Vikan


Vikan - 11.06.1992, Síða 17

Vikan - 11.06.1992, Síða 17
VIKUVIÐTAL VIÐ GUNNLAUG HELGASON * kvikmyndaborginni Holly- :0 wood er aö finna fólk með hugsjónir og drauma. Tak- §5 markinu skal náð. Hér úir og S grúir af leikurum sem bíða þess eins að kallið komi. Þetta S litla orð, „þú", getur þýtt allt 'O sem þú óskar þér. Frægð, frami, peningar og vinna. co Flestir þessara leikara komast S aldrei svo langt að prófa, hvað S pá að vera uppgötvaðir. Tæki- færið kemur aðeins einu sinni 'S og þá er eins gott að vera við- g búinn, tilbúinn að stökkva fram ^ af hengifluginu og vonandi Z lenda með báða fætur á jörð- [-< inni. Þá tekur alvaran við. Einn þessara fullhuga er Gunnlaugur Helgason, leiklist- arnemi í hinum virta leiklistar- skóla „The American Ac- ademy of Dramatic Arts“. - Hvað fékk þig, ungan mann í blóma lífsins, til þess að fara til Los Angeles til að læra leiklist? „Þetta byrjaði nú allt þannig að íris Erlingsdóttir, konan mín, komst inn I blaðamanna- deildina í San Diego State háskólanum fyrr en hún átti von á, það er strax síðastliðið haust. Við vissum því með tveggja mánaða fyrirvara að við vorum á útleið. Ég stóð um þetta leyti á tímamótum. Ég áleit aö það væri ekkert fyrir mig að gera heima eftir allt sem á undan hafði gengið. Ég hætti á Aðalstöðinni því ég var ekki sammála yfirmanni stöðv- arinnar, sem ég, Þorgeir Ást- valdsson og Jón Axel Ólafs- son höfðum upphaflega stofn- að með Ólafi Laufdal (eftir rift- un samninga milli Bylgjunnar og Stjörnunnar). Við þóttum ekki nógu góðir „frontar" fyrir stöðina svo ráðinn var út- varpsstjóri. Ókkur fannst við búa yfir þekkingu og reynslu sem ekki var nýtt og vorum orðnir frekar hvekktir á því að horfa upp á menn finna upp hjólið aftur og aftur. Við þóttum „útbrunnir“. Ég vann því sem tæknimaður á stöðinni í níu mánuði eða þar til ég hætti. Það var ekki fyrr en mér var boðið að gerast „umbi" hljómsveitarinnar Stjórnarinnar að hlutirnir fóru að ganga. Ég sá um að fjár- magna ferð Stjórnarinnar út í Eurovision-keppnina. Ég fékk kostendur til þess að styrkja þau, safnaði fullt af peningum og var svo neitað um hluta af greiðslum sem ég átti að fá að keppni lokinni. Ég var með skriflega pappíra upp á minn hlut en þeir voru ekki virtir. Fyrir mig var ekki annað að gera en fara í lögfræðinga eða glata þessu fé. Ég valdi síðari kostinn enda búinn að fá mig fullsaddan af lögfræðingum og málaferlum eftir átökin sem urðu eftir riftun samninga milli Bylgjunnar og Stjörnunnar á sínum tíma. Ég var bara búinn að fá nóg. Frh. á næstu opnu 12. TBL. 1992 VIKAN 1 7
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.