Vikan


Vikan - 11.06.1992, Page 64

Vikan - 11.06.1992, Page 64
TEXTI: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON / MYNDIR: HUGO GLENDINNING OG GUNNAR H. ÁRSÆLSSON tlEIMSTÓNUST OG POPPTÓNLIST A LISTAHATIÐ 1992 SÚDANINN GADIRSALIM OTEL ISLANDI ENN EINN HVAL- REKINN Á SVIÐI HEIMSTÓNLISTAR Á undanförnum árum hefur heimstónlist svokölluð verið í mikilli sókn. Við íslendingar erum ekki eftirbátar annarra í þeim efnum og heimstónlist hefur notið æ meiri hylli hér- lendis. Hingað hafa komið margir merkir tónlistarmenn á þessu sviði, mætti nefna sax- snillinginn Manu Dibango, gít- arleikarann snjalla Ali Farka Toure sem er frá Malí likt og hinn frábæri Salif Keita en hann var einmitt gestur síð- ustu Listahátíðar. Straumurinn heldur áfram. Hingað kemur sá súdanski Abdel Gadir Salim ásamt hljómsveit og heldur tónleika á Hótel (slandi næstkomandi mánudagskvöld, 15. júní. Abdel er tónskáld, söngvari og oudleikari, en oud er arabísk lúta. Hann er frá vesturhluta Súdan, nánar tiltekið frá eyði- merkurhéraðinu Kordofan og hefur verið mjög ötull við kassettuútgáfu (en það er vinsælasta formið á tónlistar- útgáfu á þessu svæði) síðan 1969. Tónlistarhefð sú sem Abdel byggir á er frá heima- héraði hans sem er að stærst- um hluta byggt hirðingjum sem játa múhameðstrú. Tón- listin er sungin á mállýskum innfæddra og byggir Abdel hana að mestu leyti á sínum eigin útsetningum á þjóðleg- um laglínum. Hann útseturfyr- ir nútímahljóðfæri; fiðlur, bassa, saxófóna, slagverk, gítar og náttúrlega oud. Þessi blanda hefur farið eins og eld- ur í sinu um arabíska menn- ingarheiminn á undanförnum áratug og hvarvetna vakið mikla hrifningu. Stjarna Abdel Gadir á Vest- urlöndum reis árið 1986. Þá fór hann ásamt hljómsveit sinni til London og spilaði þar á tónleikum til styrktar bág- stöddum í þriðja heiminum. Tveimur árum síðar var hann aftur í London og hljóðrítaöi þá plötuna Abdel Gadir Salim All Stars & The Mardoun Kings Play Songs of Love sem var gefin út á síðasta ári. Sú plata fékk verðlaunin „Top World Music Album of Europe" í ágúst f fyrra. Koma Abdel hingað er liður i tónleikaferð hans um Evrópu sem stendur yfir í júní og júlí en eftirspurn eftir honum á tónleika hefur ekki linnt frá því umrædd plata kom út. Þetta er því mikill hval- reki fyrir aðdáendur heimstón- listar. OG VINSÆLUSTU POPPSVEITIR LANDSINS I LAUGARDALSHÖLL 4r K . " ■ • < Hljóm- sveitin Tod- mobile er I meðal þelrra sveita sem spila á risa- * \ popptónleik- um i Laugar- dalshöll næstkom- andi þriðju- dagskvöld. (Mynd:G.H.Á) RISAPOPP- TÓNLEIKAR í LAUGARDALSHÖLL Daginn eftir tónleika Abdels eða 16. júní gangast kvik- myndafélagið Art Film og Listahátíð fyrir risapopptón- leikum í Laugardalshöll þar sem fram koma öll stærstu nöfnin í íslensku poppi; Tod- mobile, Sálin hans Jóns míns, Ný dönsk, Síðan skein sól og Bubbi Morthens en hann er nýkominn frá Kúbu þar sem hann hefur dvalið að undan- förnu við upptökur. Ekki er úti- lokað aö fleiri hljómsveitir verði með. Tónleikarnir verða hluti af kvikmynd sem Art Film stendur að og verður tekin í júní og júlí. Þeir verða mikil- vægur hluti af myndinni sem ber vinnuheitið „Stuttur frakki" og verður viðbúnaður mikill enda getur myndin ekki án tónleikanna verið og þeir ekki án áhorfenda. Því verður miða- verði stillt í hóf þannig að sem flestir komist. Aðstand- endur Art Film segja að þetta verði með veglegustu popp- tónleikum sem haldnir hafa verið hér á landi. Allir í Höllina! 64 VIKAN 12. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.