Vikan


Vikan - 11.06.1992, Síða 66

Vikan - 11.06.1992, Síða 66
NÝJAR HLJÓMPLÖTUR Tanita Tikaram hefur snúið baki við vinsældapoppinu. TANITA TIKARAM: ELEVEN KINDS OF LONELINESS EINMANALEIKI Tanita sló í gegn svo um mun- aði meö plötu sinni Ancient Heart sem kom út 1989. Síðan hefur henni ekki tekist að ná sömu vinsældum aftur en engu að síður gefið út plötu á hverju ári. Fjórða platan hennar, sem kom út fyrir skömmu, heitir Eleven Kinds of Loneliness eða Ellefu teg- undir einmanaleika. Óhætt er að segja að þetta sé þyngsta og tormeltasta platan hennar til þessa. Textarnir eru margir nokkuð svartsýnir og við þá leika Tanita og félagar hennar ekki neina léttlyndislagstúfa. Tanita hefur einfaldlega þessa stefnu, hefur sem sé snúið baki við vinsældapopp- inu. Þetta finnst undirrituðum furðulegt því stúlkan virtist hafa mikla hæfileika til að semja skemmtilega popptón- list. Á nýjustu plötunni er hún hins vegar komin nálægt hin- um endanum, þó að tónlistin sé ekki beint leiðinleg. Hún er vel flutt og söngur Tanitu stendur enn fyrir sínu, svo sem i lögunum Trouble, Hot Stones og Love Don’t Need No Tyrrany, sem er léttasta lagið á plötunni, og Men and Women, fallegasta lagi plöt- unnar. Tanita semur allt efni sitt sjálf og vonandi léttist yfir- bragðið á næstu plötu. Sú kemur væntanlega út á næsta ári ef miðað er við það sem á undan er gengið. STJÖRNUGJÖF: ★★★ S2 O' MADNESS: DIVINE MADNESS GUÐDÓMLEG GEGGJUN Tuttugu og einn smellur á sex árum, öll lögin fóru ofar en í tuttugasta sæti, geggjuð myndbönd, fyrstu þrjár plöt- urnar voru samtals 150 vikur á vinsældalistum. Saga hljóm- sveitarinnar er saga velgengni og vinsælda. Bresku grínist- arnir í hljómsveitinni Madness - gjörið svo vel! Alls eru 22 lög á safndiskn- um Divine Madness, í þessum einstaka Madness-stíl sem er svokölluð ska-tónlist. Hrein reggí-áhrif og poppáhrif (eink- um hin síðari ár á ferli Madness) láta líka á sér kræla, svo sem í lögunum Grey Day, It Must Be Love, Our House og Michael Caine. Önnur lög, sem mætti nefna af Divine Madness, eru Night Boat to Cairo, One Step Beyond, Driving in My Car og House of Fun. f rauninni eru orð óþörf um þessa plötu, hún skýrir sig al- gerlega sjálf. Hin guðlega geggjun er skylduhlustun fyrir alla, konur og kalla, léttir lund og bætir meltinguna. Kauptu hana og þaö strax! STJÖRNUGJÖF: ★★★★★ <D > & o ▼ Mad- ness var án efa vin- sælasta hljómsveit Bretlands á árunum 1979-1985. HUGARORAR HALLGERÐAR MJALLHVITI NAUÐGAÐ Glæta. Eins og það sé í j lagi að fela fyrir öllum að það hafa fæðst hér í Hrafnanesinu frekar Ijótir púðluhvolpar. Málið er að mamma er í geðsýkiskasti vegna þess að Mjallhvít, þessi ofdekraða geðvonda púðlutík, eignaðist mjög flippaða hvolpa fyrir viku. Það má segja að það eins og vanti yfirbragð rétta kynsins á þessi afstyrmi þann- ig að þegar horft er á þá dettur manni í hug að eitthvað mikið hafi gleymst í samsetningunni. Til dæmis eru fæturnir eins og sæmilega stórir blýantar en höfuðið á stærð við gamla körfuboltann minn. Pabbi er alveg með það á tæru að Ijótur labradorhundur hafi nauðgað Mjallhvíti og þessi skaði verði aldrei bættur. Það sést svo innilega hvað þau eru flóttaleg þegar einhver spyr um hvolpana. Þau fela þá í kjallaranum og maður veit svo meiri háttar vel að þau ætla að reyna að losna við þá á ósmekklegan hátt. Það sjá allir. Þetta er svo lúmskt lið. Ég er þess vegna búin að plotta rosalega gott mál. Ég talaði bara við Tótu frænku og bað hana að redda góðum heimilum fyrir þá. Fólk fær ekki þúðluhunda af Hrafnanesinu á hverjum degi svona má segja næstum ókeypis. Rosalega verður annars gott að fá hundraðþúsundkallinn til að komast loksins í sæmilega gott dress og eitt og annað smá. Eins og til dæmis vantar mig svo innilega ný tæki og sennilega verð ég að splæsa í skó líka. Það sjá allir að maður verður svo pirraður á að hafa ekki nema rétt fimmtán pör til skiptanna. Það fattar enginn þetta með höfuðin og fæturna enda má fólk bara vera alsælt með aö tengjast Hrafnanesinu svona rosalega í gegnum púðlubibb- urnar. Tóta, þessi herfa, pælið í því, heimtaði frekjulega sölu- laun. Sumt fólk er ótrúlega frekt. Eins og hún megi ekki vera ánægð að vita að hún er að bjarga fimm hvolpum frá munaðarleysi. Vonandi selur hún gengið nokkuð snögg- lega. Baddi bróðir, þessi ástsjúki njálgur, er enn þá einu sinni í svelti út af gellu sem hann var búinn að planta sér á en hann segir að hún sé búin að svíkja sig. Mamma má ekkert vera að því að hugsa um mig vegna þess að Baddi er gjör- samlega móðursjúkur og hótar að ganga í sjóinn ef pían birt- ist ekki á svæðinu fyrir tólf í kvöld. Þoli ég svona pempíur? Nei, og þá meina ég no! Ég næ engri athygli. Það elskar mig örugglega enginn, enda er ég rólega aö deyja. Eiginlega má segja að ég sé dáin. Við skulum bara athuga það að þegar ég ráðlagði Jóu vin- konu, þegar hana vantaði í hvelli sæmilega stóra summu til að kaupa tölvu, að tína bara allar rósir í garðinum upp og selja þær hérna I Hrafnanes- inu, þá small allt saman. Það keyptu allir strákarnir á Nesinu rós af henni og þar með var búið að bjarga geðheilsunni þann daginn og enginn gutti á kafi í uppvaski eða öðru þrælahaldi. Jóa á vasapening út árið og enga öfund. Von- andi verð ég uppgötvuð fljót- lega. □ 66 VIKAN 12. TBl. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.