst ég ekki inn. Dyraverðirnir föttuðu að ég var strákur." STEINN OG KORMÁKUR BALTASAR: LEIKA VININA SVEPPAOG LASS Það ömurlegasta sem ég geri er að leika jólasvein. Þú getur ímyndað þér hvað það er leiðinlegt að hafa frek börn gargandi utan í sér á meðan maður stendur varnarlaus, kófsveittur með ullarskegg ofan í háls,“ segir maðurinn á bak við hinn ástsjúka Rómeó og illmennið í Kæru Jelenu, Baltasar Kormákur. Baltasar hefur þó gert fleira undanfarið en að leika jólasvein, elskhuga og illmenni því hann fer með eitt aðalhlutverkið í kvikmynd- inni Veggfóður sem verður frumsýnd í Reykjavík í sumar. Þar leikur hann villuráfandi myndlistarnema, Lass, sem ræðst í það verkefni að taka að sér rekstur skemmtistaðar ásamt Sveppa vini sínum sem er einnig leikinn af efnilegum leikara, Steini Ármanni Magn- ússyni. Steinn: „Þetta er í raun og veru ástarsaga sem fjallar um ungt fólk í Reykjavík. Lass og Sveppi eru hálfgerðir ruglu- dallar en tekst þó að láta skemmtistaðinn ganga ágæt- lega. Þá kemur ung stúlka, Sól, til Reykjavíkur og fer að vinna hjá þeim. Þeir verða báðir ákaflega hrifnir af henni og beita ýmsum aðferðum við að ná athygli hennar.“ Baltasar: „Þetta er bæði spennandi og fyndin mynd. Það eru slagsmál og ofbeldi og aðeins farið úr fötunum. Þetta er samt ekki djörf mynd og ég efast um að hún verði bönnuð. Ef hún yrði bönnuð innan tólf ára mundi það bara auka aðsóknina." - Hvernig persónur eru Sveppi og Lass? Steinn: „Sveppi er miklu meiri athafnamaður en Lass sem er hálfgerð rola og ófram- færinn. Lass er áberandi betri Steinn t.v. og Baltas- ar: „Sveppi er miklu meiri at- hafnamað- ur en Lass sem er hálfgerð rola.“ persóna en Sveppi sem er mikill fantur." - Nú eru hlutverkin skrifuð með ykkur í huga. Eru Sveppi og Lass líkir ykkur? Baltasar: „Þetta er frekar ódýr mynd og búningarnir eru mest okkar eigin föt. Þeir eru því ekkert ósvipaðir okkur en innihaldið í þessum mönnum er allt annað en í okkur, enda er það þess vegna sem við köllum okkur leikara. Strákur- inn sem ég leik er myndlistar- nemi en sjálfur mála ég aldrei. Foreldrar mínir og báðar syst- ur mínar eru aftur á móti öll í myndlist." - Veggfóður er fyrsta kvik- myndin sem þið leikið í. Finnið þið mikinn mun á því að leika á sviði og í kvikmynd? Steinn: „Það er svo ólikt að það er varla hægt að líkja því saman. Ég hélt einu sinni að það væri skemmtilegra að leika í bíómynd en ég er ekki lengur viss. Það fer mikið eftir fólkinu sem unnið er með hvort er skemmtilegra. Það var mjög gott fyrir okkur Baltasar að hafa hvorn annan þegar var verið að taka Veggfóður upp. Við þekkjumst mjög vel og gátum alltaf haft ofan af hvor fyrir öðrum á meðan verið var að vinna í uppstillingum og öðru. Þá vorum við leikararnir að fíflast einhvers staðar úti í horni.“ Baltasar: „Kvikmyndaleikur er mjög mikil þolinmæðis- vinna. Það er eins og að búa til mósaíkmynd. Það getur verið ferlega erfitt að vera í litlu hlut- verki í bíómynd. Þá veit maður í rauninni ekkert hvað er að gerast og er bara eins og brúða sem tekur skipunum. í Veggfóðri vorum við mest- allan tímann á tökustað og unnum jafnvel í handritinu, komum með athugasemdir og þess háttar. Það var mjög skemmtilegt og þess vegna finnst okkur við kannski eiga meira í myndinni en eðlilegt er með leikara. Það var mjög góð samvinna á milli okkar og Júl- íusar sem leikstýrði myndinni. Einstftkir rnunir SciytnlclcfjnfitUcrf jjlnsn ~lítia TEKK- KRISTTIL Lnugavegi 15 Sitin143 20 Kringlan Simi 689955 5.TBL. 1992 VIKAN 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.