Vikan - 11.06.1992, Side 44
hafa bulio á hljóðhimnum
þeirra og nethimnum svo vik-
um skiptir. Þorri íbúa fylkisins
er búinn að sjá þetta illræmda
myndband - af fjórum hvítum
lögregluþjónum að berja
blökkumanninn Rodney King
til óbóta - svo oft að þeir
skipta sjálfkrafa um sjónvarps-
rás í hvert sinn sem það birtist
á skjánum. Leit er að einhverj-
um sem telur að sýkna komi til
greina. Nær undantekninga-
laust hafa menn lýst viðbjóði
sínum á aðgerðum lögreglu-
mannanna og bíða eingöngu
eftir að heyra hversu harðan
dóm sökudólgarnir muni hljóta
af hendi kviðdóms og dómara.
Þó er því ekki að leyna að
þeir sem hafa fylgst grannt
með þessum réttarhöldum
hafa undrast ýmislegt sem fyr-
ir augu og eyru hefur borið. I
kviðdómnum ertil dæmis eng-
inn svertingi. Réttarhöldin eru
haldin í útkjálkahverfi, svo-
kölluðum Simidal, sem fæstir
höfðu heyrt nefndan áður en
réttarhöldin hófust. Eftir því
sem sjónvarpsáhorfendur
hafa kynnst betur íbúum
þessa dalverpis hefur ýmislegt
áhugavert komið á daginn,
svo sem eins og það að þar
býr hátt hlutfall af fyrrverandi
lögregluþjónum á eftirlaunum.
Þá er ekki laust við að manni
hafi fundist saksóknari fylkis-
ins halda slælega á sókninni
sem virðist einkum hafa
byggst á því að sýna þetta
sögulega myndband nógu oft i
▲ Lög-
reglustjór-
inn er talinn
eiga nokkra
sök á þvi
hvernig
komið er.
Hann hefur
sýnt hör-
undsdökku
fólki algjöra
lítilsvirð-
ingu.
réttarsalnum. Engu að síður
eru þetta lítið annað en hefð-
bundnar aðfinnslur hinna
óþreyjufullu sem bíða þess
eins að réttlætinu verið full-
nægt áður en sumarfrí og
strandferðir hefjast fyrir alvöru.
Nokkrum klukkutímum síð-
ar heyrir maður úrskurðinn.
Lögreglumennirnir fjórir hafa
verið sýknaðir. Maður þarf
ekki að vera svertingi til að
leggja það frá sér sem haft var
fyrir stafni, hvað sem það er,
og gefa sér tíma til að huga að
eigin geðheilsu. Hef ég eitt-
hvað misskilið þetta allt? Er
þetta eitthvert hrekkjabragð
sem brellumeistarar Holly-
wood hafa soðið saman eina
ferðina enn? Hefur Rannsókn-
arréttur miðalda verið endur-
vakinn?
BORGIN BRENNUR
Þvílíkur úrskurður! Á einni
svipstundu breytast fordómar í
hatur og hatur í ofbeldi. Svartir
sem hvítir sem gulir æða út á
göturnar og lýsa fyrirlitningu
sinni á úrskurðinum. Enn einu
sinni hefur kerfið neytt þá hóf-
sömu til að viðurkenna fullyrö-
ingar hinna öfgafyllstu: Það er
ekkert réttlæti til. Eins og alltaf
þegar einhver þjóðfélagshóp-
ur hættir að trúa því eitt andar-
tak að sanngirnin eigi upp á
pallborðið brýst út ofbeldi.
Eftir þetta gerast hlutirnir
hratt. Lömuð lögregla, sem
veit upp á sig sökina og
MIÐVIKUDAGURINN
29. APRÍL
íbúar Los Angeles búa sig
undir daginn sem við fyrstu
sýn lítur út fyrir aö verða sól-
ríkur og bjartur, ósköp venju-
legur dagur. Þeir sem fylgjast
með fréttum þennan morgun
sjá að úrskurður í svonefndu
„Rodney King“ máli er vænt-
anlegur á hverri stundu. Enda
þótt fjölmiðlum finnist slíkt tíð-
indi eru flestir orðnir leiðir á
þessum réttarhöldum sem
Um allan heim má finna
gnægð lýðskrumara sem telja
sig hafa ráð undir rifi hverju til
að leysa kynþáttavandamál
Ameríkana. Nær undantekn-
ingalaust eru ráð þessara
kaffihúsaspekinga einskis nýt
þegar á hólminn er komið.
Þegar betur er að gáð eru
þessi vandamál svo marg-
slungin og rótgróin að furðu
sætir að ástandið skuli ekki
vera verra en það er. Fyrir það
fyrsta eiga þessi átök sér ræt-
ur í mannránsferðum þræla-
haldaranna sem fluttu negr-
ana svo hundruðum þúsunda
skipti í járnum frá heima-
byggðum sínum í Afríku til
hins nýja heims. Því miður
verða þau blóðugu öfugspor
ekki aftur tekin. Þau eru og
verða órjúfanlegur hluti af
menningararfi Ameríkana og
eins og máltækið segir „lengi
býr að fyrstu gerð“.
skömmina, koðnar niður
frammi fyrir réttlátri reiði fjöld-
ans og bætir þar með gráu
ofan á svart. Áður en varir eru
ofbeldismenn teknir að lim-
lesta saklaust fólk, hús venju-
legra borgara, sem engan hlut
eiga að máli, fuðra upp eins og
eldspýtustokkar. Ruplarar og
ránsmenn eru farnir að brjóta
rúður og herskarar hnuplara
mættir á vettvang með trukka
og sendibíla til að fylla hvert
autt pláss af varningi. Múgur-
inn hefur völdin.
En hvers vegna? spyr fólk
sig i hvívetna. Hvers vegna
þetta bil milli svartra og hvítra?
Hvers vegna rán, mannslát,
brunarústir, mannfyrirlitning,
ofbeldi og eyðilegging? „Þetta
er spurning um að vera mann-
eskja ekki ófreskja," segir það
og lokar hjá sér dyrunum og
bíður... meðan útgöngu-
bannið rennur sitt skeið á
enda.
ÓVINSÆLL
LÖGREGLUSTJÓRI
Lögreglustjóri Los Angeles,
Daryll F. Gates, getur vart haft
góða samvisku þegar hann
kveður embætti sitt nú í júní.
Meiri hroki er vandfundinn í
einni mannssál nema á hvíta
tjaldinu. Þessi sérkennilegi
lögreglustjóri á mikla sök á því
hvernig komið er. Hann hefur
farið sínar eigin leiðir í algjörri
lítilsviröingu á hörundsdökku
fólki. í nýútkominni bók hefur
hann sjálfan sig til skýjanna á
kostnað flestra annarra og er
ómyrkur í aðfinnslum um afrek
margra ágætra manna og
kvenna sem lagt hafa mann-
réttindabaráttu blökkumanna
lið.
Sumir ganga svo langt að
halda því fram að hann sé
sjálfur meginorsök óeirðanna
enda hafi öll hans vinnubrögð
I gegnum árin sannað og sýnt
að þar var ekki mannúð höfð
að leiðarljósi heldur aðrar og
ómerkari viðmiðanir. Einkum
og sér í lagi hefur hann látið fá
tækifæri ónotuð til þess að
egna litað fólk hvenær sem
hann hefur því við komið. Er
nú svo komið að í þann mund
sem dagar hans i embætti eru
taldir líta jafnt svertingjar sem
kynblendingar sem spánsk-
ættaðir á hann sem tákn um
fordóma þeirrar kynslóðar
sem nú er aö fara frá völdum.
Er raunar með ólíkindum að
hinir fremur seinþreyttu til
vandræða og hógværu Kali-
forníubúar skyldu umbera
Darryll F. Gates jafnlengi og
raun ber vitni.
44 VIKAN 12. TBL. 1992