Vikan - 11.06.1992, Blaðsíða 37
skípela og stórum bauk af svefntöflum ...
Þannig útbúinn innan klæða mætti ég Dísu í
stigaganginum.
Ég tók ekkert eftir svipnum á henni enda átti
ég nóg með mitt. „Þarf adeins að skreppa út,
Dísa mín,“ tuldraði ég og ætlaði að smeygja
mér fram hjá.
Hún játaöi síðar að sig hefði strax grunað
fyrirætlun mlna. Dísa les fólk eins og opna bók
enda sagði hún óvenju röggsöm:
„Þú ferð ekki neitt fyrr en þú ert búinn að
heyra fréttirnar. Komdu - ég er ekki aö básúna
þetta út um allar jarðir."
Hún ýtti mér á undan sér inn í íbúðina og
lokaði á eftir okkur.
„Við unnum tólf milljónir."
Þetta sagði konan mín blákalt.
„Unnum? í hverju? Við spilum ekki í neinu."
„Jú, ég. Það er að segja um daginn. Ég fékk
eins konar... visbendingu og lét mig hafa
það að fylla út lottómiða í fyrradag. Ég sá tölu-
rnar í blaðinu í morgun. Við fengum sex réttar.
Ég hringdi í lottóið rétt áður en ég fór úr vinn-
unni. Við erum alein með þrefaldan pott.“
Það fyrsta sem ég hugsaði um var pillubauk-
urinn, hvernig ég færi að því að lauma honum
inn í lyfjaskápinn aftur svo lítið bæri á.
Kannski kæmust hrafn og tófa af án mín eftir
allt saman.
Þegar ég hengdi upp frakkann á prestinn
spurði ég spúsu mína mjúkum rómi:
„Og hvernig fórstu að því að rata á vinnings-
tölurnar, Dísa mín?“
Hún dró upp úr pússi sínu skærrauðan
pappírsmiða sem ég hafði ekki augum litið
árum saman.
„Þetta lá undir lyklaborðinu á tölvunni þinni.
Það var annars ótrúlega mikið ryk þarna."
Ég leit á miðann. Þar stóð stutt talnaruna og
orðið ENTER??? undirstrikað með mörgum
spurningarmerkjum.
„En vísbendingin, Dísa mín? Þú fékkst vís-
bendingu, sagðirðu."
„Það var mjög einkennilegt. Það lá þarna
diskill sem þú virðist hafa gleymt í fleiri ár. Frá
því er þú mölvaðir tölvuskjáinn."
Nú tók að rofa til í minningunni. Það setti aö
mér vott af ónotakennd.
„Og?“
„Jæja, ég varð forvitin og fór með hann í
vinnuna. Þú veizt, þeir eru með samskonar
tölvur og þína. Ég stakk honum í eitt drifið
og • • ■“
„Ertu galin? Það er veira á disknum!"
„Hvernig átti ég að vita það? Jújú, það birtist
þarna skrautlegur púki með hófa og hala og til-
heyrandi. Það var voða fyndið. Svo fór hann að
grátbæna mig um aö ýta á „enter“.
Ég tók andköf - hafði gleymt að draga and-
ann I hálfa mínútu.
Dísa.......ég vona að þú hafir ekki...“
Hún konan mín hélt óhögguð áfram:
„Það var náttúrlega ekki um annað aö ræða
en aö prófa það. Svo ég ýtti á „enter“. Þá kom
vísbendingin."
Ég var eitt stórt spurningarmerki. Dísa
brosti.
„Skjárinn nánast sprakk. Það var ótrúlegt
litabað - alveg eins og flugeldasýning. Flenni-
feitir stafir flössuðu upp i sífellu: „SLOPPINN!
SLOPPINN!" Einhver varð greinilega mjög
glaður."
„Skeði ekkert rneira?"
„Jújú. Svo kom „ein ósk?“ Hugsaðu þér:
kvikindið var barmafullt af þakklæti. Það mátti
svosem láta á það reyna. Mér fannst ég eiga
það inni. Svo ég skrifaði: „Gerðu mig ríka.“ Og
hvað heldurðu þá að skrattakornið hafi sagt?“
„Pass. Þó ég fengi hálftima umhugsunar-
frest."
„Reyndu þessar tölur“ - og birti nákvæm-
lega sömu tölur og á pappírsmiðanum. Síðan
slokknaði á öllu. Nú, ég hugleiddi málið: hvar
er hægt að reyna tölur? Þá datt mér í hug
lottóið. Þarna hefurðu það. Jæja, elskan,
komdu og kysstu mig. Við erum rík!“
Ég kyssti konu mina og tók upp símann.
„Hvað ætlarðu að hringja núna?“
„Panta nýjan tölvuskjá. Ég var að fá hug-
mynd að sögu.“
12. TBL.1992 VIKAN 37