Vikan


Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 62

Vikan - 05.03.1992, Blaðsíða 62
Vínbýli þeirra Jóns ogGuölaugar i Bordeaux- héraði. Þeim hefur vegnað vel og verið hlýlega tekið af nágrönn- um sínum, sem ræktað hafa vínvið mann fram af manni. CHATEAU DERIONSer vörumerki íslensku vínbænd- anna og gæðastimpill um leið. meöal annars vegna þess að hlutföllin á milli berjategund- anna eru ekki þau sömu. Á þaö ber að líta aö vín frá ákveönu svæði eins og Bor- deaux hefur sérstakan „kar- akter“ sem engin önnur vín hafa. Þaö er til dæmis regin- munur á Bordeaux-vínum og þeim sem koma frá Burgundí. Ástæöan er fyrst og fremst sú aö þau eru búin til úr öörum vínberjategundum en ræktað- ar eru í Bordeaux. Fjölmargar aðrar ástæöur eru fyrir þessu eins og til dæmis staðsetning- in, jarðvegurinn og aðferðirnar við víngerðina svo eitthvað sé nefnt." Jón hefur náð umtalsverð- um árangri þó ekki hafi hann stundað vínbúskapinn í eigin nafni lengi. f þeim efnum veg- ur þungt hinn góði undirbún- ingur hans og mikill áhugi í áraraðir. Vínið hans hefur fengið viðurkenningar fyrir gæði. Hann vill samt ekki gera mikið úr velgengninni, segir að starfið sé rétt að byrja. „Það sem alltaf hefur vakað fyrir mér er að ég geti skapað mér minn sérstaka stíl eða karakter, samkvæmt þeim hugmyndum sem ég hef um gott vín og hvernig búa á það til. Ég hef lagt mig fram og reynt að gera mitt besta þó ég hafi ekki ennþá náð markmið- um mínum nema að litlu leyti. Hlutirnir gerast ekki á einum degi. Þetta er löng þróun - ég hugsa því fremur í árum og jafnvel áratugum. Það er ekki nema ein uppskera á ári og engar tvær eru eins." GÓÐU BÖRNIN TÍU „Ég er aö reyna að skapa sérstakt afbrigði eða tón sem skilur mín vín frá öðrum, þó við séum í sumum tilvikum að- eins að tala um smáatriði sem sumir verða varla varir við. Hvítvínið mitt, svokallað SPECIAL RESERVE, læt ég gerjast og þroskast í nýjum eikartunnum í níu mánuði. Við það fær vinið sérstakt bragð. Ein ástæðan er sú að ég hef það á tunnunum mun lengur en aðrir og þess vegna verður það öðruvísi. Ýmsum finnst vínið vera búið að taka út full- an þroska eftir þrjá til fjóra mánuði á tunnunum. Ég hef setið fast við minn keip og hef Þau hjónin Jón og Guðlaug voru hreint ekki óvön því að starfa kappsamlega saman að rekstri fyrirtækis. Áður en þau tóku til við vinræktina höfðu þau um langt skeið rekið tískuverslanir við Laugaveg og gert það gott. það sex mánuðum lengur, til þess að ná fram þeim blæ- brigðum sem ég sækist eftir. Ég hef vandað sérstaklega til þessa víns á fleiri vegu. Ég nota í það aðeins þroskuðustu berin af elsta vínviðnum. Allt verður að bera að sama brunni. Svo er með þetta vín að það er ekki víst að það falli öllum í geð vegna þess að það er svo sérstakt. Segja má sem svo að ég hafi hugsað það fyrir bragðmeiri mat. Hitt hvítvínið okkar er hins vegar þannig að flestir falla fyrir því. Það er ákaflega létt og frísklegt, með Ijúfum og ferskum berjakeim. Það er ekki haft á eikartunnum heldur látið gerjast við lágt hitastig til að ná fram sem mestum berjakeim. Það þarf að hafa margt í huga þegar vínið er látið gerj- ast og þroskast i tunnu, hvort sem það er rautt eða hvítt, og þaö er sannarlega ekki sama hvaðan tunnan kemur. Þess má geta að fjölmargir aöilar framleiða eikartunnur af þeirri gerð sem ég nota. Allar eru þær smíðaðar úr franskri eik. Einn þátturinn er sá að þær eru hitaðar mismunandi mikið og má tala um þrjú stig í því sambandi. Þó maður sé jafn- vel meö tvær tunnur frá sama aðila, sem eiga að vera hitað- ar jafnmikið, getur vínið úr hvorri um sig verið mismun- andi, þó svo að leikmaður finni engan mun. Ég hef það aö leiðarljósi að hugsa um gæði á kostnað magnsins. Þetta er eins og að ala upp börn enda kalla ég eik- artunnurnar góðu börnin mín tíu. Reyndar fjölgaði ég þeim upp í tólf síðastliðið haust. Samt hef ég það ekki í huga að framleiða þetta sérstaka vfn nema í mjög litlum mæli.“ NOTUM AÐEINS BESTU BERIN - Hvaða árferði er ákjósan- legast fyrir góða vínupp- skeru? „Sumarið þarf helst að vera þurrt en þó með hæfilegu regni - en vökvun er bönnuð. Mikið sólskin er afar mikilvægt og góður hiti en of mikill hiti er óæskilegur. Verst af öllu er ef tekur að rigna á þeim tíma sem berin eru orðin þroskuð og uppskera er að hefjast. Þá fer skæður sveppur að herja á berin og eyðileggur hluta upp- skerunnar. Þegar þannig stendur á neyðumst við til að láta klippa öll skemmdu berin burt. Við erum ávallt mjög ströng og vandlát og notum ekki nema bestu berin í framleiðsl- una. Þeir sem hafa verið að tína fyrir okkur hafa haft á orði að við hentum jafnvel helm- ingnum í burtu því við viljum bara það besta. Við megum heldur aldrei gleyma því að við erum líka að byggja upp fyrir framtíðina og því skipta gæðin mestu máli.“ - Lengi hafa „verk- smiðjuframleidd11 vín verið vinsælust á markaðnum hér á landi. Hvað viltu segja um þau? „Þau eru allt annars eðlis en þau vín sem koma frá sérstök- um vínekrum og vínbýlum, sem eru þá gjarnan kennd við ákveðinn „Chateau", eins og ( okkar tilviki - Chateau de Rions. Það þýðir að vínin hafa ákveðinn persónuleika og eru eingöngu gerð úr berjum þeim sem viðkomandi ræktar og notar til framleiðslunnar. Hvað verksmiðjuvínin varð- ar þá hafa þau lítil sérein- kenni. í mörgum tilvikum kauþir framleiðandinn ódýr vín hvaðanæva að og blandar þau á ákveðinn hátt. Vín af þessu tagi hafa löngum verið drukkin hér á landi en sem betur fer er fólk smám saman að átta sig. Verðmunurinn þarf ekki í öll- um tilvikum að vera svo mikill. Mér er óskiljanlegt þegar fólk ætlar að gera sér dagamun og kaupir dýran mat - en fábrotið vín til að drekka með honum í þeim tilgangi að auka á ánægju máltíðarinnar. Þeir sem drekka alltaf ódýrustu vínin vita aldrei hvað gott vín er. Þeir hafa aldrei smakkað það.“ RAUTT OG HVÍn - Mismunurinn á hvítvfni og rauðvíni? „í örstuttu máli má segja að aðalmunurinn sé fólginn í því að þegar hvítvínið er búið til er það safi berjanna sem gerjast. Mestallt hvítvín er gert úr hvít- um berjum enda þótt einnig sé unnt að búa það til úr rauðum því safinn er litlaus. Við rauðvínsgerðina fær vínið aftur á móti lit frá hýðinu. Til fróðleiks má geta þess að við látum handtína öll ber. Síðan erum við með sérstakt tæki sem rífur stilkana af berjaklösunum og dælir að því búnu berjunum upp í ámuna. Stilkana fjarlægjum við strax svo við eigum ekki á hættu að þeir gefi frá sér beiskt og óæskilegt bragð. Þegar vínið hefur gerjast er það haft á eik- artunnum og ámum í um það bil átján mánuði áður en það er sett á flöskur.1' 62 VIKAN 5. TBL. 1992
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.