Vikan


Vikan - 11.06.1992, Síða 64

Vikan - 11.06.1992, Síða 64
TEXTI: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON / MYNDIR: HUGO GLENDINNING OG GUNNAR H. ÁRSÆLSSON tlEIMSTÓNUST OG POPPTÓNLIST A LISTAHATIÐ 1992 SÚDANINN GADIRSALIM OTEL ISLANDI ENN EINN HVAL- REKINN Á SVIÐI HEIMSTÓNLISTAR Á undanförnum árum hefur heimstónlist svokölluð verið í mikilli sókn. Við íslendingar erum ekki eftirbátar annarra í þeim efnum og heimstónlist hefur notið æ meiri hylli hér- lendis. Hingað hafa komið margir merkir tónlistarmenn á þessu sviði, mætti nefna sax- snillinginn Manu Dibango, gít- arleikarann snjalla Ali Farka Toure sem er frá Malí likt og hinn frábæri Salif Keita en hann var einmitt gestur síð- ustu Listahátíðar. Straumurinn heldur áfram. Hingað kemur sá súdanski Abdel Gadir Salim ásamt hljómsveit og heldur tónleika á Hótel (slandi næstkomandi mánudagskvöld, 15. júní. Abdel er tónskáld, söngvari og oudleikari, en oud er arabísk lúta. Hann er frá vesturhluta Súdan, nánar tiltekið frá eyði- merkurhéraðinu Kordofan og hefur verið mjög ötull við kassettuútgáfu (en það er vinsælasta formið á tónlistar- útgáfu á þessu svæði) síðan 1969. Tónlistarhefð sú sem Abdel byggir á er frá heima- héraði hans sem er að stærst- um hluta byggt hirðingjum sem játa múhameðstrú. Tón- listin er sungin á mállýskum innfæddra og byggir Abdel hana að mestu leyti á sínum eigin útsetningum á þjóðleg- um laglínum. Hann útseturfyr- ir nútímahljóðfæri; fiðlur, bassa, saxófóna, slagverk, gítar og náttúrlega oud. Þessi blanda hefur farið eins og eld- ur í sinu um arabíska menn- ingarheiminn á undanförnum áratug og hvarvetna vakið mikla hrifningu. Stjarna Abdel Gadir á Vest- urlöndum reis árið 1986. Þá fór hann ásamt hljómsveit sinni til London og spilaði þar á tónleikum til styrktar bág- stöddum í þriðja heiminum. Tveimur árum síðar var hann aftur í London og hljóðrítaöi þá plötuna Abdel Gadir Salim All Stars & The Mardoun Kings Play Songs of Love sem var gefin út á síðasta ári. Sú plata fékk verðlaunin „Top World Music Album of Europe" í ágúst f fyrra. Koma Abdel hingað er liður i tónleikaferð hans um Evrópu sem stendur yfir í júní og júlí en eftirspurn eftir honum á tónleika hefur ekki linnt frá því umrædd plata kom út. Þetta er því mikill hval- reki fyrir aðdáendur heimstón- listar. OG VINSÆLUSTU POPPSVEITIR LANDSINS I LAUGARDALSHÖLL 4r K . " ■ • < Hljóm- sveitin Tod- mobile er I meðal þelrra sveita sem spila á risa- * \ popptónleik- um i Laugar- dalshöll næstkom- andi þriðju- dagskvöld. (Mynd:G.H.Á) RISAPOPP- TÓNLEIKAR í LAUGARDALSHÖLL Daginn eftir tónleika Abdels eða 16. júní gangast kvik- myndafélagið Art Film og Listahátíð fyrir risapopptón- leikum í Laugardalshöll þar sem fram koma öll stærstu nöfnin í íslensku poppi; Tod- mobile, Sálin hans Jóns míns, Ný dönsk, Síðan skein sól og Bubbi Morthens en hann er nýkominn frá Kúbu þar sem hann hefur dvalið að undan- förnu við upptökur. Ekki er úti- lokað aö fleiri hljómsveitir verði með. Tónleikarnir verða hluti af kvikmynd sem Art Film stendur að og verður tekin í júní og júlí. Þeir verða mikil- vægur hluti af myndinni sem ber vinnuheitið „Stuttur frakki" og verður viðbúnaður mikill enda getur myndin ekki án tónleikanna verið og þeir ekki án áhorfenda. Því verður miða- verði stillt í hóf þannig að sem flestir komist. Aðstand- endur Art Film segja að þetta verði með veglegustu popp- tónleikum sem haldnir hafa verið hér á landi. Allir í Höllina! 64 VIKAN 12. TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.