Vikan


Vikan - 11.06.1992, Side 24

Vikan - 11.06.1992, Side 24
einstakling af gagnstæða kyninu að vini, án þess að vera að hugsa um eitthvað meira, . finnst mér það vera merki um vanþroska. Rúna á karla að vinum og ég sé ekkert athuga- vert við það. Milli okkar ríkir enda fullkomið traust sem verður að vera til staðar í sambandi karls og konu og það er eitthvað mikið að ef svo er ekki. Auk þess er Rúna einstakur persónuleiki sem á örugglega engan sinn líka, það vita allir sem þekkja hana.“ mjög skemmtilegt og afslappandi en þetta er nú bara fyrir sjálfan mig og þá vel ég aðallega rólega tónlist, oft eftir íslenska höfunda, bæði vegna melódíunnar og textanna sem ég tel marga hverja góöa. Annars hlusta ég töluvert á dægurtónlist og við eigum hér marga mjög góða lagahöfunda. Þegar Rúna setur plötu á fóninn hlusta ég á klassík sem hún hefur mikið dálæti á og hefur náð að smita mig svolítið af þeirri tónlistartegund." FÍGÚRA DISNEYS Heimir hefur haldið um fleiri tauma en kvenna í handbolta. Hann kenndi um tíma i Réttar- holtsskóla, fannst reyndar svolítið skrítið að koma sem kennari inn í hóp þeirra sem kennt höfðu honum sjálfum í einatíð. „Þeirtóku mér vel þótt ég hefði alltaf verið mjög stríðinn að eðlisfari og gengi stundum of langt í þeim málum, kæmi kunningjum jafnvel á kaldan klaka. í Tyrnu, sem er stúdentabókin í MS, hvaðan ég varð stúdent, segir um mig að ef Walt Disney hefði þekkt mig, þegar hann var að skapa teiknimyndahetjur, þá hefði ég orðið einhver „vondur" karl í ævintýri," segir Heimir og ekki er laust við að einhver púkasvipur fær- ist yfir andlit hans. í Réttó kenndi hann meöal annars trúar- bragðafræði og það gefur ef til vill tilefni til þess að ætla að maðurinn sé trúaður. „Ég trúi að það sé til eitthvað æðra, hið góða, og það get- ur alveg eins heitið Guð,“ segir Heimir og í framhaldi af umræðu um hið góða fer hann að tala um unglinga sem einhverra hluta vegna hafa ekki náð sér á strik samkvæmt Guðs og manna lögum. „Hugtakið „vandræðaungling- ar“ á ekki að vera til. Ef unglingar eru til vand- ræða þá er það eitthvað í umhverfi þeirra, samfélaginu, sem hefur brugðist. Það vildi þannig til að ég tók einn þessara unglinga nán- ast að mér um tíma og það var mér mikil reynsla," segir hann en við komum nánar að villigötum nútímasamfélags síðar. Áhugamálin eru ýmis og í fylgsnum sínum geymir hann ýmis draumagull - þangað til hann hefur tíma. En hitt og þetta ber á góma. „Ég keypti mér gítar og byrjaði að glamra enda hef ég mjög gaman af tónlist. Mér finnst það SKÍTAMÓRALL í PÓLITÍK? „Ég hugsa líka mikið um stjórnmál og þau skipta okkur öll máli. Að kaupa skyr er pólitík og enn frekar ef verðið á skyrinu hækkar. Mér finnst til dæmis alltof lítil samkennd meðal al- mennings á íslandi þegar eitthvað er gert á hlut hans, vöruverð hækkað óeðlilega eða slíkt. Og þegar þingmenn verða uppvísir að svindli á Alþingi er ekkert gert, við látum þetta viðgangast þó að um brottrekstrarsök væri að ræða erlendis. Þrátt fyrir að þessir menn hafi eflaust gert margt gott fyrir þjóðina mega þeir ekki komast upp með hvað sem er. Það er örugglega skítamórall í pólitíkinni þrátt fyrir að innan um séu hugsjónamenn að reyna að berjast. Þeir eiga við ramman reip að draga og ef ég færi út í pólitík gerði ég það meðvitaður um klíkuskapinn og frumskógar- lögmálin sem þrífast í stjórnmálum. Ef til vill er vonlaust verk að brjóta þaö upp enda gerir það enginn einn maður. Auk þess fer enginn inn á Alþingi með það fyrir augum að verða ríkur og þess vegna má telja virðingarvert að fólk skuli vilja fara þarna inn í þref og stapp fyrir þessi lágu laun. Peningarnir eru heldur ekki allt,“ segir Heimir og honum er hlaupið heilmikið kapp í kinn enda keppnismaður á ferð. Hann bætir við þessa stóryrtu ræðu að hann myndi ekki láta peningamálin vefjast fyrir sér ef hann teldi tíma sinn kominn og að hann hefði eitt- hvað fram að færa. Honum eru einnig hugleikin ýmis vandamál sem borgarsamfélög nútímans draga sem helvískan hala á eftir sér. Þar er fyrst og fremst átt við vanda vegalausra barna á íslandi, vanda sem á ekki að vera til staöar í litlu sam- félagi sem því íslenska. Þá erum við líka kom- in að því sem Heimir hefur sagt um viljaleysi og sundrungu íslendinga, fylgikvilla hraða og spennu. Úr því má bæta. „Við getum vel tekið okkur á,“ segir hann þegar þetta ber á góma. „Það sýndum við í verki þegar um 30 milljónir söfnuðust til handa vegalausum börnum á sérstakri dagskrá hér á Stöð 2. Mér finnst eins og það sé eitt af hlut- verkum mínum í tilverunni að sinna unglingum og börnum sem eiga um sárt að binda. Það er náttúrlega ömurlegt að þurfa að viðurkenna það fyrir sjálfum sér að þetta vandamál sé til í íslensku þjóðfélagi. Ég myndi skoða það mál mjög gaumgæfilega ef leitað væri til mín aftur með eitthvert svona verkefni." Fjölmiðlamaðurinn Heimir -Karlsson er einn þeirra sem flestir kannast við, eitt andlitanna í stofunni. Hann er nú deildarstjóri íþróttadeildar íslenska útvarpsfélagsins hf. sem er Bylgjan, Stöð 2 og Sýn. Heimir segist hafa sérstaklega gaman af starfi sínu og honum líkar vinnustað- urinn vel. „Enda vinn ég hér með sérstaklega hæfileikaríku og skemmtilegu fólki upp til hópa,“ segir hann. Hvernig kann hann við sig fyrir framan myndavélarnar? „Ég man eftir þvi þegar Stöð 2 var í bígerð sumarið 1986 að Jónas R. sagði við mig að það gæti enginn orðið góður sjón- varpsmaður nema honum liði vel fyrir framan myndavélarnar. Það er hárrétt hjá honum vegna þess að annars nær maður ekki til áhorfandans. Ef maður fer í annað hlutverk gengur dæmið ekki upp. Mér finnst oft gaman að segja fólki fréttir og þar fram eftir götunum. Vissulega er öðruvísi að setjast í sjónvarps- stólinn heldur en inn á skrifstofu og það versta sem maður getur gert er að sjá fyrir sér þús- undir manna sem eru að horfa á mann; bindið, skyrtuna, tennurnar, hárið. .. fólki líkar við mann eða ekki,“ segir Heimir og talið berst að frægðinni. BEST AÐ VERA FRÆGUR „Ætli megi ekki segja að ísland sé besta landið til að vera frægur í þó svo að ég telji mig nú ekki frægan mann. Hérna eru það nokkrir krakkar sem vilja að maður skrifi nafnið sitt á blað og það er hið besta mál en úti í Bandaríkj- unum til dæmis fá sjónvarpsmenn engan frið. Eflaust er líka smjattað eitthvað á manni úti í þjóðfélaginu og fólk má tala um mig ef það vill. Oft er innkaupakarfan mín rannsökuð gaum- gæfilega þegar ég er að versla í stórmörkuð- um, ég hef orðið var við það. Svo vill bregða við þegar ég fer út að skemmta mér að sumir haldi að ég sé tilbúinn að ræða íþróttir allan sólarhringinn. Þeir átta sig ekki á því að þetta er vinnan mín og að ég vilji stundum hugsa um eitthvað annað. Að vísu gef ég fólki tíma til að tjá sig í lang- flestum tilfellum en um það fer til dæmis eftir því hversu mikið álag hefur verið á mér hverju sinni. Síðan eru menn að hringja hingað upp á Stöð 2 og vilja ræða málin og mér finnst það ekkert nema sjálfsagt enda lít ég á þetta sem hluta af minni vinnu. Langflestir eru að tala um jákvæða hluti og það er mjög ánægjulegt. Starfið býður líka upp á slfkt og þá sér maður árangur erfiðis síns, ef til vill þegar síst skyldi; við matarinnkaup eða á bensínstöðvum." Honum líður sjáanlega vel meðan hann er að tala um starf sitt og þau viðbrögð sem hann hefur fengið við því. Nú hyggst hann einnig Frh. á bls. 47 24 VIKAN 12. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.