Vikan


Vikan - 11.06.1992, Qupperneq 6

Vikan - 11.06.1992, Qupperneq 6
 Hii l| Á Michael Douglas í hlutverki rannsókn- arlögreglu- mannsins að yfir- heyra hina grunuðu stúlkukind sem leikin er af Shar- on Stone. Það var töluverð upplifun að labba með þessu fræga fólki upp tröppur hallarinnar sem voru klæddar rauðum dregli og manni fannst maður vera töluvert merkilegur. Þar blasti við hópur smókingklæddra Ijósmyndara og sjónvarps- manna og myndaði æstur múgurinn ákveðna umgjörð allt í kring. Menn hafa eflaust verið að velta fyrir sér, þegar blaðamaður gekk upp tröpp- urnar, í hvaða kvikmynd þessi hafi leikið. ERFITT AÐ LEIKA ÞESSA PERSÓNU Við höldum áfram að tala sam- an og ég spyr hann hvað hafi verið ánægjulegast við að leika í þessari mynd. „Það var að sjálfsögðu það aö ég neyddist til að losa mig við tíu kíló fyrir myndina," seg- ir Douglas og hlær. Blaðamað- ur lítur ögn betur a holdafar leikarans og kemst að þeirri niðurstöðu að aðeins of hraustlega hafi verið gengið á fituforðann þar sem hann er orðinn nokkuð kinnfiskasog- inn. „Nei, að öllu gríni slepptu var það að sjálfsögðu sam- vinna mín við þennan frábæra leikstjóra, Paul Verhoeven, og einnig við mótleikarana, þær Sharon Stone og Jeanne Tripplehorn." Hvað fannst þér um Nick Curran, þá persónu sem þú lékst? Hvernig var að leika hann? „Nick er manneskja sem all- an tímann er á barmi glötunar, berst við áfengis- og annan fíkniefnavanda og hafði syndgað gífurlega en sleppur einhvern veginn alltaf fyrir horn þegar hann misstígur sig. Á móti kemur sterk réttlætis- kennd fram í honum og þessir tveir andstæðu pólar eru alltaf að togast á. Það var mjög erfitt að leika þessa persónu, meöal annars vegna þess að á þessu tíma- bili í lífi hennar, sem við fáum að sjá í myndinni, er hvorki upphaf né endir. Maður gerir sér því ekki grein fyrir hvort þessi maður hafi að elnhverju leyti breyst við það sem þarna er að gerast. Að leika þennan mann var fyrir mig eins og að sitja á eld- fjalli sem er um það bil að fara að gjósa. Maður þurfti alltaf að hafa þessa miklu spennu innra með sér án þess að hún fengi nokkurn tfmann virkilega út- rás." Fannst þér gaman að leika í þessari mynd? „Ég naut þess að vinna með Paul Verhoeven. Hann er einn sá besti leikstjóri sem ég hef unnið með ásamt Milos For- man. Ég lærði mikið af honum. Ég get samt ekki sagt að ég hafi notið þess að leika í þess- ari mynd. Kvikmyndunin tók nfutíu og fjóra daga og ég var sjálfur í upptökum í níutíu og þrjá daga, um það bil níutíu og níu prósent af upptökutíman- um, þannig að þetta tók mikið á mig. Ekki var þó hægt að kvarta yfir félagsskapnum og and- rúmsloftið var frábært, en samt er ekki hægt að segja að ég hafi haft gaman af að leika í þessari rnynd," segir Doug- las og hlær kvikindislega. „Ég er þó þrátt fyrir allt mjög ánægður með árangurinn." HEFUR EINSTÆÐA HÆFILEIKA Hvað er það sem gerir Paul Verhoeven að svona góðum leikstjóra? „Hann er einn af fáum sem ég þekki sem hafa frábæra og skýra yfirsýn yfir það sem ver- ið er að gera, eins og raun ber vitni. Þess má geta að hann er doktor í stærðfræði og hefur alveg einstaka rökhugsun til að bera, fyrir utan að hann hefur þann sjaldgæfa eigin- leika að sjá alla kvikmyndina í huga sér í smáatriðum. Fyrir utan Paul er Milos Forman sá eini sem ég hef kynnst sem hefur slíkan eiginleika. Oft voru flóknar pælingar í gangi hjá Paul í sambandi við ýmis smáatriði á meðan á tök- um stóð. Maður gerði sér kannski ekki grein fyrir að þessi atriði skiptu nokkru máli en þegar upp var staðið hefðu þessir hlutir getað truflað hljómfall myndarinnar. Opnunaratriði myndarinnar, morðið með ísbrjótnum (skýr- ing blm.: tól sem líkist síl eða skrúfjárni og er notað til að brjóta stykki úr ísklumpi til að nota I drykki), er nokkuð gott dæmi. Hryllingur þess og of- beldi hristir hressilega upp í til- finningum fólks þannig að næstu fjörutíu og fimm mínút- ur, þar sem lögreglan er að velta því fyrir sér, verða ekki leiðinlegar eins og þær hefðu getað orðið ef ekkert tilfinn- ingarót hefði komið á undan. Svona hluti sér Paul. Það eina sem hann vill ekki tala um er leikræna túlkunin og það getur verið svolítið bagalegt." Fyrir þig? „Neeei," segir Douglas og hlær. „En fyrir þá sem hafa litla leikreynslu að baki - eins og reyndar tveir af aðalmót- leikurum mínum, þær Tripple- horn og Stone - getur það skapað ákveðið óöryggi." Nú hefur heyrst að Verhoe- ven sé til dæmis í Hollandi þekktur fyrir slæmt samstarf við leikarana. Hvað geturðu sagt um það? „Að búa til kvikmynd er flók- ið fyrirbæri og ef einhver á- kveðin manneskja er valin í hlutverk er ekki svo mikið að segja við hana eftir á. Ég held að það eina sem hann hefur áhyggjur af sé að innri vél myndarinnar virki, ef svo má að orði komast, frekar en hvernig einstaka leikari túlkar sína persónu. Ef hann vill fá fram ákveðin viðbrögð fær hann þau fram á sinn máta. Hann hefur gert mjög góða hluti, er fær í sínu starfi og ég er mjög ánægður með sam- starf okkar og minn hlut í myndinni. Þetta var erfitt hlutverk, ég er í hverri einustu senu, þannig að þetta var mikil vinna og það reyndi mikið á samvinnu okkar. Lengri saga er á bak við samband og samvinnu hans og Sharon, sem er að sögn einstakt. Ég veit aö þú átt við- tal við hana og getur þvi spurt hana betur út í þetta og kannski sagt mér frá því seinna." VELUR HLUTVERK Á ANNAN HÁH EN MARGIR LEIKARAR Nú komum við aðeins inn á það áðan að þú hefðir verið að leita að ákveðnu hlutverki þar sem persónan tæki þátt í mikl- um ástarsenum? Hvernig vel- urðu yfirleitt hlutverk? „Það er ekki hægt að segja að óg hafi fundið rétta hlut- verkið heldur fann ég réttu kvikmyndina. Ég get sagt þér að ég hugsa að ég velji mér hlutverk á aðeins annan hátt en margir aðrir leikarar gera þar sem ég er jafnframt fram- leiðandi. Ég byrja á að leita að kvikmynd sem mér líkar. Ég reyni að líta á hana í heild Frh. á bls. 54 6 VIKAN 12. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.