Vikan


Vikan - 11.06.1992, Side 20

Vikan - 11.06.1992, Side 20
TEXTl: JÓHANN GUÐNI REYNISSON LJÓSM.: BINNI HEIMIR KARLSSON í PERSÓNULEGU VIÐTALI: Heimir og Rúna eru rétt i þann mund að eignast fyrsta barnið saman. - segir hann meðal annars og kemur víða við Sæll,“ segir hann augliti til auglitis. „Heimir heiti ég, Karlsson." Já, margblessaður, varla þörf á að kynna sig, svo þekktur maður úr sjónvarpinu. Hann kynnir sig samt og segist eiga von á sér. Hressilegur náungi, maðurinn með augun blá, tær og skær. Stelp- unum finnst hann svolítið sætur. Líka Rúnu, kærustunni hans og sambýliskonu. Og hún er ófrísk, rétt kominn að því að eiga þegar þetta er ritað. „Ég ætla rétt að vona að það verði annað- hvort strákur eða stelpa," segir Heimir þegar þessari vel þekktu spurningu meðal verðandi foreldra er velt upp. Hann lætur fara vel um sig á skrifstofunni sinni á Stuðlahálsinum, liggur makindalega í stólnum. Fjölskyldumálin eru á pallborðinu. „Einkamál mín væru ekki einka- mál ef ég væri að blaðra þeim úti um allt," byrj- ar hann og allt útlit er fyrir að ekkert fáist upp úr honum um þetta. En öll él birtir upp um síðir, segir máltækið og Heimir gefur hér eftir þó- nokkuð af sjálfum sér. „Það er ekkert launung- armál að ég bý með konu sem Rúna er kölluð. Hún heitir reyndar fullu nafni Guðrún Guð- mundsdóttir og er förðunarmeistari hér á Stöð 2 og víðar reyndar. Við byrjuðum að búa sam- an í fyrra, völdum Hafnarfjörð til þess og núna eigum við von á okkar fyrsta barni saman." BÆÐI FRÁSKILIN Heimir er fráskilinn og Rúna líka. Sitt í hvoru lagi eiga þau sitt barnið hvort, stráka bæði. „Við erum hvorugt með þau börn. Hún á sext- án ára strák úr fyrra hjónabandi, Guðmund Magna, og ég á einn fimm ára, Brynjar Árna,“ segir Heimir og við Iftum aftur til bæjarins í hrauninu, Hafnarfjarðar. Þar keyptu þau Rúna og Heimir íbúð uppi á holtinu með útsýni yfir golfvöllinn. „Alveg meiri háttar útsýni, maður," áréttar Heimir og inni á milli má greina eitthvað af golfbakteríunni illskeyttu. „Ég er alltaf á leiðinni út á völl en hef bara ekki haft almennilegan tíma til þess, golfið er svo tímafrekt en ég er alltaf að bíða eftir rétta tímanum. Settið er heima og ég er reyndar búinn að prófa það aðeins. Golfið er mjög ögr- andi gagnvart einstaklingnum vegna þess að þar getur maður ekki kennt neinum um nema sjálfum sér ef illa tekst til og það fer í taugarnar á sumum. Síðan langar Rúnu, veit ég, til að spila golf og hún er byrjuð að fikra sig áfram í golfleiknum í tölvunni heima," segir Heimir og hlær við. „Það er fyrsta skrefið," bætir hann sposkur við. Stjórnmál hafa ekki farið varhluta af viðveru Heimis Karlssonar frekar en svo margt annað í henni veröld. Hann gerist ærið kíminn þegar 20 VIKAN 12. TBL 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.